Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 49
UMRÆÐUR 0 G
SVÆFINGAR
F R É T T I R
í 15 0 Á R
„Þetta verkefni var aldrei hugsað í ágóðaskyni.
Tekjur mínar hef ég aðallega úr lífeyrissjóði lækna
og vegna þessara tveggja hlutastarfa sem ég er í.
Þau störf vinn ég heldur ekki mér til framfærslu
heldur frekar til að vera áfram virkur í faginu."
Með blýanti
Það er fleira en efni bókarinnar sem gerir hana
einstaka í sinni röð. „Þessa bók skrifaði ég með
blýanti/' segir Jón sposkur á svip og leiðin liggur
inn á skrifstofu hans þar sem enn má sjá gögn er
tengjast efni bókarinnar. Á miðju skrifborðinu
er þó venjuleg borðtölva, skjár og lyklaborð. Jón
tekur upp lítið armband með frönskum rennilás,
setur um vinstri hönd og stingur blýanti í op sem
ætlað er hnífapörum en hann er búinn að finna
út að duga fyrir blýantinn sem hann notar til að
pikka á lyklaborðið, staf fyrir staf. Strokleðrið
vísar niður, það er stamasti hluti blýantsins og
skrensar ekki nema stundum yfir á rangan takka.
„Hástafatakkinn, CAPS, er reyndar alltaf að
flækjast fyrir mér, hann er á afleitum stað," segir
Jón og þarf ekki fötlun til að hafa orðið fyrir því.
Á þennan hátt hefur hann með stakri þolinmæði
fært allan texta bókarinnar inn í tölvuna.
Hvers vegna arðu svæfingar fyrir valinu?
Jón brosir í kampinn þegar þessi spurning er
lögð fyrir hann. „Raunar hafði ég valið mér allt
aðra sérgrein, mig langaði að verða lungnalæknir,
það er að fara í lyflækningar með sérstakri
áherslu á lungnasjúkdóma. En eins og svo margt í
tilverunni var það fyrst og fremst tilviljun sem réði
því að ég fékk áhuga á svæfingalækningum.
Þegar ég var að ljúka læknanámi var haldinn
fundur í stofu 1 í Háskóla íslands þar sem
lausar stöður sem voru í boði á spítölunum fyrir
kandídatsárið voru kynntar. Þar var ýmislegt í
pottinum, meðal annars ein staða á Vífilsstöðum,
þar sem Hrafnkell Helgason lungnasérfræðingur
starfaði. Þetta var eins konar uppboð og við vorum
tveir sem réttum upp hönd og sýndum stöðunni á
Vífilsstöðum áhuga, Björn Magnússon og ég. Því
þurfti að draga um það hvor fengi hana og ég laut
í lægra haldi. Björn hélt áfram á þessari braut en
ég fór á ýmsar deildir og einhvern tíma á þeirri
leið fór ég að velta fyrir mér svæfingalækningum.
Ég var hálft ár á barnadeildinni en um það leyti
kynnist ég svæfingadeildinni og þá var ég ekki
búinn að ákveða að leggja svæfingarnar fyrir mig.
En þegar ég fór að vinna á svæfingadeildinni held
ég að ég hafi verið búinn að gera upp hug minn.
Þetta var hæfilega lítil deild og ýmsir sem þar hafa
ætlað að vinna tímabundið hafa síðan ákveðið
að leggja svæfingar fyrir sig. Ég var hins vegar
ákveðinn þegar ég byrjaði þar og hef aldrei séð
eftir því. Ég er ánægður með að hafa valið þessa
sérgrein og finnst ég hafa skilað góðu dagsverki.
En stundum var gríðarlegt álag á mér og núna
þegar ég er sestur í helgan stein finnst mér að ég
hafi stundum látið streituna ná tökum á mér og
hafi verið fullharður og ósanngjarn stundum og
jafnvel hreytt ónotum í fólk í þessu streitufulla
andrúmslofti. Maður verður ekki meiri maður á
því. Hitt getur líka gerst að maður verði að kyngja
einhverju til þess að halda friðinn.
Það eru gerðar miklar kröfur til afkasta á
skurðstofum og okkur pískað áfram og til að
halda gæðum og öryggi þarf stundum að finna
gullinn meðalveg til þess að láta ekki streituna
koma niður á því sem maður er að gera."
Svæfingarútbúnaður á
Landakoti. Systir Benedicta
gaf Hjúkrunarfélagi íslands
þessa muni árið 1972.
Mynd Margrét jóhanns-
dóttir
Norrænt samstarf
Það var ekki einskær tilviljun að Jón lenti í
ritnefndinni örlagaríku því meðal trúnaðarstarfa
sem honum hafa verið falin voru stjórnarseta
í félagi norrænna svæfingalækna. „Norræna
samstarfið var mjög gefandi og ég var í stjórn
félags norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna
í um það bil áratug. Ég átti ágæta vini frá
námsárunum í Svíþjóð og hef tvisvar farið og
unnið um hríð í Noregi og eignast þar vini.
Norrænu svæfingalæknarnir gefa út blað sem
kemur út á ensku. Það er með ráðum gert því
norrænir læknar eru útverðir þekkingar í faginu í
norðri og vilja gjarnan hafa áhrif á þróun þess og
mynda þannig mótvægi við ameríska hefð annars
vegar og miðevrópska og breska hefð hins vegar,
en þessi tvö svæði hafa haft einna mest áhrif á
mótun svæfingalækninga."
Og nú hefur lítil, norræn þúfa velt þungu hlassi
og afraksturinn má lesa í bók Jóns, sem vonandi
ratar í hendur sem flestra.
LÆKNAblaðið 2010/96 281