Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 3
Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Landlæknir 250 ára Fjórir sprækir og keikir landlæknar fyrir utan hátíðasal Háskóla íslands þegar minnst var 250 ára afmælis embættis landlæknis núna í mars. Frá vinstri: Matthías Halldórsson, Ólafur Ólafsson, Geir Gunnlaugsson og Sigurður Guðmundsson. Fögur orð Jónasar Hallgrímssonar um vísindin og dáðina á veggnum á fyrir aftan þá og tilefnið tengja hugsunina við Bjama Pálsson, hinn fyrsta landlækni árið 1760 og þegar embættið varð 200 ára bað ritstjórn Læknablaðsins Jón Steffensen að rita þátt um Bjarna (Læknablaðið 1960; 44: 65-84). Ferðabók Eggerts og Bjama vitnar um heilbrigði lands og lýðs 1750-1757 og skrásetning efnisins var í samhljómi við hugmyndafræði tímans. Einn helsti ritsmiður upplýsingarinnar á íslensku og jafnaldri þeirra var Grunnvíkingurinn Jón Ólafsson. í ritgerð sinni frá 1737, Hagþenki, rekur hann hvaðeina sem gera mætti til að auka hagsæld og farsæld þjóðarinnar. Aftarlega í ritgerðinni er komið að medicina og segir þar meðal annars: Góð díata, mátulegt erfiði, og annað sem hver finnur öllum mönnum almennt haga, eður sér í lagi sjálfs síns complexion, er hinn besti læknir. Þó er ei að forsmá þar fyrir öll læknisráð, sem áður er sagt, því Guð sýnist oft hjálpa fyrir þau, svo vel sem hann lætur oft náttúruna hjálpast í sjálfri sér, meðalalaust. Er því meiningin að auka ei mörgum læknurum í landinu, heldur láta ganga sem hingað til dags, enda mun ég fyrir því ei þurfa að bera neinn kvíðboga. En vel væri menn létu þó nokkra læra það, sína í hverjum stað vissum, sem og inntu þeim nokkurs fyrir starf sitt en ei að láta þá lifa af þeirri konst einungis, sem utanlands. Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaöur og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Á dögunum opnaði listakonan Ragna Róbertsdóttir (f. 1945) fyrstu einkasýningu sína í Berlínarborg og sýndi þar ólík verk úr íslenskum náttúruefnum í rúmgóðum og bjðrtum sal. Eitt titilverka sýningarinnar er á forsíðu Læknablaðsins, skúlptúr sem liggur á gólfi og er Ijósmyndin tekin beint ofan frá. Mindscape eða Hugarlandslag (2010) samanstendur af nokkrum grunnum glerskálum og er hver um hálfur metri í þvermál. Ein skál hvílir ofan á annarri og mynda þær saman kúptan disk sem kemst næst því að líkjast fljúgandi furðuhlut. í neðri skálinni hefur Ragna látið saltpækil gufa upp og maður sér móta fyrir því hvar yfirborðið hefur verið í byrjun. Við uppgufunina fer ferli af stað þar sem saltið kristallast og vex upp eftir hliðum skálarinnar í átt að börmunum. Hver skál er þannig einstök með ólíku saltmynstri sem minnir á skófir eða myglusvepp. Tilraunir voru gerðar með minni glerskálar en einnig skálar úr algjörlega tæru kristalgleri. Ragna leikur sér sem sagt eins og stundum áður að því að setja af stað ófyrirséð ferli innan afmarkaðs rýmis. Hún er þekkt fyrir verk sem hún gerir beint á veggi þar sem hún merkir sér ferhyrndan flöt, ber lím á og kastar hraunvikri sem festist á veggnum. Óreiðan innan formfestunnar kemur nú fram í hringlaga skál þar sem náttúrulegt ferli er látið hafa sinn gang. Á sýningunni lét hún gólfverkin kallast á við veggverk, annars vegar kastaði hún grófu sjávarsalti á vegg sem myndaði stóran, hvítan og mattan flöt og hins vegar notaði hún glerbrot sem stirndi á þegar maður virti verkið fyrir sér. Ragna notar náttúruleg efni eins og hraun, salt og leir í tengslum við manngert umhverfi, arkitektúr og formfræði. Hún er líka í beinu samtali við listasöguna þar sem hún vitnar í mínimalisma, það listform sem virkjaði hugmyndirfólks um samhengi myndlistar og sýningarrýmis. Sú landslagshefð sem segja má að íslensk listasaga byggi á kemur einnig við sögu en í stað þess að endurskapa ímynd einhvers staðar sem er til í íslenskri náttúru notar Ragna miklu fremur frumeindir úr íslenskri náttúru til þess að endurspegla huglægt landslag. Markús Þór Andrésson Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson öll róttindi áskilin i8 galleríi. Prentun, bókband og pökkun Oddi Umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaöiö Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medioine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2010/96 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.