Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 59
H A G UMRÆÐA O G FRÉTTIR RÆÐING: A F LÆKNADÖGUM Óskar Reykdalsson heimilislæknir, framkvæmdastjóri lækninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Oskar@hsu.is Efniö byggist á samstarfsverkefni viö Ágúst Örn Sverrisson, lækni, Rúnar Marinó Ragnarsson, sjúkraþjálfara og Sigríði Erlu Óskarsdóttur deildarlækni. Þetta er birting fyrsta erindis af málþingi Sigurðar Böðvarssonar og fleiri á Læknadögum 2010: Þátttaka lækna í hagræðingu í heilbrigðisþjónustu. í næstu fimm tölublöðum verða birt hin erindin af málþinginu - eftir Michael Clausen, Elísabetu Benedikz, Þorbjörn Guðjónsson, Helga Sigurðsson og Engilbert Sigurðsson. Er hægt að breyta rannsóknarvenjum lækna? Læknar hafa í starfi sínu áhrif á heilsu sjúklinga og hafa starfsvenjur lækna áhrif á allan kostnað sem hlýst af rannsóknum og meðferð sjúklinganna.1 Á undanfömum árum hefur orðið veraleg aukning í fjölda rannsókna á mörgum rannsóknarstofum og oft er rætt meðal lækna að rannsóknir séu gerðar að lítt athuguðu máli með tilheyrandi kostnaði skattborgara og óþægindum fyrir sjúklinga. Á tímum fjárskorts og aðhalds í heilbrigðiskerfinu er því eðlilegt að leita leiða til hagræðingar á þessu sviði án þess þó að það bitni á gæðum þjónustu eða ógni öryggi sjúklinga. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (Hsu) er rekin rannsóknarstofa sem framkvæmir rann- sóknir í blóðmeinafræði, klínfskri lífefnafræði og sýklafræði. Heildarkostnaður Hsu vegna rann- sókna árið 2008 var 115 milljónir og er þar talið bæði aðkeyptar rannsóknir og rannsóknir unnar á rannsóknarstofunni sjálfri.2 Samkvæmt rannsóknum3- 4 getur gagnvirk upplýsingaveita (feedback) verið gagnleg til að koma fram breytingum í starfsvenjum lækna og hefur verið lýst3 sex grunnaðferðum til að fá lækna til að breyta starfsvenjum sínum: fræðsla, gagnvirk upplýsingaveita, virkjun læknanna sjálfra til að koma fram breytingum, tilskipanir stjórnenda, fjárhagslegur ávinningur og sektir. Þó að allar þessar aðferðir geti verið gagnlegar einar sér er mestan ávinning að hafa ef fleiri en ein aðferð er notuð samhliða.5 Tvær forsendur þurfi að vera til staðar til að gagnvirk upplýsingaveita sé árangursrík: Læknirinn þarf að gera sér grein fyrir að starfsvenjur hans mættu vera betri, en auk þess þarf að vera tryggt að hann geti breytt hegðun sinni og án mikilla tafa.5 Tilgáta rannsóknarinnar er að með því að fræða lækna Hsu um tilgang, tilefni, kostnað og eðli rannsókna sé hægt að spara fjármuni. Einnig verður athugað hvort með því að breyta pöntunareyðublaði fyrir blóðrannsóknir í sögukerfinu sé hægt að spara almannafé. Mikilvægt markmið rannsóknarinnar verður að reyna að auka gæði heilbrigðisþjónustu með því að fækka ónauðsynlegum rannsóknum. Aðferð Skipulagður var fræðsludagur í febrúar 2009 sem allir læknar stofnunarinnar áttu að sækja og voru fengnir sérfræðingar úr nokkrum sérgreinum til að fjalla um hvaða blóðrannsóknir ætti að panta við helstu sjúkdómunum innan þeirra sérgreina. Einnig var fundurinn notaður til að kynna læknum hversu mikið af rannsóknum þeir pöntuðu á ákveðnu tímabili miðað við aðra lækna stofnunarinnar. Tilgangur stjórnenda með fræðslunni var að auka skilvirkni þeirrar þjónustu sem veitt er innan stofnunarinnar með því að fækka ónauðsynlegum rannsóknum. Það töldu þeir sig geta gert með því að fræða læknana um gildi rannsókna og að benda þeim á aðstæður þar sem ákveðnar rannsóknir gætu verið óþarfar. Auk fræðslu var gagnvirkri upplýsingaveitu beitt þannig að læknarnir fengu tölulegar upplýsingar um þann fjölda blóðrannsókna sem þeir höfðu beðið um fyrir sjúklinga sína á ákveðnu tímabili. Læknarnir fengu óformleg tilmæli um að skoða þær upplýsingar með gagnrýnum hætti og bera saman við þær upplýsingar sem fram komu hjá sérfræðingunum um ábendingar fyrir blóðrannsóknum. Ennfremur var ákveðið að breyta útliti samhæfðs rafræns eyðublaðs sem fyllt er út þegar blóðrannsóknir eru pantaðar á HSu. Því var breytt þannig að rannsóknum sem hægt var að merkja við með því að krossa í einn reit á blaðinu var fækkað úr 96 í 20 talsins. Stuðst var við upplýsingar sérfræðinganna sem héldu fyrirlestrana þegar valið var hvaða 20 blóðrannsóknir yrðu áfram á eyðublaðinu. Nýtt pöntunarblað var unnið af læknaráði stofnunarinnar. Læknarnir geta eftir sem áður pantað allar þær rannsóknir sem þeir óska eftir, en til þess þurfa þeir að hafa dálítið meira fyrir því með því að opna glugga á eyðublaðinu og leita eftir þeirri rannsókn sem að óskað er eftir sérstaklega. Hið endurskoðaða eyðublað var tekið í notkun þremur mánuðum eftir fræðslufundinn. Óvissuþættir hafa ekki teljandi áhrif á niður- stöðuna að okkar mati, en þeir eru: • Læknarnir geta orðið fyrir áhrifum af aukinni þjóðfélags- umræðu um kostnað og nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir í heilbrigðiskerfinu vegna aðsteðjandi efnahagsvanda og dregið þar með meðvitað eða ómeðvitað úr rannsóknum. Einnig gæti dregið úr rannsóknum til að hlífa sjúklingum við kostnaði. • Með aukinni reynslu eru læknar líklegri til að rannsaka meira markvisst. Erfitt er að meta áhrif aukinnar reynslu lækna á þeim tíma sem rannsóknin fer fram á fjölda rannsókna. • Læknarnir vita ekki að verið er að framkvæma rannsóknina en þeir vita að fylgst er með hversu margar rannsóknir þeir panta og getur það haft sín áhrif. • Rannsóknarkerfi Hsu og Landspítala hefur verið sameinað og gerir læknum Hsu kleift að sjá hvaða rannsóknir hafa verið framkvæmdar á Landspítala og þannig er hugsanlega komið í veg fyrir tvíverknað við gerð rannsókna. LÆKNAblaðið 2010/96 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.