Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Tafla I. Samanburður eftir búsetu á einkennum þeirra 15.025 íslenskra kvenna úr 28.000
kvenna handahófsúrtaki sem svöruðu spurningalistum.
Höfuðborgarsvæði (n=9229) Utan höfuðborgarsvæðis (n=5796) p- gildi
Svarhlutfall (%) 50,9 58,6 <0,001
Meðalaldur (spönn) 31,6 (18-46) 32,0 (18-46)
Daglegar reykingar (%) 17,7 19,6 0,004
Meðalhæð, sm (spönn) 168,0 (120-196) 167,2 (138-198)
Meðalþyngd, kg (spönn) 69,7 (40-184) 73,3 (37-180)
Undirþyngd, BMI<18,5 (%) 2,8 1,9 <0,001
Kjörþyngd, BMI 18,5-24,9 (%) 60,6 48,1 <0,001
Ofþyngd, BMI 25-29,9 (%) 23,5 28,9 <0,001
Offita, BMk30 (%) 13,1 21,1 <0,001
Háskólamenntun (%) 37,3 21,4 <0,001
18-45 ára. Þessi hópur var slembiúrtak úr
Þjóðskrá, lagskipt eftir aldri. í úrtakinu voru 452
konur sem reyndust ekki búsettar á íslandi er
pósturinn var sendur eða töluðu ekki íslensku
og áttu ekki að vera með í rannsókninni. Fjöldi
kvenna sem hafnaði þátttöku var 422 og 12.075
konur svöruðu ekki. Fjöldi kvenna sem tók þátt
var 15.051 og svarhlutfall því 54,6%. Konur sem
svöruðu öllum breytum sem notaðar voru í
þessari rannsókn voru aðeins færri, eða 15.025.
Til að gæta persónuverndar fékk hver kona
sérstakt þátttökunúmer sem var notað við alla
tölfræðiúrvinnslu í stað kennitalna. Lykill milli
kennitölu og þátttökunúmers var varðveittur
hjá Krabbameinsskrá íslands. Konurnar voru
beðnar um að gera annað tveggja; að fylla út
spurningalistann sem fylgdi bréfinu eða að
nýta sér þátttökunúmerið og sérstakan kóða til
að komast inn á lokað vefsvæði þar sem hægt
var að svara spurningunum og kusu um 40%
kvennanna seinni kostinn. Konur sem ekki
svöruðu í fyrstu tilraun fengu eitt bréf og eitt
símtal til áminningar. Spurningalistar sem bárust
bréflega voru tvíslegnir inn á tölvu til að forðast
skráningarvillur.
Holdafar var samkvæmt skilgreiningum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar miðað við
flokkun líkamsþyngdarstuðla, BMI=þyngd/hæð2
Tafla II. Tengsl offitu við búsetu, menntun og reykingar hjá íslenskum konum.
Afengisneysia og aldur eru einnig með í fjölbreytulíkaninu.
Gagnlíkindahlutfall (OR) 95% öryggisbil
Búseta utan höfuðborgarsvæðis borin saman við búsetu á höfðuborgarsvæðinu 1,66 1,50-1,83
Daglegar reykingar bornar saman við aðrar reykingarvenjur og reykleysi* 1,13 1,01-1,28
Önnur menntun borin saman við háskólamenntun 1,53 1,36-1,71
• Tengsl mllli offitu og reykinga voru ólík eftir busetu (P=0,067 fyrir vixlverkun (interaction) milli reykinga og
búsetu). Þegar lagskipt var eftir búsetu var 0R=1,27 á höfuðborgarsvæðinu (95% öryggisbil 1,07-1,49) en
OR=1,00 (95% öryggisbil 0,84-1,19) utan höfuðborgarsvæðisins.
(kg/m2), eins og hér segir: Undirþyngd: BMI<18,5;
kjörþyngd: BMI=18,5-24,9; ofþyngd: BMI=25,0-
29,9; offita: BMIa30. Fimm möguleikar voru á
svörum við reykingaspurningum: Reyki dnglegci,
Reyki að minnsta kosti vikulega, Reyki sjaldnar en
vikulega, Er hætt að reykja og Hef nldrei reykt. Konur
sem reyktu sjaldnar en vikulega (um 4% allra)
voru flokkaðar með þeim sem aldrei höfðu reykt.
Til að meta áhrif búsetu, menntunar og reykinga
á líkur þess að kona flokkaðist með offitu var
beitt lógistískri aðhvarfsgreiningu og reiknað
gagnlíkindahlutfall (Odds Ratio, OR) og 95%
öryggisbil, þar sem aldur og áfengisnotkun voru
höfð í reiknilíkaninu ásamt búsetu, menntun
og reykingavenjum. Notað var kí-kvaðratspróf
til að bera saman hlutfall offitu eftir reykingum
og menntun. Við samanburð milli hópa með
ólíka aldursdreifingu voru tölur aldursstaðlaðar
og rannsóknarhópur hafður sem staðalþýði.
Útreikningar voru unnir í tölvuforritinu Stata/IC
10.0 for Windows.
Niðurstöður
Svarhlutfall var heldur hærra utan höfuð-
borgarsvæðisins en innan þess (sjá töflu I),
en 38,6% kvennanna sem svöruðu bjuggu
utan höfuðborgarsvæðisins. Hlutfall kvenna á
landsvísu sem flokkaðist með offitu (BMH30) var
16,2%. Fimmtíu og sex prósent kvennanna höfðu
aldrei reykt (eða reyktu sjaldnar en vikulega) en
18,4% reyktu daglega. í hópnum höfðu 22,7% lokið
grunnmenntun eingöngu og 31,3% háskólaprófi. í
töflu I sést að daglegar reykingar voru 2% algengari
utan höfuðborgarsvæðisins en innan og að talsvert
hærra hlutfall kvenna utan höfuðborgarsvæðisins
flokkaðist með ofþyngd eða offitu, eða 36,6%
á höfuðborgarsvæðinu og 50,0% utan þess.
Munurinn var sérstaklega mikill varðandi offitu,
eða 13,1% á höfuðborgarsvæðinu og 21,1% utan
þess. Aftur á móti var hlutfall kvenna í undirþyngd
(BMI<18,5) hærra á höfuðborgarsvæðinu en utan
þess. Hlutfall kvenna með háskólapróf var hærra
á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Allur munur
í ofanskráðum samanburði milli landshluta var
tölfræðilega marktækur (p<0,05).
Mynd 1 sýnir að bæði innan og utan höfuð-
borgarsvæðis er hlutfall kvenna með offitu lægra
meðal þeirra sem hafa háskólamenntun eða
stúdentspróf borið saman við grunnskólamenntun
eða iðnnám. Ennfremur að í öllum menntunar-
flokkum er hlutfallið tölfræðilega marktækt hærra
utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Á
höfuðborgarsvæði voru 16% grunnskólamenntaðra
kvenna og 10% háskólamenntaðra með offitu,
borið saman við 25% grunnskólamenntaðra og
260 LÆKNAblaðið 2010/96