Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 48
smátt og smátt betri í því sem þeir eru að gera og svæfingar eru þar engin undantekning." UMRÆÐUR O G F R É T T 1 R SVÆFINGAR í 15 0 Á R Stjórn Svæfingalæknafélags íslands árið 1988 ásamt heiðursfélaganum Þorbjörgu Magnúsdóttur. Frá vinstri eru Ólafur Z. Ólafsson, Þorbjörg, Guðmundur Björnsson, Jón Sigurðsson, Arnaldur Valgarðsson Úr safni Ólafs Z. Ólafssonar. að þiggja þetta höfðinglega boð og allir vita hvað gerðist þann 1. september þetta ár, heimsstyrjöldin hófst og þar með varð ekkert úr þessu. Sir Robert lét ekki þar við sitja heldur útvegaði fyrsta „stállungað" til íslands, en það kom til landsins í ársbyrjun 1940." Um þetta merkilega stállunga, sem fæstir vita lengur hvað er, er nánar fjallað í bókinni. „Það vaknar auðvitað sú spurning hvað hafi valdið þessu áhugaleysi lækna á svæfingum og ég held að hluti skýringarinnar hafi verið að svæfingar þóttu ekkert merkilegar." „Þá skalt þú svæfa í dag” „Dæmin um virðinguna fyrir svæfingum er fjöldamörg, og þeir sem voru látnir sjá um svæfingar af ýmsu tagi, allt frá presti á Patreksfirði til kandídata og ljósmæðra sem sum hver önnuðust svæfingar árum saman. Jóhann Guðmundsson, sem síðar varð bæklunarskurðlæknir, sagði frá því að þegar hann var læknastúdent og kom í fyrsta sinn inn á skurðstofu á Landspítalanum spurði Katrín Gísladóttir yfirhjúkrunarkona hann: „Hefur þú komið á skurðstofuna áður?" Hann neitaði því. „Þá skaltu svæfa í dag," sagði hún að bragði. Þannig var nú metorðastiginn, það var ekki læknum bjóðandi að sinna svæfingum." Þótt fyrsti sérmenntaði svæfingalæknirinn hafi komið til starfa 1951 var þróunin í faginu hæg framan af og sláandi að skoða súlurit um sérfræðiviðurkenningar í bók Jóns. „Það var í rauninni ekki fyrr en upp úr 1980 að þessi mál komust í það horf sem hægt er að sætta sig við. Allar lækningar fela í sér áhættu og jafnvel eftir 1970 áttu sér stað alvarlegir fylgikvillar sem koma hefði mátt í veg fyrir með meiri sérþekkingu. Verkaskipting felur það í sér að menn verða Útgáfudagurinn nálgast Er útgáfudagurinn nálgaðist var Jón hóflega bjartsýnn á að takast myndi að koma bókinni tímanlega út. „Það er ekki fyrr en frá síðustu áramótum sem ég hef verið að miða við ákveðinn skiladag. Kári Hreinsson, formaður Félags svæfinga- og gjörgæslulækna, hafði samband við mig snemma á árinu og þá ákváðum við útkomudaginn." Jón átti náið samstarf með umbrotsmanni bókarinnar, Þresti Haraldssyni fyrrverandi blaðamanni á Ijeknablaðimi, um framvinduna. Hjólin voru farin að snúast hratt og vel gekk að hnýta þá lausu enda sem þörf var á, skera niður myndefni og fylla inn í seinustu eyðurnar. Þrátt fyrir það hafði Jón til síðustu stundar fyrirvara á því að ýmislegt gæti komið upp á en loks var hann farinn að sjá að fátt gæti tafið útkomu bókarinnar annað en prentsmiðjan hreinlega brynni. Það gerðist ekki, hins vegar bilaði ný og fullkomin prentvél prentsmiðjunnar meðan á vinnslu stóð og sannaði mál Jóns. Engu að síður tókst að koma bókinni út á réttum tíma og daginn fyrir formlegan útkomudag bárust fyrstu eintökin í hendur Jóns og fjölskyldu hans. Verkinu, sem Jón hafði verið að púsla saman seinustu átta árin, var lokið. „Ég er með fullkomnunaráráttu, sem er bæði kostur og galli," segir Jón. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að bókin kom ekki út fyrr. Samt tókst mér að ljúka verkinu og er feginn að ég gerði það ekki fyrr. Ég var að skoða gamalt handrit í tölvu og hefði ekki verið sáttur við að gefa bókina út á því stigi." Útgáfudagurinn var ánægjulegur en lýjandi og sennilega kom athyglin Jóni og Asdísi eiginkonu hans á óvart. „Þegar bókin kom í hús á útgáfudeginum var búið um þau í kassa sem var límdur aftur og beið opnunar klukkan fimm síðdegis. Hann var settur upp á borð og borði strengdur um hann. Síðan var klippt á þennan borða eins og verið væri að opna nýjan veg eða brú og bókinni kippt upp úr kassanum." Jón og fjölskylda hans stóðu að öllu leyti straum að kostnaði við útgáfu bókarinnar en hafa fengið vilyrði um styrki til að mæta útlögðum kostnaði við prentun og umbrot, góð viðbrögð komu strax frá fagfélagi hans Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi íslands og fleiri hafa lýst áhuga á að koma þar að. Aðrir styrkir, svo sem frá lyfjafyrirtækjum, sem oft standa læknum til boða í verkefni af ýmsu tagi, komu ekki til greina af hans hálfu. Vinna Jóns í átta ár, þó með hléum sé, verður framlag hans til fræðigreinarinnar og hann sér ekki eftir því að hafa lagt þennan tíma og vinnu að mörkum. 280 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.