Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2010, Side 65

Læknablaðið - 15.04.2010, Side 65
UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR ÞJÓÐFUNDUR LÆKNA Tæplega 100 læknar samankomnir á þjóðfundi í sal læknafélaganna. Myndir AÓB. það var umfjöllun um virðingu í öllum myndum. Fagmennska var annað lykilatriði sem oft bar á góma og því engin furða að þegar stokkað var upp um miðbik fundarins áttu þessi tvö atriði hvort sinn farveginn. Það gekk ekki þrautalaust að ná sameiginlegri niðurstöðu um þau þrjú aðalgildi sem hverju borði var ætlað að nefna. Sumir létu súpuna kólna og samlokurnar bretta upp á endana áður en þeir fóru í kvöldmat. Gulum miðum var raðað eftir alls konar kerfum á borðunum og kátínan á borði sjö, þegar loks tókst að sameinast um grunngildin, vakti ósvikna athygli. Umræðan dýpkuð í síðari hluta dagskrárinnar var ljóst með hvaða grunngildi nýuppstokkuð borð myndu vinna. Þau gáfu jafnframt góða mynd af þeim línum sem fundurirtn lagði en virðingin sem fólki varð tíðrætt um var í raun gildi sem gekk áfram eins og rauður þráður gegnum alla umræðuna: Fagmennska Samvinna Lýðheilsa Skilvirkni (micro) Framfarir og vísindi Skipulag (macro) Rekstrarform/þjónustustig Menntun Samfélag Hlutverk hópanna var að þessu sinni að dýpka hvert svið fyrir sig og flokka atriðisorðin sem fylgdu hópunum úr fyrri umræðu eftir ávinningi og flækjustigi. Gulu miðunum var raðað á þessa ása. Þegar þar var komið sögu urðu umræðumar á köflum mjög fjörugar og jafnvel hvassar. Sumir börðust hetjulega fyrir framgangi sinna áherslumála en aðrir vörpuðu fram ágengum stikkorðum sem munu öðlast framhaldslíf á vefsíðu þjóðfundarins. „Lágtæknisjúkrahús" var nefnt á einum af gulu miðunum og „skurðaðgerðaverksmiðjan" á öðrum og heitar umræður um málið. Lóðsarnir gerðu þátttakendum það vel ljóst að engin hugmynd væri „asnaleg" og oft væri þörf á að hlusta á geggjuðu hugmyndirnar ekkert síður en þær hófstilltari. Umræðurnar á lokasprettinum bám þess vott að ekkert var undanskilið. A borði eitt var kulnun lækna í starfi metin hátt og umræðan um úrræði fyrirferðarmikil. Starfsskilyrði lækna vógu þar þungt en einnig gamalkunnug umræða um að allir vilji ráða en enginn stjórna. Mýtu hnekkt Það fer ekkert á milli mála að þjóðfundur lækna tókst vel að mati þátttakenda. Lokaorð eins þeirra voru: „Eg hef það á tilfinningunni að við höfum skapað eitthvað sem skiptir máli" og á öðru borði sá annar þátttakandi sig knúinn til að bæta því við framsöguna um niðurstöðu hópsins að þjóðfundurinn hefði verið „skemmtilegri en bæði árshátíðin og aðalfundurinn". Þegar fundinum var slitið tóku skipulagsaðilar til máls og skýrðu framhaldið. Og ein loka- niðurstaða fundarins var að mýtu hefði verið hnekkt: Það væri ekkert erfitt að vinna með læknum! LÆKNAblaðið 2010/96 297

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.