Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINA RANNSÓKNI í öllum menntunarflokkum er hlutfall kvenna með offitu hærra á landsbyggðinni borið saman við höfuðborgarsvæðið, jafnvel þótt tengsl menntunar og offitu séu þau sömu á báðum svæðunum. Munur á sambandi reykinga og offitu á landsbyggð og höfuðborg styður enn frekar að um félagsleg eða umhverfisleg áhrif sé að ræða fremur en líffræðileg. Mikil offita styttir líf kvenna20 og bæði ofþyngd og offita eru áhættuþættir sjúkdóma, meðal annars sykursýki af tegund tvö, hjartasjúkdóma, stoðkerfissjúkdóma og sumra krabbameina.21 Hins vegar auka daglegar reykingar áhættuna enn meira hvað varðar hjartasjúkdóma, krabbamein og lungnasjúkdóma.22'23 Þegar báðir áhættuþættirnir eru til staðar getur reynst enn erfiðara en ella fyrir fólk að sigrast á hvoru fyrir sig, offitu og reykingum, og meiri líkur eru á að fólk festist í vítahring öndunarerfiðleika, minnkaðrar hreyfigetu, kyrrsetu og offitu. Helstu veikleikar þessarar rannsóknar voru fremur lágt svarhlutfall, eða 54,6% heildarsvörun, og eins það að konur svöruðu sjálfar spumingum um hæð sína og þyngd. Það er vel þekkt að konur vanmeta gjaman þyngd sína við slíkar aðstæður, ekki síst þær sem telja sig vera of þungar.24 Það er því sennilegt að hlutfall of þungra og of feitra kvenna sé vanáætlað í þessari rannsókn. í Handbók Hjartaverndar eru birtar niðurstöður yfir hlutfall karla og kvenna með offitu á árunum 2005-2007, þar sem fólk var vegið og mælt.4 Samkvæmt þeim niðurstöðum voru 20% 30-39 ára kvenna með offitu, borið saman við 17,5% kvenna 33-39 ára í núverandi rannsókn sem styður þá fullyrðingu að hluti kvenna í okkar rannsókn hafi vanmetið þyngd sína. Gögn Hjartaverndar ná hins vegar aðeins til höfuðborgarsvæðisins og samkvæmtniðurstöðum okkar em konur utan höfuðborgarsvæðis 66% líklegri til að flokkast með offitu þegar leiðrétt hefur verið fyrir menntun, reykingum, aldri og áfengisneyslu. Algengi offitu meðal íslenskra kvenna af landinu öllu er því væntanlega enn hærra en fram hefur komið, hvort heldur er í rannsóknum Hjartaverndar eða núverandi rannsókn. Lágt svarhlutfall getur einrdg hafa skekkt niðurstöður því vel má vera að heilsutengdir lífshættir kvenna sem svöruðu séu aðrir en hinna sem ekki svöruðu. Til að kanna hvort rannsóknarhópurinn virtist vera frambærilegur fulltrúi íslenskra kvenna hvað varðar heilsutengda hegðun voru reykingarvenjur hópsins bornar saman við niðurstöður Tóbaksvarnarráðs og Lýðheilsustöðvar. í könnun á umfangi reykinga frá árinu 2007 kemur fram að 19,1% kvenna á aldrinum 20-29 ára og 17,9 % þeirra sem eru á aldrinum 30-39 ára reykja daglega.25 í núverandi rannsókn var tíðni reykinga 18,5% í heildina, sem er svipuð tíðni og kom fram í niðurstöðum Tóbaksvarnaráðs og Lýðheilsustöðvar. Mælir það heldur gegn því að rannsóknarhópurinn hafi verið frábrugðinn íslenskum konum almennt. Hins vegar er mögulegt að svarskekkja komi fram í niðurstöðum um líkamsþyngd og að þyngstu konurnar hafi síður tekið þátt í rannsókninni. Því verður ekki loku fyrir það skotið að hærra svarhlutfall utan höfuðborgarsvæðis en innan hafi hnikað niðurstöðum til, og ýkt heldur muninn á hlutfalli kvenna með offitu utan og innan höfuðborgarsvæðisins. Rannsóknir á sambandi heilsu og líkams- þyngdar hafa sýnt að þótt mikil offita ógni heilsu og skerði lífslíkur, eru áhrif ofþyngdar á heilsu engan veginn skýr.2a 21 Aðrir þættir, svo sem heilsusamlegir lífshættir og góðar aðstæður hafa ekki síður áhrif en þyngdin ein og sér. Á hinn bóginn er undirþyngd merki um vannæringu og tággrannur líkami ungra kvenna því ekki mælikvarði á heilsusamlega lífshætti. í þessari rannsókn var sjónum fyrst og fremst beint að offitu, fremur en ofþyngd, og tengslum hennar við reykingar og menntun innan og utan höfuðborgarsvæðis. Ástæða er til að hvetja til frekari rannsókna á menningarlegum og félagslegum rótum offitu og reykinga, svo og afleiðingum þeirra fyrir heilsu kvenna í íslensku samfélagi. Lokaorð Búseta utan höfuðborgarsvæðis og minni menntun tengjast auknum líkum á offitu meðal ungra kvenna. Konur á höfuðborgarsvæðinu sem reykja daglega eru líklegri til að flokkast með offitu en hinar sem ekki reykja. Ástæða er til að kanna landfræðilegan mun á heilsu íslenskra kvenna og áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma svo hægt sé að meta hugsanlega þörf fyrir sértækar forvarnir. Þakkir Kærar þakkir fá Sigrún Stefánsdóttir og Hafdís Hafsteinsdóttir fyrir frábæra vinnu við gagnasöfnun. Fyrirtækinu Merck Sharp & Dohme er þakkað fyrir að fjármagna verkefnið og Krabbameinsfélagi íslands og Land- búnaðarháskóla íslands fyrir góðan stuðning og vinnuaðstöðu. LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.