Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla I. Samanburður eftir búsetu á einkennum þeirra 15.025 íslenskra kvenna úr 28.000 kvenna handahófsúrtaki sem svöruðu spurningalistum. Höfuðborgarsvæði (n=9229) Utan höfuðborgarsvæðis (n=5796) p- gildi Svarhlutfall (%) 50,9 58,6 <0,001 Meðalaldur (spönn) 31,6 (18-46) 32,0 (18-46) Daglegar reykingar (%) 17,7 19,6 0,004 Meðalhæð, sm (spönn) 168,0 (120-196) 167,2 (138-198) Meðalþyngd, kg (spönn) 69,7 (40-184) 73,3 (37-180) Undirþyngd, BMI<18,5 (%) 2,8 1,9 <0,001 Kjörþyngd, BMI 18,5-24,9 (%) 60,6 48,1 <0,001 Ofþyngd, BMI 25-29,9 (%) 23,5 28,9 <0,001 Offita, BMk30 (%) 13,1 21,1 <0,001 Háskólamenntun (%) 37,3 21,4 <0,001 18-45 ára. Þessi hópur var slembiúrtak úr Þjóðskrá, lagskipt eftir aldri. í úrtakinu voru 452 konur sem reyndust ekki búsettar á íslandi er pósturinn var sendur eða töluðu ekki íslensku og áttu ekki að vera með í rannsókninni. Fjöldi kvenna sem hafnaði þátttöku var 422 og 12.075 konur svöruðu ekki. Fjöldi kvenna sem tók þátt var 15.051 og svarhlutfall því 54,6%. Konur sem svöruðu öllum breytum sem notaðar voru í þessari rannsókn voru aðeins færri, eða 15.025. Til að gæta persónuverndar fékk hver kona sérstakt þátttökunúmer sem var notað við alla tölfræðiúrvinnslu í stað kennitalna. Lykill milli kennitölu og þátttökunúmers var varðveittur hjá Krabbameinsskrá íslands. Konurnar voru beðnar um að gera annað tveggja; að fylla út spurningalistann sem fylgdi bréfinu eða að nýta sér þátttökunúmerið og sérstakan kóða til að komast inn á lokað vefsvæði þar sem hægt var að svara spurningunum og kusu um 40% kvennanna seinni kostinn. Konur sem ekki svöruðu í fyrstu tilraun fengu eitt bréf og eitt símtal til áminningar. Spurningalistar sem bárust bréflega voru tvíslegnir inn á tölvu til að forðast skráningarvillur. Holdafar var samkvæmt skilgreiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar miðað við flokkun líkamsþyngdarstuðla, BMI=þyngd/hæð2 Tafla II. Tengsl offitu við búsetu, menntun og reykingar hjá íslenskum konum. Afengisneysia og aldur eru einnig með í fjölbreytulíkaninu. Gagnlíkindahlutfall (OR) 95% öryggisbil Búseta utan höfuðborgarsvæðis borin saman við búsetu á höfðuborgarsvæðinu 1,66 1,50-1,83 Daglegar reykingar bornar saman við aðrar reykingarvenjur og reykleysi* 1,13 1,01-1,28 Önnur menntun borin saman við háskólamenntun 1,53 1,36-1,71 • Tengsl mllli offitu og reykinga voru ólík eftir busetu (P=0,067 fyrir vixlverkun (interaction) milli reykinga og búsetu). Þegar lagskipt var eftir búsetu var 0R=1,27 á höfuðborgarsvæðinu (95% öryggisbil 1,07-1,49) en OR=1,00 (95% öryggisbil 0,84-1,19) utan höfuðborgarsvæðisins. (kg/m2), eins og hér segir: Undirþyngd: BMI<18,5; kjörþyngd: BMI=18,5-24,9; ofþyngd: BMI=25,0- 29,9; offita: BMIa30. Fimm möguleikar voru á svörum við reykingaspurningum: Reyki dnglegci, Reyki að minnsta kosti vikulega, Reyki sjaldnar en vikulega, Er hætt að reykja og Hef nldrei reykt. Konur sem reyktu sjaldnar en vikulega (um 4% allra) voru flokkaðar með þeim sem aldrei höfðu reykt. Til að meta áhrif búsetu, menntunar og reykinga á líkur þess að kona flokkaðist með offitu var beitt lógistískri aðhvarfsgreiningu og reiknað gagnlíkindahlutfall (Odds Ratio, OR) og 95% öryggisbil, þar sem aldur og áfengisnotkun voru höfð í reiknilíkaninu ásamt búsetu, menntun og reykingavenjum. Notað var kí-kvaðratspróf til að bera saman hlutfall offitu eftir reykingum og menntun. Við samanburð milli hópa með ólíka aldursdreifingu voru tölur aldursstaðlaðar og rannsóknarhópur hafður sem staðalþýði. Útreikningar voru unnir í tölvuforritinu Stata/IC 10.0 for Windows. Niðurstöður Svarhlutfall var heldur hærra utan höfuð- borgarsvæðisins en innan þess (sjá töflu I), en 38,6% kvennanna sem svöruðu bjuggu utan höfuðborgarsvæðisins. Hlutfall kvenna á landsvísu sem flokkaðist með offitu (BMH30) var 16,2%. Fimmtíu og sex prósent kvennanna höfðu aldrei reykt (eða reyktu sjaldnar en vikulega) en 18,4% reyktu daglega. í hópnum höfðu 22,7% lokið grunnmenntun eingöngu og 31,3% háskólaprófi. í töflu I sést að daglegar reykingar voru 2% algengari utan höfuðborgarsvæðisins en innan og að talsvert hærra hlutfall kvenna utan höfuðborgarsvæðisins flokkaðist með ofþyngd eða offitu, eða 36,6% á höfuðborgarsvæðinu og 50,0% utan þess. Munurinn var sérstaklega mikill varðandi offitu, eða 13,1% á höfuðborgarsvæðinu og 21,1% utan þess. Aftur á móti var hlutfall kvenna í undirþyngd (BMI<18,5) hærra á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Hlutfall kvenna með háskólapróf var hærra á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Allur munur í ofanskráðum samanburði milli landshluta var tölfræðilega marktækur (p<0,05). Mynd 1 sýnir að bæði innan og utan höfuð- borgarsvæðis er hlutfall kvenna með offitu lægra meðal þeirra sem hafa háskólamenntun eða stúdentspróf borið saman við grunnskólamenntun eða iðnnám. Ennfremur að í öllum menntunar- flokkum er hlutfallið tölfræðilega marktækt hærra utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Á höfuðborgarsvæði voru 16% grunnskólamenntaðra kvenna og 10% háskólamenntaðra með offitu, borið saman við 25% grunnskólamenntaðra og 260 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.