Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 51
UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Sigurður Guðmundsson í anddyri Læknagarðs, sem einu sinni var kallaður Tanngarður, þar sem skrifstofa hans er. í baksýn er Landspítalalóðin og minnir sumpart á litríkan tanngarð meðfullt afkaríus og baktus og samsafiti afgömlu og nýju. Fimm ný svið Miklar skipulagsbreytingar voru gerðar á stjóm- skipulagi Háskóla Islands á góðæristíma um mitt ár 2008 þegar búin voru til fimm stjómsýslu- svið með samtals 25 deildum í þeim tilgangi að einfalda stjómskipulag og stytta boðleiðir. Sviðin fimm eru félagsvísindasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindasvið, menntavísindasvið og verk- og náttúruvísindasvið. Yfir hverju sviði eru forsetar og sérstakir rekstrarstjórar, fjármálastjórar og starfsmannastjórar. Áður störfuðu ellefu deildir innan skólans sem heyrðu beint undir rektor og miðlæga stjórnsýslu. Undir heilbrigðisvísindasviðið, sem Sigurður kom að 1. nóvember 2008, heyra nú sex deildir: læknadeild, hjúkrunarfræðideild, lyfja- fræðideild, tannlækningadeild, sálfræðideild og matvæla- og næringarfræðideild. Nokkrar námsbrautir heyra svo undir einstakar deildir. Þannig heyrir sjúkraþjálfun, geislafræði og lífeindafræði undir læknadeild. Ljósmóðurfræði heyrir undir hjúkrunarfræðideild og tannsmíði undir tannlæknadeild. Loks er lýðheilsufræði tiltölulega ný þverfagleg grein, sem býður upp á meistara- og doktorsnám í lýðheilsu og tengist öllum sex deildunum á heilbrigðisvísindasviði. Lýðheilsufræðinám nýtur mikilla vinsælda því af um 100 nemum, sem nú stunda doktorsnám á heilbrigðisvísindasviði, tengjast um 20% lýðheilsufræðum. Því er ljóst að mikil rann- sóknarvirkni er í lýðheilsufræðum í nýju fagi í fámennu landi, en Miðstöð í lýðheilsufræðum var stofnuð hér á landi fyrir þremur árum og er í fóstri hjá læknadeild. Sem dæmi um frekari sóknarfæri á vettvangi lýðheilsu má nefna umræðu um og öflun þekkingar á alþjóðaheilsu þar sem Háskóli íslands getur látið til sín taka, að sögn Sigurðar. Tæp 20 ár eru liðin síðan Háskóli íslands hóf að skipuleggja doktorsnám og undanfarin tíu ár hefur verið stígandi fjölgun í doktorsnámi á heilbrigðissviði, að sögn Sigurðar, sem útskrifaði átta doktora í fyrra og það stefnir í útskrift fleiri í ár. Eins og málum er nú háttað sækir fólk sem tengist læknadeild, lyfjafræðideild og tannlækningadeild um að fá að innritast í doktorsnám til rannsóknanámsnefndar. Sett er upp námsnefnd eða umsýslunefnd í kringum hvert doktorsverkefni og doktorsnemanum fylgt eftir í gegnum sinn feril allt til loka námsins. Doktorsnám á vegum hinna deildanna LÆKNAblaðið 2010/96 283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.