Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Notkun óhefðbundinnar
heilbrigðisþjónustu á Islandi
Björg
Helgadóttir
félagsfræðingur
Rúnar
Vilhjálmsson
félagsfræðingur
Þóra Jenný
Gunnars-
dóttir
hjúkrunarfræðingur
Lykilorð: óhefðbundin meðferð,
samfélagshópur, heilsufar,
læknisheimsókn.
öll starfandi við
hjúkrunarfræðideild HÍ
Fyrirspurnir og
bréfaskipti:
Rúnar Vilhjálmsson,
Háskóla íslands, Eirbergi,
Eiríksgötu 34,101
Reykjavík.
runarv@hi.is
Ágrip
Tilgangur: Almenningur á Vesturlöndum virðist
nota óhefðbundnar meðferðir í vaxandi mæli
við veikindum og til að efla heilsu. Svo virðist
sem grunnhugmyndir þessara meðferða hafi
umtalsverðan hljómgrunn. Lítið er vitað um
notkunina hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar
var að kanna í hvaða mæli íslendingar leita til
óhefðbundinna meðferðaraðila og hvaða þættir
kunni helst að skýra hjálparleitina.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á
landskönnuninni Heilbrigði og aðstæður Islend-
inga I, sem fram fór haustið 2006. Spurningalistar
voru póstsendir til þjóðskrárúrtaks Islendinga
á aldrinum 18-75 ára. 1532 manns svöruðu
könnuninni og heimtur voru 60%.
Niðurstöður: Alls höfðu tæp 32% svarenda nýtt
sér þjónustu óhefðbundins aðila síðastliðna
12 mánuði sem telja má um 6% aukningu frá
árinu 1998. Konur og tekjuhærra fólk notaði
óhefðbundna heilbrigðisþjónustu frekar en aðrir.
Líkamleg og sálræn vanlíðan tengdist einnig
notkuninni. Þeir sem höfðu neikvæða eða
jákvæða afstöðu til læknisþjónustu notuðu frekar
óhefðbundna þjónustu en þeir sem voru hlutlausir
í afstöðu sirrni. Þeir sem fóru endurtekið til læknis
notuðu frekar óhefðbundna þjónustu en þeir sem
fóru sjaldnar eða ekki til læknis.
Ályktun: íslendingar nota þjónustu óhefðbund-
inna meðferðaraðila í umtalsverðum og vaxandi
mæli. Svo virðist sem ákveðinn hópur landsmanna
telji sig ekki fá fullnægjandi þjónustu í hinu
almenna heilbrigðiskerfi. Flestir virðast nota
óhefðbundna þjónustu sem viðbót við hefðbundna
heilbrigðisþjónustu.
Inngangur
Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta er samsafn
ólíkra lækninga- og meðferðakerfa, starfsemi og
varnings, er miðar að því að bæta heilsu fólks
en er ekki hluti hefðbundinna læknavísinda.
Meðferðirnar njóta ekki almennrar viðurkenningar
innan læknastéttarinnar, eru sjaldnast kenndar
í læknaskólum og því lítt iðkaðar af læknum.1,2
Hérlendis hefur óhefðbundin heilbrigðisþjónusta
sem veitt er utan hefðbundins heilbrigðiskerfis
verið nefnd „heilsutengd þjónusta græðara".3
Óhefðbundnar meðferðir byggja á nokkrum
grunnhugmyndum. Fyrst er að nefna heildræna
hugsun um einstaklinginn, heilbrigði hans og
veikindi. Þá er lögð áhersla á innbyrðis tengsl
hugar, líkama og anda. Byggt er á þeirri pósitífu
hugmynd að heilsa sé ekki einungis skortur á
sjúkdómi. Ávallt sé hægt að verða heilbrigðari
og því sé heilsa í raun óendanlegt markmið. Þá
skiptir orkuflæði miklu máli í mörgum þessara
aðferða og er talið tengja saman mismunandi
hluta líkamans. Loks er ekki sama hvernig heilsu
er náð og haldið. Mikil áhersla er lögð á að
einstaklingurinn axli ábyrgð á heilsu sinni og sé
veitt hjálp og aðstoð til þess.4
Notkun á óhefðbundnum meðferðum hefur
aukist á undanförnum áratugum í vestrænum
löndum. Svo virðist sem grunnhugmyndir þessara
meðferða höfði til breiðs hóps, enda skýrist sókn í
þessar meðferðir af áhuga almennnings fremur
en heilbrigðisstétta.4 Bandarísk rannsókn leiddi
í ljós að notkun á óhefðbundnum meðferðum
hefði aukist úr tæplega 34% í rúmlega 42% á sjö
árum.2 Áströlsk rannsókn sýndi að 44% svarenda
höfðu farið til óhefðbundins þjónustuaðila á
12 mánuðum.5 Þá sýnir dönsk rannsókn að
fimmtungur Dana hafði notað óhefðbundnar
meðferðir6 og norsk rannsókn sýndi að 37%
Norðmanna höfðu notað slíkar meðferðir á 12
mánuðum/
Erlendar rannsóknir benda til að sókn í
óhefðbundnar meðferðir sé töluvert mismunandi
eftir hópum. Mestur virðist áhuginn vera meðal
kvenna,5-8 fólks á miðjum aldri,2-8 fólks í fullu
starfi,9 fólks með meiri menntun2- 8-9og tekjur,2og
meðal þeirra sem glíma við langvinna sjúkdóma,8-
9 líkamlega fötlun,10krabbamein,n gigt og verki,9-10-
12 og kvíða og þunglyndi.12
Viðhorf til hefðbundinna og óhefðbundinna
meðferða og fyrri notkun á hefðbundinni
heilbrigðisþjónustu geta haft áhrif á hvort
óhefðbundin þjónusta er notuð. Svo virðist sem
notkun óhefðbundinnar þjónustu feli almennt
ekki í sér höfnun á þeirri hefðbundnu, því oftast
LÆKNAblaðið 2010/96 267