Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Síða 22

Læknablaðið - 15.06.2010, Síða 22
F R Æ Ð I G R E I RANNSÓKN N A R I R barkaþræðingu eða barkaskurði.6- 7'14 Aðrir hafa verið fylgjandi hófsamari nálgun með góðum árangri.2'4 Rannsóknir hafa sýnt að hratt versn- andi öndunarörðugleikar, jákvæð Hib ræktun úr blóði og sjúklingar sem vilja helst sitja uppréttir með reigðan háls og geta illa kyngt munnvatni eru í aukinni hættu á slæmri útkomu.2'6'7 Þessa sjúklinga ætti alltaf að leggja inn á gjörgæslu og ef til vill tryggja opin öndunarveg áður en það er um seinan. Auk þessa fundu Berger og félagar1 sam- hengi milli sykursýki og þörf á snemmbúinni önd- unarfærameðferð. Börn hafa verið talin í aukinni hættu við bráða barkaloksbólgu þar sem önd- unarvegur barna er þrengri en fullorðinna og magn eitilvefs með tilhneigingu til kröftugs bólgusvars ofan raddbanda meiri en hjá full- orðnum. í okkar rannsókn voru öll börn undir 10 ára barkaþrædd (11 börn) eða látin gangast undir barkaskurð (tvö börn). Þrjú eldri börn/ung- menni 10,16 og 17 ára með vægari einkenni voru meðhöndluð án tryggingar öndunarvegs með góðum árangri. Alls voru 81% barna í rannsókn okkar barkaþrædd eða skorin barkaskurði. Þetta er sambærilegt við aðrar rannsóknir þar sem þessi tala hefur verið á bilinu 65-90%.5-7' "■13 Aðeins fjórir fullorðnir sjúklingar (10% fullorðinna) með bráða barkaloksbólgu, á því 23 ára tímabili sem skoðað var, voru barkaþræddir og enginn fullorðinn gekkst undir barkaskurð. í öðrum rannsóknum hafa frá 9-25% fullorðinna sjúklinga þurft meðhöndlun öndunarvega með þessum hætti1-5,7'9. Helmingur okkar sjúklinga var lagður á gjörgæsludeild og helmingur vaktaður á venjuleg- um legudeildum (háls-, nef- og eyrnadeild, lyf- læknisdeild eða barnadeild). I rannsókn Wong og Berkowitz9 voru 53% sjúklinga lagðir á gjörgæslu og hjá Kass og félögum4 35%, hvort tveggja rannsóknir á fullorðnum sjúklingum. Sumar rannsóknir á börnum sýna 100% tíðni innlagna á gjörgæslu14 en hjá okkur voru 14 af 16 börnum lögð á gjörgæsludeild. Alvarlegir fylgikvillar hjá sjúklingum með bráða barkaloksbólgu á Landspítala (Borgar- spítala) voru fáir og dánartíðni 0% á því tímabili sem við skoðuðum, þrátt fyrir nokkuð hófsama nálgun. Þó ber að taka fram að rannsókn þessi var afturskyggn og án viðmiðunarhóps. Mayo-Smith og félagar lýsa hópum með dánartíðni 7,1% og 2,9% í tveimur stórum rannsóknum6'7 frá Rhode Island í Bandaríkjunum. Sú staðreynd að helm- ingur þessara dauðsfalla átti sér stað fyrir komu á sjúkrahús (tveir af fjórum og fimm af 12 sjúkling- um) og það að sjúklingar sem létust á sjúkrahúsi létust allir innan 6 klst frá komu gæti bent til vandamála í greiningu og aðgengi að meðferð. Kucera og félagar5, Valdepena og félagar18 og Alho og félagar11 lýsa dánartíðni upp á 2,4% 3,6% og 4,3% í rannsóknum sínum en með aðeins 1,1 og tveir sjúklinga, sem létust, að baki þessum tölum. Aðrar rannsóknir hafa lýst fáum dauðsföllum vegna barkaloksbólgu eða fylgikvilla tengdum sjúkdómnum. Flestum sjúklingum með bráða barkaloksbólgu batnar hratt er viðeigandi meðferð er gefin og algengasta lengd sjúkrahúsdvalar hjá okkur var þrjár nætur (13 sjúklingar). Meðalsjúkrahúsdvöl var hins vegar fimm nætur. Þetta er sambærilegt við aðrar rannsóknir (3,9-6,8 nætur).14 Tilhneiging var til styttri sjúkrahúslegu er leið á rannsókn- artímann, allt þar til undir lokin er legutíminn lengdist á ný. Þetta má líklega skýra með fáum til- fellum árlega og því talsverðum sveiflum á þess- ari breytu. Rannsókn okkar lýsir faraldsfræði bráðrar barkaloksbólgu í 300.000 manna samfélagi yfir 23 ár. Rannsóknin er afturskyggn en sjúkdómurinn sem um ræðir er það sjaldgæfur að framskyggn rannsókn yrði verulega tímafrek og erfið í fram- kvæmd. Margir áhugaverðir vinklar á viðfangs- efninu voru ekki skoðaðir í rannsókninni enda töldum við breytur ekki geta verið fleiri til að takmarka lengd greinarinnar. Við skráðum ekki almennt heilsufar sjúklinga okkar og getum því ekki ályktað um áhrif hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og reykinga, svo eitthvað sé nefnt, á tíðni og gang sjúkdómsins. Við getum heldur ekki greint hvort tilhneiging til aukinnar tíðni sjúk- dómsins hjá fullorðnum geti stafað að hluta til af aukinni tíðni ónæmisbældra einstaklinga í samfé- laginu. Tímalengd og skráning sjúkdómseinkenna fyrir innlögn hefði verið áhugavert að skoða til að reyna að greina hvaða sjúklingar hafa hag af skjótri meðferð öndunarvega og gjörgæslumeðferð. Margir sjúklinga okkar voru meðhöndlaðir með steragjöf í æð í upphafi meðferðar en við skoð- uðum ekki nánar hvaða áhrif þetta hafði á sjúk- dómsganginn. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að sterameðferð hafi lítið vægi í meðhöndl- un bráðrar barkaloksbólgu1'3-4-7 en framskyggnar rannsóknir með viðmiðunarhóp vantar. Ályktun Bráð barkaloksbólga er lífshættulegur sjúkdómur sem fyrir tilkomu bóluefnis gegn Haemophilus influenzae týpu b var algengari í börnum en fullorðnum. Rannsókn okkar sýnir að með góðri þátttöku í ungbarnabólusetningum er hægt að nánast uppræta sjúkdóminn hjá börnum. Bráð barkaloksbólga hjá fullorðnum virðist vera nokkuð annars eðlis en hjá börnum og oftast orsökuð af streptococci bakteríum. Haemophilus 410 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.