Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2010, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.06.2010, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR greindist með sjúkdóminn 5 ára eða yngri og 43% sjúklinga voru eins eða tveggja ára. Eftir að heilbrigðisyfirvöld á íslandi hófu bólusetningu gegn Hib í ungbarnavernd hefur ekki eitt einasta tilvik bráðrar barkabólgu greinst í barni undir 10 ára aldri. Bólusetning hófst árið 1989 með það markmið að bólusetja öll börn undir 5 ára aldri á fyrstu tveimur árunum. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu náðist að bólusetja 95% barna undir tveggja ára aldri og 70% undir fjögurra ára á fyrstu árum bólusetningarinnar. í dag er bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur í ungbarnavernd. Á þeim 16 árum, eftir upphaf bólusetningar, sem skoðuð voru í rannsókninni (1989-2005), hefur aðeins eitt tilfelli af barkaloksbólgu greinst í aldurhópnum < 16 ára. Þetta tilfelli greindist í 10 ára dreng og ræktaðist gr.B hemólýtískur streptococcus úr sýnum. Þetta staðfestir það sem áður hefur verið haldið fram, að bráð barkaloksbólga í börnum var fyrst og fremst Hib sjúkdómur. Aðrar rannsóknir frá ýmsum löndum hafa einnig sýnt verulega fækkun Hib tilfella eftir upphaf bólusetningar57-8'10'12’19 en aðeins okkar rannsókn og rannsókn Alho og félaga frá Norður-Finnlandi11 sýna algera upprætingu Hib. Ástæður þess að bakterían hefur horfið af sjónarsviðinu á íslandi eru eflaust margþættar. Nefna má landfræðilega einangrun og framúrskarandi þátttöku í ung- barnabólusetningum (95%). Þekkt er að lítið hlutfall bólusettra myndar ekkert eða lélegt ónæmi fyrir bakteríunni8-13'17'18 en með svo útbreiddri þátttöku í bólusetningum mun hjarðónæmi líklegast vernda þessa einstaklinga sem og óbólusetta. í rannsókn okkar kom fram ómarktæk aukning á barkaloksbólgu hjá fullorðnum en aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt þá tilhneigingu.1'711 Þetta gæti hugsanlega verið tilkomið vegna bætts aðgengis að heilbrigðisþjónustu og framþróunar í greiningaraðferðum, svo sem möguleikum á sveigjanlegri ljósþráðaspeglun. Við þetta gætu vægari tilfelli sem áður voru túlkuð sem venjuleg hálsbólga eða öndunarfærasýking fengið rétta greiningu. Aldurstengt nýgengi í rannsókn okkar virtist, ef frá eru talin börn með Hib sýkingu, aukast jafnt og þétt og ná hámarki á aldursbilinu milli 40 og 49 ára en minnka eftir þann aldur. Kass og félagar4 fundu þennan topp milli 21 og 30 ára og Mayo-Smith og félagar7 milli 30 og 39 ára. Karlmenn voru í meirihluta sjúklinga á tíma- bilinu sem skoðað var (58%). Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að barkaloksbólga er algengari hjá karlmönnum með hlutfall frá 54% upp í 88%. 4,6,8,9,11,18 Fáar rannsóknir hafa sýnt fram á marktækar árstíðarsveiflur í tíðni barkaloksbólgu en Kass og Lengd sjúkrahúslegu íjrtldi mjukUrtga félagar4 og Frantz og Rasgon3 sýndu fram á aukna tíðni yfir sumartímann en Wong og Berkowitz9 fundu tilhneigingu til aukinnar tíðni á vorin. I okkar rannsókn var tíðnin hæst yfir vetrar- mánuðina þótt munur hafi ekki verið marktækur. Ástæða þessa gæti verið aukin tíðni efri loftvega- sýkinga í köldum vetrarmánuðum sem gæti gert sjúklinga móttækilegri fyrir barkaloksbólgu. Fremur algengt var að tekin væru ræktunar- sýni frá sjúklingum í rannsókn okkar. Hálsræktun var tekin hjá 86% sjúklinga en blóðræktun hjá 55%. Jákvætt svar frá öðrum hvorum staðnum fékkst hjá helmingi sjúklinga með Haemophilus Influenzae týpu b sem algengustu bakteríu (50% jákvæðra sýna) en streptococci sp. 35%. Sumar rannsóknir hafa metið hálsræktun frá barkaloks- bólgusjúklingum sem gagnslausa rannsókn vegna hárrar beratíðni ýmissa baktería í koki og efri loftvegum6. í rannsókn okkar var bæði háls- og blóðræktun tekin hjá 31 sjúklingi og samsvörun í niðurstöðum hjá 58% þessara sjúklinga með níu sjúklinga þar sem sama baktería fannst í hálsi og blóði og níu sjúklinga með báðar ræktanir neikvæðar. Þetta bendir til þess að hálsræktun geti í þó nokkuð mörgum tilfellum gefið gagnlegar upplýsingar um orsakavald að bráðri barkaloks- bólgu. Haemophilus influenzae týpa b hvarf nær algerlega af sjónarsviðinu eftir upphaf bólusetn- ingar. Eitt einasta tilfelli af Hib barkaloksbólgu greindist árið 1991 í óbólusettum 18 ára karlmanni en síðan þá hefur að okkur vitandi ekki greinst neitt tilfelli af sjúkdómnum sem rekja má til Hib á Islandi. Eins og komið hefur fram að ofan er líkleg skýring á algeru hvarfi bakteríunnar mikil þátt- taka í bólusetningum og ákjósanlegar aðstæður fyrir hjarðónæmi. Meðferð bráðrar barkaloksbólgu er umdeild. Sumir höfundar mæla með ágengri nálgun þar sem allir sjúklingar eru lagðir inn á gjörgæslu og lágur þröskuldur fyrir að tryggja loftvegi með Mynd 7. Fjöldi legunótta hjá sjúklingum með barkaloksbólgu á rannsóknartímabilinu. LÆKNAblaðið 2010/96 409
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.