Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Síða 21

Læknablaðið - 15.04.2010, Síða 21
F R ÆÐIGREINAR RANNSÓKN verið greind hjá 16,9% þeirra. Rúmlega helmingur sjúklinganna voru í ASA flokki 3, eða 53,5%, og 43,2% í flokki 2. Nánari upplýsingar um áhættuþætti er að finna í töflu III í heimild 6. Af 213 sjúklingum greindust 85 (39,9%) fyrir tilviljun, langoftast á röntgenmynd af lungum eða tölvusneiðmyndum sem teknar voru vegna óskyldra sjúkdóma eða einkenna. Helstu einkenni hinna 128 sjúklinganna voru hósti (60,9%), mæði (39,1%), hósti með uppgangi (30,3%) og brjóstverkur (32%). Önnur einkenni voru blóðhósti (10,9%), hiti (14,1%) og lungnabólga (23,4%). Stærð æxlanna var að meðaltali 3,7 ± 2,1 cm, það minnsta 0,2 cm og það stærsta 19 cm. Kirtilfrumukrabbamein reyndist algengasta vefjagerðin (62%), flöguþekjukrabbamein næst- algengast (29,1%) og stórfrumukrabbamein greindist í 4,2% tilvika. Aðrar vefjagerðir sáust í 4,7% tilfella.6 Setkrabbamein (carcinoma in situ) greindist í tveimur tilfellum og voru þau flokkuð með flöguþekjukrabbameinum. Flest æxlin voru meðalvel þroskuð (41,3%) en stórfrumukrabbamein og óþroskuð krabbamein voru flokkuð sem óþroskuð (anaplastísk) (mynd 1). Ekki var unnt að meta gráðu í þremur tilfellum, tveimur setkrabbameinum og einu Pancoast-æxli sem var geislað fyrir aðgerð. Stigun eftir aðgerð er sýnd í töflu I. Rúmur helmingur sjúklinganna reyndist vera á stigi I (59,6%), flestir í undirflokki IB, eða 37,1%. Ellefu (5,2%) sjúklingar voru á stigi IV og voru þrír þeirra með meinvörp sem höfðu greinst fyrir aðgerðina, í öllum tilvikum stakt heilameinvarp sem fjarlægt var fyrir blaðnámið. Tveir sjúklingar greindust með meinvörp í aðgerðinni sjálfri, annar með meinvörp í fleiðru og hinn í þind. Hinir sex sjúklingamir greindust með meinvörp innan þriggja mánaða frá aðgerð, þrír með heilameinvörp og hinir með meinvörp í lifur, beinum og hinu lunganu. Ekki varð marktæk breyting á stigun á rannsóknartímabilinu (p=0,4). Meðalaðgerðartími var 128 mín (bil 45-360) og blæðing í aðgerð 580 mL (meðaltal, bil 100-4000). Algengustu fylgikvillar voru loftleki (31,9%), blæðing sem krafðist enduraðgerðar (3,3%) og gáttaflökt (6,1%). Gera þurfti enduraðgerð á 12 (5,7%) sjúklingum og voru ástæðurnar sýking í fleiðruholi, æxlisvöxtur í skurðbrúnum, blæðing og berkjufleiðrufistill. Meðallegutími eftir aðgerð var 10 dagar (miðgildi, bil 2-106). Flestir sjúklingarnir dvöldu á vöknun eftir aðgerðina (oftast í 4-6 klst.) en voru síðan færðir á legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar. Enginn lést innan 30 daga frá aðgerð (skurðdauði 0%) en tveir einstaklingar í sömu sjúkrahúslegu Tafla II. Ein- og fjölþáttagreining fyrir valda marktæka forspárþætti Iffshorfa (overall survival) 213 sjúklinga sem gengust undir blaðnám vegna lungnakrabbameins af ekki- smáfrumugerð á Islandi 1999-2008. Gefið er upp áhættuhlutfall (hazard ratio, HR), 95% vikmörk (confidence interval, Cl) og p-gildi fyrir hvern þátt fyrir sig. EINÞÁTTAGREINING Þáttur HR 95% Cl P-gildi Hjartsláttaróregla 1,30 0,79-2,14 0,32 FEV1 <75% 1,61 1,06-2,46 0,027 Kirtilfrumukrabbamein (viðmið fiöguþekjukrabbamein) 0,612 0,41-0,93 0,02 Gráða (viðmið: gráða 1) 2 1,5 0,79-2,83 0,22 3 1,91 1,00-3,65 0,05 4 1,48 0,48-4,58 0,5 Stærð (cm) 1,15 1,08-1,22 <0,001 Stig (viðmið: IA) IB 2,13 1,05-4,34 0,037 IIA 6,31 2,28-17,44 <0,001 11B 5,85 2,73-12,55 <0,001 IIIA 7,6 3,12-18,51 <0,001 IIIB 4,8 2,12-10,84 <0,001 IV 20,11 8,12-49,78 <0,001 FJÖLÞÁTTAGREINING Hjartsláttaróregla 2,158 1,25-3,72 <0,01 FEV1 <75% 2,222 1,36-3,49 <0,001 Kirtilfrumukrabbamein (viðmið: flöguþekjukrabbamein) 0,501 0,32-0,79 <0,01 Stærð 1,5 1,07-1,24 <0,001 Stig 1b 2,07 0,99-4,21 0,049 2a 4,27 1,29-11,13 <0,01 2b 8,16 3,66-17,92 <0,001 3a 8,14 3,29-21,01 <0,001 3b 5,10 2,12-11,64 <0,001 4 32,58 12,29-87,69 <0,001 (sjúkrahúsdauði 0,9%). Fyrir aðgerð fengu fjórir (1,9%) sjúklingar lyfja- og/eða geislameðferð. Einn þeirra var með Pancoast-æxli og fékk bæði lyfja- og geislameðferð. Tveir sjúklingar voru taldir vera með meinvörp og fengu þess vegna lyfjameðferð. Síðar kom í ljós að þeir höfðu verið ranglega greindir með meinvörp og voru því teknir í aðgerð. Loks var einn sjúklingur sem hafði mjög stórt æxli sem ákveðið var að geisla fyrir aðgerð. Eftir aðgerð fóru 40 sjúklingar (18,8%) í lyfja- og/ eða geislameðferð, oftast vegna langt gengins sjúkdóms sem kom í ljós í aðgerðinni, en hjá átta sjúklingum var æxlisvöxtur í skurðbrún ástæðan. Þann 1. maí 2009 voru 111 sjúklinganna (52,1%) látnir en 102 þeirra á lífi. Eins, þriggja LÆKNAblaðið 2010/96 253

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.