Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 13
Niðurstöður
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Samkvæmt Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags
íslands greindust á rannsóknartímabilinu alls
1047 einstaklingar með lungnakrabbamein önnur
en smáfrumukrabbamein (ÖES). I töflu I má
sjá hlutfall þeirra sjúklinga sem gengust undir
lungnablaðnám af öllum greindum tilfellum á
hverju ári. Árlegur fjöldi aðgerða var á bilinu
16-29 og jókst fjöldi aðgerða marktækt eftir því
sem leið á rannsóknartímabilið (p=0,038). Aukinn
fjöldi aðgerða sem hlutfall greindra tilfella var þó
ekki marktækur (p=0,065).
Alls greindust 85 sjúklingar (40%) fyrir tilviljun
(mynd 1), oftast vegna myndrannsókna sem
gerðar voru vegna annarra sjúkdóma eða slysa.
Tilhneiging til aukningar í tilviljanagreiningu sást
á síðari hluta rannsóknartímabilsins en munurinn
var ekki marktækur (p=0,098). Stærstur hluti
(60%) sjúklinga greindist vegna einkenna og eru
þau helstu sundurliðuð í töflu II.
Alls gengust 29 (13,6%) sjúklingar undir
miðmætisspeglun fyrir aðgerðina, þar af 18
(8,5%) í sömu aðgerð. Aðgerðartími (skin-to-skin)
var að meðaltali 128 mínútur (bil 45-360) og var
blæðing í aðgerð að meðaltali 580 ml (bil 100-
4000 ml). Alls blæddi meira en 1000 ml í aðgerð
hjá 23 sjúklingum, oftast vegna blæðingar frá
lungnaslagæð eða lungnabláæð.
Alls voru 132 sjúklingar (62%) með kirtil-
myndandi krabbamein, 62 (29,1%) með
flöguþekjukrabbamein og 9 (4,2%) með stór-
frumukrabbamein. Tíu sjúklingar (4,7%) reyndust
með aðrar gerðir lungnakrabbameins (ÖES), þar
af voru átta (3,7%) með kirtilmyndandi flögu-
þekjukrabbamein (adenosquamous carcinoma),
einn (0,5%) með blöðrukirtilmyndandi krabba-
mein (adenoid cystic carcinoma) og annar (0,5%)
með óþroskað krabbamein af þekjuuppruna
(undifferentiated carcinoma). Tveir sjúklingar voru
fyrir aðgerð greindir með flöguþekjukrabbamein
við berkjuspeglun en reyndust við smásjárskoðun
á sýni úr aðgerð vera með setkrabbamein
(carcinoma in situ, stig 0).
Algengast var að æxlin væru meðalvel þroskuð
(41,3%), þar næst illa þroskuð (33,8%) og 18,8%
voru vel þroskuð. Tíu (4,7%) æxli voru óþroskuð
(anaplastic). Gráðun var ekki greinanleg í þremur
(1,4%) tilvikum, meðal annars hjá sjúklingi með
Pancoast-æxli sem fór í geislameðferð fyrir aðgerð.
Meðalstærð æxlanna var 3,7 cm ± 2,1 en
minnsta æxlið var 0,2 cm og það stærsta 19 cm.
Æxlisvöxtur sást í skurðbrún 14 sjúklinga við
vefjaskoðun og fengu átta þeirra geisla- og/eða
lyfjameðferð í kjölfarið. Hinir sex fengu enga
viðbótarmeðferð og létust tveir þeirra stuttu eftir
aðgerðina. Annar þeirra var með setkrabbamein
Tafla I. Hlutfall sjúklinga sem gengust undir lungnablaðnám af öllum sem greindust með
lungnakrabbamein (smáfrumukrabbamein undanskilin) á íslandi 1999-2008.
Ár Fjöldi greindra lungnakrabbameina annarra en smáfrumukrabbameina Fjöldi aðgerða Hlutfall (%)
1999 116 16 13,8
2000 124 20 16,1
2001 108 19 17,6
2002 96 16 16,7
2003 126 21 16,7
2004 119 29 24,4
2005 117 20 17,1
2006 120 24 20,0
2007 121 24 19,8
2008 ** 24 **
* lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein ** upplýsingar vantar
Tafla II. Einkenni 128 sjúklinga (tilviljanagreindum sleppt) sem gengust undir lungnablaðnám á Islandi 1999-2008. Sjúklingar geta haft fleiri en eitt einkenni samtímis. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og prósentur ísviga.
Einkenni n (%)
Hósti 78 (60,9)
Hósti með uppgang 40 (30,3)
Brjóstverkur 41 (32,0)
Blóðhósti 14(10,9)
Mæði 50(39,1)
Þyngdartap 32 (25,0)
Hiti 18(14,1)
Lungnabólga 30 (23,4)
af þekjufrumuuppruna (squamous carcinoma in
situ) og var því ekki talinn þurfa viðbótarmeðferð
en hinn sjúklingurinn lést ári eftir aðgerð.
Flestir sjúklinganna (59,6%) greindust á stigi
I, en 17,8% á II, og 7% á stigi IIIA. Stigun hélst
tiltölulega óbreytt á milli ára. Þrettán sjúklingar
greindust á stigi IIIB. Flestir þeirra voru með tvö
eða fleiri æxli í sama lungnablaði. Ellefu sjúklingar
voru á stigi IV, þar af voru þrír greindir með
stakt heilameinvarp áður en þeir gengust undir
blaðnám. Þrír sjúklingar greindust með meinvarp
í aðgerð og fimm sjúklingar innan þriggja mánaða
frá aðgerð, flestir með meinvörp í heila.
Miðgildi legutíma eftir aðgerð var 10 dagar,
eða allt frá tveimur og upp í 106 daga. Alls lágu 30
sjúklingar (14,5%) á gjörgæslu eftir aðgerð, þar af
20 þeirra í tæpan sólarhring, oftast til eftirlits vegna
hjarta-, lungna- eða nýrnasjúkdóma. Ellefu (5,2%)
sjúklingar lágu lengur en sólarhring á gjörgæslu,
en sá sem lá þar lengst var í 75 daga. Átta (3,8%)
sjúklingar voru ekki vaktir á skurðstofu og voru
fluttir á gjörgæslu í öndunarvél, þar sem þeir voru
frá einum og upp í 74 daga í öndunarvél.
LÆKNAblaðið 2010/96 245