Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 65
UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR ÞJÓÐFUNDUR LÆKNA Tæplega 100 læknar samankomnir á þjóðfundi í sal læknafélaganna. Myndir AÓB. það var umfjöllun um virðingu í öllum myndum. Fagmennska var annað lykilatriði sem oft bar á góma og því engin furða að þegar stokkað var upp um miðbik fundarins áttu þessi tvö atriði hvort sinn farveginn. Það gekk ekki þrautalaust að ná sameiginlegri niðurstöðu um þau þrjú aðalgildi sem hverju borði var ætlað að nefna. Sumir létu súpuna kólna og samlokurnar bretta upp á endana áður en þeir fóru í kvöldmat. Gulum miðum var raðað eftir alls konar kerfum á borðunum og kátínan á borði sjö, þegar loks tókst að sameinast um grunngildin, vakti ósvikna athygli. Umræðan dýpkuð í síðari hluta dagskrárinnar var ljóst með hvaða grunngildi nýuppstokkuð borð myndu vinna. Þau gáfu jafnframt góða mynd af þeim línum sem fundurirtn lagði en virðingin sem fólki varð tíðrætt um var í raun gildi sem gekk áfram eins og rauður þráður gegnum alla umræðuna: Fagmennska Samvinna Lýðheilsa Skilvirkni (micro) Framfarir og vísindi Skipulag (macro) Rekstrarform/þjónustustig Menntun Samfélag Hlutverk hópanna var að þessu sinni að dýpka hvert svið fyrir sig og flokka atriðisorðin sem fylgdu hópunum úr fyrri umræðu eftir ávinningi og flækjustigi. Gulu miðunum var raðað á þessa ása. Þegar þar var komið sögu urðu umræðumar á köflum mjög fjörugar og jafnvel hvassar. Sumir börðust hetjulega fyrir framgangi sinna áherslumála en aðrir vörpuðu fram ágengum stikkorðum sem munu öðlast framhaldslíf á vefsíðu þjóðfundarins. „Lágtæknisjúkrahús" var nefnt á einum af gulu miðunum og „skurðaðgerðaverksmiðjan" á öðrum og heitar umræður um málið. Lóðsarnir gerðu þátttakendum það vel ljóst að engin hugmynd væri „asnaleg" og oft væri þörf á að hlusta á geggjuðu hugmyndirnar ekkert síður en þær hófstilltari. Umræðurnar á lokasprettinum bám þess vott að ekkert var undanskilið. A borði eitt var kulnun lækna í starfi metin hátt og umræðan um úrræði fyrirferðarmikil. Starfsskilyrði lækna vógu þar þungt en einnig gamalkunnug umræða um að allir vilji ráða en enginn stjórna. Mýtu hnekkt Það fer ekkert á milli mála að þjóðfundur lækna tókst vel að mati þátttakenda. Lokaorð eins þeirra voru: „Eg hef það á tilfinningunni að við höfum skapað eitthvað sem skiptir máli" og á öðru borði sá annar þátttakandi sig knúinn til að bæta því við framsöguna um niðurstöðu hópsins að þjóðfundurinn hefði verið „skemmtilegri en bæði árshátíðin og aðalfundurinn". Þegar fundinum var slitið tóku skipulagsaðilar til máls og skýrðu framhaldið. Og ein loka- niðurstaða fundarins var að mýtu hefði verið hnekkt: Það væri ekkert erfitt að vinna með læknum! LÆKNAblaðið 2010/96 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.