Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 45
Þórarinn Guðnason hjartalæknir thg@simnet.is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Kristján G. Guðmundsson Ragnar Victor Gunnarsson Sigurður Böðvarsson Valentínus Þór Valdimarsson Valgerður Rúnarsdóttir í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. ________UMRÆÐA O G FRÉTTIR Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Þjóðfundur lækna Að frumkvæði Læknafélags íslands og Lækna- félags Reykjavíkur var haldinn þjóðfundur lækna í sölum læknafélaganna að Hlíðasmára miðvikudagskvöldið 10. mars. Læknafélögin fengu aðstoð frá aðstandendum þjóðfundarins sem haldinn var í Laugardalshöll síðastliðið haust við að skipuleggja fundinn, stýra honum og vinna úr gögnum hans. Ef ég færi aðeins í stílinn má segja að ætlunin hafi verið að fjalla um hvernig læknar, heilbrigðisgeirinn og ísland geti risið úr öskustónni. Ef til vill er þó réttara að segja að verkefnið hafi snúist um að koma með tillögur að því hvernig við getum þróað samfélag lækna, heilbrigðiskerfi þjóðarinnar og þjóðfélagið í rétta átt á tímum spamaðar og erfiðleika. Um 100 læknar mættu á fundinn og veltu þessum spurningum fyrir sér og leituðu lausna. Þarna var góður þverskurður lækna sem annaðhvort voru valdir með slembiúrtaki eða höfðu lýst sérstökum áhuga á þátttöku. Svipaðar aðferðir voru notaðar og á þjóðfundinum síðasta haust. Unnið var í um 10 manna hópum eða borðum og um miðbik fundarins var skipt um borð svo ekki var setið með sömu kollegum allan tímann. Leiðbeinandi eða „lóðs" sat við hvert borð og studdi við hópinn gegnum aðferðafræðina og önnur praktísk atriði. Niðurstöður fundarins verða kynntar ítarlega á öðrum vettvangi, en mig langar hér að gefa þeim sem ekki höfðu tök á að sitja fundinn smá innsýn í jákvæða upplifun mína af fundarsetunni og hvað hann skildi eftir. Fundurinn fór vel af stað. Menn veltu fyrst fyrir sér gildum eða stefnumiðum sem hafa ætti til grundvallar vinnunni. Svo var unnið út frá þessum gildum og markmið sett fram. Svo var tekið kvöldverðarhlé og gómsæt fiskisúpa sötruð meðan menn héldu áfram skrafi á göngunum. Síðan var hópunum skipt upp á nýtt og nýir hópar fengu úthlutað ákveðnu sviði og því verkefni að koma með hugmyndir að aðgerðum til að ná markmiðum á því sviði. Að lokum var þessum aðgerðum forgangsraðað eftir því hvort þær hefðu stórar framfarir í för með sér og hversu auðveldar þær væru í framkvæmd. Svo kynnti hver hópur þau 2-3 verkefni sem hóparnir höfðu orðið sammála um að setja bæri í forgang út frá þessum forsendum. í heildina var þetta afar ánægjuleg kvöldstund með kollegum þar sem tækifæri gafst til að kryfja bæði fagleg málefni, félagsmálin, samskipti lækna, þjóðmálin, heilbrigðismál og margt annað. Ef til vill verður stærsti ávinningur fundarins sá að hafa hitta aðra lækna en maður hittir daglega og undir öðrum kringumstæðum. Einfaldlega að kynnast kollegunum betur sem einstaklingum með hugmyndir og skoðanir sem gaman var að ræða og kasta á milli sín. Það var lífleg umræða og stundum voru menn sammála, en það var líka skipst hressilega á skoðunum og þær fóru sem betur fer ekki alltaf saman. Nokkur atriði stóðu upp úr að mínu mati þetta kvöld. Gildi eins og fagmennska, jafnræði, heiðarleiki, mannúð, réttlæti og virðing voru ofarlega í huga eftir umræðurnar á þessum þjóðfundi lækna. Læknar vinna með þessi gildi í daglegum störfum og kristallast þau til dæmis í tveimur meginreglum lækninganna sem einnig voru rædd á fundinum; því að setja sjúklinginn í forgang og að valda ekki skaða með störfum sínum. Þessi gildi og fleiri viðlíka þurfa áfram að vera leiðarljós í störfum okkar og samskiptum, bæði við sjúklinga, yfirvöld, ýmsa samstarfsaðila og síðast en ekki síst okkar lækna á milli. Þá má benda á að þau hefðu ef til vill þurft að vera rúmfrekari í viðskiptalífinu, þjóðfélagsumræðunni, í stjórn- málunum og hjá yfirvöldum hérlendis á nýliðnum árum. Þegar litið var til hugmynda fundarins um aðgerðir sem hrinda mætti í framkvæmd var mörgum hugleikin ein samþætt rafræn sjúkraskrá fyrir landið og að auka samskipti stjórnenda, stjórnmálamanna og lækna við framþróun heilbrigðiskerfisins á erfiðum tímum. Þá var hvatt til frekari þátttöku lækna í stjórnun og ekki síður í stjórnmálum. Margar aðrar góðar hugmyndir komu fram sem ekki er pláss til að rekja hér. Þjóðfundur lækna skapar vonandi samhljóm meðal lækna og myndar grunn sem gerir bæði einstökum læknum sem og samtökum þeirra styrk í því verkefni sem við þurfum öll að taka þátt í á næstu misserum - endurreisn íslands. LÆKNAblaðið 2010/96 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.