Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 46
UMRÆÐUR O G SVÆFINGAR í F R É T T I R 15 0 Á R Skrifuð með blýanti Viðtal við Jón Sigurðsson svæfingalækni í tilefni af útkomu bókar hans um sögu svæfinga á íslandi í 150 ár. Spennusagan á náttborðinu varð að víkja. Bókin „Svæfingar á íslandi í 150 ár. 1856-2006" eftir Jón Sigurðsson svæfingalækni hélt mér vakandi til klukkan fjögur að nóttu. Hún var hverrar mínútu virði. Útgáfudagur bókarinnar var 19. mars síðastliðinn og var hún kynnt á 12. vísindaþingi Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands. Fyrir nokkuð dómharðan og svolítið ósanngjarnan sagnfræðing eins og ritara þessa orða er óvenjulegt að geta sagt hreinskilnislega að bókin er nánast óaðfinnanlega unnin sem sagnfræðirit, það sem gerir útslagið er að hún er vel skrifuð og áhugaverð. Einhvern veginn grunar mig að þeir sem eiga læknisfræði að sérgrein, en ekki sagnfræði, eigi eftir að finna fyrir sömu fagmennsku í vinnubrögðum Jóns á sínu sviði. Þess vegna er einkennilegt til þess að hugsa að bókin mun ef til vill ekki rata á mörg önnur náttborð en borð svæfingalækna, skurðlækna, hjúkrunarfræðinga í sömu fögum, slangurs annarra lækna, einhverra vina og vandamanna höfundarins. Mögulega nokkurra stálheppinna Islendinga sem þefa bókina uppi af einhverjum óvenjulegum ástæðum. Hún er ekki á leið í almenna sölu, ólíklegt að hún verði auglýst að einhverju ráði og markhópurinn ætti strangt til tekið að vera þröngur. Bókin fjallar um sérgrein innan læknisfræðinnar í fámennu landi og er rituð á tungu sem fáir tala. Þetta síðasttalda er reyndar ekki allskostar rétt, því fyrstu drögin að bókinni voru þýdd úr þremur norrænum tungumálum og byggðust á kafla sem Jón skrifaði í afmælisrit Félags norrænna svæfingalækna sem út kom árið 1999. Sú bók heitir „150 ár med nordisk anestesiologi". Anna Ólafsdóttir Björnsson annabjo@gmail. com Þegar allt breyttist Jón var búinn að semja uppkast að handriti íslenska kafla hinnar samnorrænu bókar er hann fór á ritnefndarfund ásamt öðrum höfundum Jón á skrifstofn sinni þar sem hann skrifaði bókina með blýantinn góða í hendi. Mynd AÓB. norrænu bókarinnar þann 6. desember 1998. Hann hugðist halda skrifunum áfram meðfram erilssömu starfi sínu á Landspítalanum. Tveimur vikum síðar breyttust öll hans áform. Hann lenti í alvarlegu bílslysi á Keflavíkurveginum og lá á gjörgæslu í sjö vikur. Afleiðingar slyssins voru lömun sem hefur bundið hann við hjólastól æ síðan og skert hreyfigetu og kraft beggja handa. Jón minnist þess að þegar hann var að koma til meðvitundar eftir erfið veikindi fór hann að hafa áhyggjur af því hver gæti komið í hans stað í vinnu hans á Landspítalanum. „Ég hélt ég væri ómissandi og hugsaði: Hver á nú að gera það sem ég á að gera? En maður kemur í manns stað og deildin hefur fúnkerað alveg ágætlega eftir að ég hætti." Lífið hélt áfram. Jón hafði vitanlega engan tíma né möguleika til að velta bókarkafla í norrænni bók fyrir sér fyrst eftir slysið. Endurhæfingin og aðlögun að allt annars konar lífi tók allan hans tíma og þrek. Hann var á Grensásdeild og leið ekki vel. „Ég var dapur, í sálrænni krísu, fannst ekkert ganga og vissi svo sem hvað mín biði." Hann fékk þó ekki lengi að vera í friði með hugsanir sínar, aðeins rúmu ári eftir að hann slasaðist, 1. janúar árið 2000, hóf hann störf hjá Tryggingastofnun í 20% starfi. „Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir kom til mín á Grensásdeild, við vorum málkunnugir af Landspítalanum. Ég hélt að hann væri að koma og gera örorkumat en þá sagði hann: Jón, hvenær viltu byrja að vinna? Hann spurði ekki einu sinni hvort ég vildi það." Aðjúnktsstaðan í læknadeild, sem Jón hafði nýverið tekið að sér þegar slysið átti sér stað, hefur verið framlengd um tvö ár í senn allt frá því hann fór að geta sinnt kennslu. Það er sem betur fer ekki hátt starfshlutfall, nokkrir tímar á hverjum vetri og prófdómaraskyldur. Jón var líka fljótt kominn í gang með ritstörf, fyrst til að ljúka kaflanum í norrænu bókina, sem hann hafði verið kominn vel á veg með er hann lenti í slysinu. Ritstjóri bókarinnar hafði samband við Jón þegar leið að útgáfunni og einhvern veginn tókst að 278 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.