Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 40
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR tekjur leitar frekar eftir þjónustu óhefðbundinna aðila en þeir sem lægri tekjur hafa2 og kann það einkum að stafa af því að sjúkratryggingar taka almennt ekki þátt í kostnaði fólks við þessa þjónustu. Ekki var munur á notkun eftir hjúskaparstöðu og er það í samræmi við sumar aðrar rannsóknir.15 Ekki var heldur munur eftir foreldrastöðu. Engar af trúarlífsbreytum rannsóknarinnar tengdust notkun óhefðbund- innar heilbrigðisþjónustu, en fyrri rannsóknir hafa verið misvísandi í þessu sambandi.8'9 Mögulegt er að trúarleg viðhorf, reynsla eða athafnir tengist sumum af hinum óhefðbundnu meðferðum (til dæmis hugrænum eða andlegum meðferðum), en ekki öðrum, en það þyrfti nánari skoðun. I ljós kom að öryrkjar, þeir sem búa við langvinn veikindi eða glíma við mikla vanlíðan höfðu frekar nýtt sér þjónustu óhefðbundinna aðila. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir,8'I2-15 þótt örorka og reiði hafi að vísu ekki verið skoðuð áður í þessu sambandi svo vitað sé. í aðhvarfsgreiningu voru það líkamlega vanlíðanin og reiðin sem skiptu mestu máli af heilsufarsbreytunum. Auk þess leituðu einstaklingar frekar til óhefðbundins aðila ef þeir höfðu orðið fyrir neikvæðum lífsviðburðum eða töldu sig vera undir miklu álagi, sem er í samræmi við niðurstöður úr fyrri innlendri rannsókn.15 Þetta virðist mega skýra út frá heilsufari, því þegar tekið var tillit til heilsubreytanna í aðhvarfsgreiningu hvarf samband álags og þjónustunotkunar. Tengsl milli líkamlegrar vanlíðunar og reiði og notkunar óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu vekur upp spurningar um hve vel hið hefðbundna heil- brigðiskerfi sinnir þörfum þeirra skjólstæðinga sem glíma við þrálát verkja- og þreytueinkenni eða eiga við vanstillingu og hvatræði að etja. Þeir sem fóru oftar til læknis nýttu sér frekar þjónustu óhefðbundinna aðila. Það bendir til að þeir sem nýta sér óhefðbundna heilbrigðis- þjónustu geri það fremur í viðbót við, en í staðinn fyrir, hefðbundna læknisþjónustu og er þá talað um slíka notkun sem viðbótarmeðferð.20 Niðurstöður varðandi viðhorf til notkunar læknisþjónustu voru í samræmi við þetta. Stærsti hópur þeirra sem nýtti sér óhefðbundna þjónustu var fylgjandi því að fólk nýtti sér þjónustu lækna. Líklegt er að þessi hópur noti óhefðbundna þjónustu sem viðbótarmeðferð. Hins vegar kom fram lítill hópur sem notaði óhefðbundna þjónustu og hafði neikvæð viðhorf til læknisþjónustu. Líklegt er að þessi hópur noti óhefðbundna þjónustu fremur sem annars konar meðferð, en ástæða væri til að athuga það nánar. Svipaðar niðurstöður komu fram þegar afstaða til geðlæknisþjónustu var skoðuð, en það samband reyndist ekki marktækt í aðhvarfsgreiningu. Loks kom ekki á óvart að samband var á milli þess að nýta sér óhefðbundna þjónustu og að vera fylgjandi notkun slíkrar þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hafa lengi haft jákvæða afstöðu til notkunar óhefðbundinna meðferða í starfi, en segja má að hin heildræna sýn þessara meðferða á sjúklinginn falli vel að hugmyndafræði hjúkrunar.20 Hjúkrunarfræðingar nota nú þegar gagnreyndar viðbótarmeðferðir svo sem nudd og slökun á heilbrigðisstofnunum.21 Ástæðan fyrir notkun þessara meðferða innan heilbrigðisgeirans er fyrst og fremst sú að hefðbundin úrræði til að draga úr einkennum sjúklinga eins og kvíða, verkjum og svefnleysi reynast oft ófullnægjandi. I skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á íslandi er lagt til að hið opinbera taki virkan þátt í að móta umhverfi og skilyrði þessarar ört vaxandi atvinnugreinar með því meðal annars að hvetja til samvinnu milli græðara og heilbrigðisstarfsfólks og stuðla að gagnkvæmri þekkingu milli þessara sviða. í því sambandi er lagt til að heilbrigðisyfirvöld beini þeim tilmælum til heilbrigðisstofnana að sjúklingar hafi rétt til að nýta sér heilsutengda þjónustu græðara og hvatt er til þess að heilbrigðisstofnanir móti sér stefnu í þessum efnum.3 Innan heilbrigðisstofnana á Islandi skortir almennt reglur um hvernig nota má óhefðbundnar meðferðir sem viðbótarmeðferðir, en á lyflækningasviði II á Landspítala hefur slík stefna verið mörkuð.22 Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að notkun óhefðbundinna meðferðaraðila sé í sókn hér á landi og því umhugsunarefni hve viðbrögð hins almenna heilbrigðiskerfis við þessari þróun virðast takmörkuð. Erlendar rannsóknir sýna að sjúklingar sem leita til almenna heilbrigðiskerfisins greina yfirleitt ekki frá óhefðbundnum meðferðum sem þeir nota og heilbrigðisstarfsfólkið spyr ekki um þær og veit jafnvel ekki um hvað ætti að spyrja.2 Miklu máli getur skipt að afla upplýsinga um óhefðbundna meðferðanotkun sjúklinga, meðal annars vegna mögulegra neikvæðra samvirkniáhrifa hefðbundinna og óhefðbundinna meðferða.2 Því virðist ástæða til að auka áherslu á óhefðbundnar meðferðir í námi heilbrigðisstétta til að bæta upplýsingaöflun um meðferðanotkun sjúklinga, ráðleggja þeim betur um óhefðbundnar meðferðir, og eftir atvikum skipuleggja samþætta meðferð eða viðbótarmeðferð samhliða hefðbundinni meðferð, ef tilefni er til og faglegar forsendur fyrir hendi.2'20 Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta er margþætt og einhverjir þættir hennar kunna að hafa fallið utan spurningalista þessarar rannsóknar. 272 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.