Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 54
Heilsa er ofboðslega verðmætt fyrirbæri segir Guðmundur Þorgeirsson, forseti læknadeildar HÍ „Oft vill það gleymast hversu mikil peningaleg verðmæti eru fólgin í góðri heilbrigðisþjónustu. Verðmætasköpun þar er gríðarleg þrátt fyrir að þjóðfélagsumræðan endurspegli ekki þá staðreynd til fulls. Þó held ég að allir íslendingar hafi áhuga á góðri heilbrigðisþjónustu enda heyri ég engan tala neikvætt um hana. Einstaka stjórnmálamaður kann að kvarta undan háum kostnaði, en enginn þeirra hefur þó viljað ganga fram fyrir skjöldu með fullyrðingar um að heilbrigðisþjónustan okkar sé ekki mikilvæg og ekki góð til síns brúks. Heilsa er ofboðslega verðmætt fyrirbæri," segir Guðmundur Þorgeirsson, prófessor í lyflæknisfræði, sérfræðingur í hjartalækningum og forseti læknadeildar. Jóhanna Ingvarsdóttir johanna@evropubruin.is „Læknar þurfa að fá tækifæri til að beita raunvísindaþekkingu samtímans á heilsufarsleg vandamál einstaklinga og samfélags. Þjónusta við sjúklinginn er og verður að sjálfsögðu mikilvægust. Hún verður á hinn bóginn ekki rækt af fyllstu ábyrgð nema læknirinn hafi djúpan skilning á líffræðilegum og félagslegum forsendum sjúkdómsferilsins. Þar kreppir nú helst skórinn í íslenskum veruleika því við búum bæði við vanburða tækjakost og veikburða rannsóknaaðstöðu og værum mjög aftarlega á merinni ef ekki nyti við styrktarsjóða, sem stutt hafa nauðsynleg tækjakaup með myndarbrag. Þarna liggur okkar helsti veikleiki, hvort sem litið er til læknadeildar HÍ eða Landspítala. Þetta setur strik í reikninginn í öllu vísindastarfi, hefur áhrif á það hvemig ungum íslenskum vísindamönnum vegnar og skapar hættu á atgervisflótta, sem vissulega er áhyggjuefni í því efnahagsástandi, sem nú ríkir á íslandi," segir Guðmundur Þorgeirsson, sem skipaður var deildarforseti læknadeildar Háskóla íslands síðastliðið sumar. Guðmundur telur að þær stjórnsýslulegu skipulagsbreytingar sem gerðar voru innan HI síðla árs 2008 séu af hinu góða og styrki stjómsýslu HÍ. Þrátt fyrir efasemdaraddir í upphafi hafa breytingarnar sýnt sig í styttri boðleiðum á mörgum sviðum, bættu skipulagi og skilvirkari stjórnsýslu án þess að koma niður á kjarnastarfi HÍ og kjarnastarfi deildar á borð við læknadeildina, sem býr að aldagamalli hefð, að sögn Guðmundar. Læknadeildin mun, líkt og HI, fagna 100 ára afmæli sínu á næsta ári þó saga formlegrar læknakennslu á íslandi nái allt aftur til ársins 1760 þegar Bjarni Pálsson var skipaður fyrsti landlæknirinn og tók strax læknanema í læri. Arið 1876 var Læknaskólinn síðan stofnaður og rann hann inn í Háskóla íslands við stofnun árið 1911. „Hvað viðkemur starfi deildarforseta læknadeildar eftir skipulagsbreytinguna get ég fullyrt að betra aðgengi sé að fjárhags- og rekstrarupplýsingum nú en áður. Mjög stutt er einnig í mannauðsstjóra heilbrigðisvísindasviðs, sem ég þarf að hafa mikil samskipti við, auk þess sem óhætt er að segja að ég eigi mér öflugan samherja í Sigurði Guðmundssyni, forseta heilbrigðisvísindasviðs. Við sjáum fyrir okkur aukið þverfaglegt samstarf og brýr á milli deilda og sviða innan HÍ, bæði í kennslu og rannsóknum, með samræmingu og hagræðingu í huga á tímum niðurskurðar. Eg tel að nýtt stjórnsýsluskipulag HI bjóði upp á aukna þverfaglega nálgun og stuðli að auknum rannsóknum með sameiginlegri rannsóknaaðstöðu, sem hefur að geyma dýr en nauðsynleg tæki. Smæð þjóðfélagsins sem og háskólasamfélagsins er okkar helsta akademíska vandamál því mjög fáir standa á bak við þann kostnað sem þarf að halda uppi svo að læknadeild og háskólasjúkrahús rísi undir nafni. Við höfum til dæmis alls ekki efni á því að hafa dýrt rannsóknatæki á borð við rafeindasmásjá víða, en gætum sameinast um að eignast eitt slíkt tæki sem svarar kalli tímans og mætt þannig brýrtni endurnýjunarþörf. Mörg fleiri slík dæmi mætti nefna." 286 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.