Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
upplifðu álag sitt (fí = 0,098; p<0,001).
Þá sýnir tafla II að eftir því sem læknis-
heimsóknum fjölgaði hækkaði hlutfall þeirra sem
höfðu nýtt sér óhefðbundna þjónustu. Hæst var
hlutfallið hjá þeim sem höfðu farið í fjórar eða
fleiri læknisheimsóknir síðastliðna 12 mánuði
(46,2%), en hlutfallið var lægst hjá þeim sem
ekki höfðu farið til læknis, eða 20,7% (V = 0,208;
p<0,01).
Þegar afstaða fólks til þjónustunotkunar var
skoðuð kom í ljós að hátt hlutfall þeirra
sem voru mótfallnir notkun hefðbundinnar
læknisþjónustu nýttu sér óhefðbundna þjónustu,
eða rúm 71%. Rétt er þó að athuga að þessi
tala byggir á fáum einstaklingum. Næsthæsta
hlutfall notenda óhefðbundinnar þjónustu var
að finna í flokki þeirra sem voru fylgjandi
hefðbundinni læknisþjónustu (tæp 33%). Þeir sem
voru hvorki með né á móti notkun hefðbundinnar
læknisþjónustu nýttu sér síst óhefðbundna
þjónustu (V = 0,079; p<0,05).
Svipað mynstur kom fram þegar afstaða
til notkunar geðlæknisþjónustu var athuguð.
Þar var hlutfall notkunar á óhefðbundirtni
þjónustu hæst meðal þeirra sem voru mótfallnir
geðlæknisþjónustu (40,9%) og næsthæst meðal
þeirra sem voru fylgjandi geðlæknisþjónustu
(33,9%) (V = 0,106; p<0,001). Þá kemur líklega ekki
á óvart að þeir sem voru fylgjandi óhefðbundinni
heilbrigðisþjónustu voru mun líklegri til að nota
hana (40,2%) en aðrir (V=0,230; p 0,001).
Breytur tengdar trúarlífi tengdust ekki notkun
á óhefðbundinni þjónustu, né heldur langvinnir
erfiðleikar, eða fjöldi heimsókna til geðlæknis.
Tafla III sýnir niðurstöður úr marghliða
lógaritmalínulegri aðhvarfsgreiningu þar sem
marktækar breytur voru valdar með þrepavali
(stepwise selection). Samkvæmt töflunni voru
konur 2,3 sinnum líklegri til að nýta sér
óhefðbundna heilbrigðisþjónustu en karlar. Þeir
sem höfðu hærri tekjur notuðu þjónustuna
frekar en þeir sem lægri tekjur höfðu, Þó var
sambandið ekki allskostar línulegt því líkur á
notkun óhefðbundinnar þjónustu voru minnstar í
næstlægsta tekjuhópnum. Meiri líkamleg vanlíðan
og reiði tengdust einnig auknum líkum á að leita
til óhefðbundins aðila.
Þeir sem voru mótfallnir notkun læknisþjónustu
voru 8,5 sinnum líklegri til að nota þjónustu
óhefðbundinna aðila en þeir sem voru hlutlausir
gagnvart læknisþjónustunni (hópur mótfallinna
var þó fámennur). Þeir sem voru fylgjandi notkun
á óhefðbundinni heilbrigðisþjónustu voru 3,2
sinnum líklegri til að nýta sér slíka þjónustu
heldur en þeir sem voru hlutlausir í afstöðu sinni.
Loks sýnir tafla III að þeir sem fóru oftar til læknis
Tafla III. Niðurstöður lógaritmalínulegrar aðhvarfsgreiningar á þáttum tengdum notkun
óhefðbundinna þjónustuaðila (n-1110).
Breytur B Staðalvilla OR (Exp B)
Kynferði (1 =kona) 0,826*" 0,154 2,284
Tekjur (á ári)
1,7-3,4 milljónir -0,160 0,178 0,852
3,5-5,4 milljónir -0,028 0,197 0,973
5,5 milljónir eða meir 0,440 0,237 1,553
Líkamleg vanlíðan (stigakvarði) 0,042" 0,014 1,043
Reiði (stigakvarði) 0,072* 0,029 1,075
Afstaða til notkunar læknisþjónustu
Fylgjandi -0,341 0,252 0,711
Mótfallin/n 2,142 1,192 8,519
Afstaða til notkunar óhefðbundinnar
heilbrigðisþjónustu
Fylgjandi 1,171"* 0,187 3,226
Mótfallin/n -0,047 0,386 0,954
Fjöldi læknisheimsókna 0,074*** 0,022 1,077
Fasti -2,297*" 0,297 0,101
-2 Log Likelihood 1229,58
Frígráður 1098
• p<0,05; ” p<0,01; *" p<0,001 (tvíhliða próf)
voru líklegri til að leita einnig til óhefðbundins
aðila.
Umræður
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær
að notkun íslendinga á óhefðbundinni heil-
brigðisþjónustu hefur aukist um nálega 6% á
átta árum. Nuddarar og sjúkranuddarar eru þeir
óhefðbundnu þjónustuaðilar sem íslendingar leita
mest til.
Meiri notkun kvenna en karla á óhefðbundinni
heilbrigðisþjónustu er í samræmi við fyrri
rannsóknir erlendis og innanlands.2- 14- 15 Þessi
niðurstaða kemur ekki á óvart því konur nýta
sér almennt heilbrigðisþjónustu meira en karlar.
Skýringar á þessu kunna að liggja í því að konur
hafi almennt meiri þörf fyrir heilbrigðisþjónustu
en karlar, en einnig er hugsanlegt að áherslur
margra óhefðbundinna meðferða (til dæmis
áherslan á heildræna nálgun) höfði frekar til
kvenna en karla.
Þótt erlendar rannsóknir leiði í ljós mun á
notkun óhefðbundinnar þjónustu eftir aldri leiða
hvorki fyrri né núverandi innlend rartnsókn í ljós
slíkan mun.15 Tengsl hærra menntunarstigs og
notkunar óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu eru
hins vegar í samræmi við erlendar og innlendar
rannsóknir,2- 15 en menntunarmunurinn var þó
ekki marktækur þegar tekið var tillit til tekna í
marghliða aðhvarfsgreiningu. Fólk með hærri
LÆKNAblaðíð 2010/96 271