Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Síða 11

Læknablaðið - 15.06.2010, Síða 11
FRÆÐIGREINAR Þóra Sif Ólafsdóttir1 deildarlæknir á skurðdeild Gunnar Guðmundsson2’4 lungnalæknir Jóhannes Björnsson3'4 meinafræðingur Tómas Guðbjartsson1-4 brjóstholsskurðlæknir Lykilorð: miðmætisspeglun, lungnakrabbamein, stigun, sarklíki, fylgikvillar, árangur, blæðing, skurðdauði. Hjarta- og lungnaskurðdeild1, lungnadeild2, meinafræðideild Landspítala3, læknadeild H(< Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 101 Reykjavík. tomasgud@landspitali. is RANNSÓKNIR Miðmætisspeglanir á íslandi: Arangur og ábendingar Ágrip Inngangur: Þegar nálgast þarf sýni úr miðmæti, til dæmis við stigun lungnakrabbameins eða við greiningu æxla af óþekktum uppruna, er miðmætisspeglim (mediastinoscopy) kjörrann- sókn. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ábendingar eða árangur þessara aðgerða hér á landi og er markmið rannsóknarinnar að bæta úr því. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir mið- mætisspeglun á íslandi 1983-2007. Listi yfir sjúklinga fékkst úr aðgerða- og meinafræðiskrá Landspítala og klínískar upplýsingar úr sjúkra- skrám. Borin voru saman fimm ára tímabil. Niðurstöður: Alls voru gerðar 278 aðgerðir á tímabilinu en upplýsingar vantaði hjá 17 sjúklingum og var þeim sleppt. Eftir í rannsókninni voru 261 sjúklingur (159 karlar, 102 konur, meðalaldur 59 ár). Aðgerðum fjölgaði úr 16 á fyrsta tímabili í 85 á því sfðasta (p<0,01). Helstu ábendingar voru stigun lungnakrabbameins (61,3 %), óþekkt fyrirferð í miðmæti (24,5%) og grunur um sarklíki (8,8%). Ábendingar héldust óbreyttar á milli tímabila. Miðgildi aðgerðartíma var 30 mínútur (bil 10-320) og legutíma 1 dagur (bil 1-26). Algengustu vefjagreiningar voru ósérhæfðar breytingar (33,6%), meinvörp lungnakrabbameins (23,8%) og sarklíki (12,7%). Helstu fylgikvillar voru hæsi vegna raddbandalömunar (1,5%), blæðing (>500 ml) (1,1%), og skurðsýking (0,3%). Tvö dauðsföll urðu innan 30 daga (0,76%); eitt vegna blæðingar. Ályktun: Miðmætisspeglunum fer fjölgandi á Islandi, sérstaklega í tengslum við stigun lungna- krabbameins. Um er að ræða örugga rannsókn þar sem tíðni fylgikvilla er lág og sértæk niðurstaða fæst í flestum tilvikum. Inngangur Miðmætisspeglun hefur í fimm áratugi verið notuð til greiningar sjúkdóma í miðmæti. Eric Carlens háls-, nef og eyrnalæknir í Svíþjóð framkvæmdi fyrstu miðmætisspeglunina árið 19591 og hefur hún síðan verið talin kjörrannsókn við sýnatöku úr miðmæti.2-3 Gerður er 2-3 cm skurður neðarlega á hálsi og röri með ljósgjafa rennt niður eftir framhlið barkans. Komist er niður fyrir barkakjöl (carina) og sýni tekin úr eitlum eða fyrirferðum í fremra miðmæti, séu þær til staðar. Miðmætisspeglun má einnig framkvæma með aðstoð holsjár sem tengd er við sjónvarpsskjá (video-assisted mediastinoscopy).4 Miðmætisspeglun hefur sannað gildi sitt við uppvinnslu ýmissa sjúkdóma, sérstaklega við stigun lungnakrabbameins og hjá sjúklingum með stækkaða miðmætiseitla, til dæmis þegar grunur leikur á eitilkrabbameini eða sarklíki.5' 6 Rannsóknin er tiltölulega fljótleg og legutími yfirleitt stuttur. Engu að síður getur hún verið tæknilega flókin og fylgikvillar hættulegir, ekki síst blæðingar sem getur verið erfitt að stöðva.2-7-8 Árangur miðmætisspeglana hér á landi hefur ekki verið rartnsakaður áður og var tilgangur rannsóknarinnar að bæta úr því. Aðaláhersla var lögð á ábendingar aðgerðarinnar og alvarlega fylgikvilla en einnig að meta hversu oft fékkst sértæk vefjagreining og kanna afdrif sjúklinganna. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem gengust undir miðmætisspeglun á íslandi á 25 ára tímabili, eða frá 1. janúar 1983 til 31. desember 2007. Sjúklingar voru fundnir með leit í aðgerðaskrám Landspítala. Alls fundust 278 tilfelli í þessum skrám en hjá 17 sjúklingum fundust sjúkraskrár ekki (6,1%) og var þeim tilfellum sleppt. Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám, aðgerðarlýsingum og vefjasvörum. Skráðar voru 53 breytur í tölvuforritið Excel, þar á meðal aldur við greiningu, kyn, áhættuþættir aðgerðar, aðgerðardagur, legutími og fylgikvillar í og eftir aðgerð. Meiriháttar blæðing var skil- greind sem blæðing yfir 500 ml. Ef sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð var það skilgreint sem LÆKNAblaðið 2010/96 399

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.