Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2010, Page 26

Læknablaðið - 15.06.2010, Page 26
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Tafla I. Niðurstöður blóðrannsókna tilfellis. Við innlögn Dagur 3 Dagur 5 Hvít blóðkorn (x109/L) [4,0-10,5] 6,5 - - Hemóglóbín (g/L) [118-152] 166* 173* 145 Blóðflögur (x109/L) [150-400] 137* - - Natríum (mmól/L) [137-145] 133* 119* 134* Osmólalítet (mosm/kg) [280-300] - 246* - Kalíum (mmól/L) [3,5-5,0] 3,7 3,5 3,5 Kreatínín (gmól/L) [50-90] 74 59 69 Lípasi (U/L) [25-300] 271 1282* 186 Amýlasi (U/L) [25-120] - 209* 61 ASAT (U/L) [<35] 74* 60* - ALAT (U/L) [<45] 112* 97* - CRP (mg/L) [<3] <3 - - * Gildi utan viðmiðunarmarka Einingar eru innan sviga og viðmiðunargildi innan hornklofa betri líðan. Útskriftarráðleggingar voru gefnar um kolvetnaríkt fæði, ásamt því að forðast mataræðiskúra og stólpípumeðferðir. Tveimur vikum síðar bárust endanlegar niðurstöður magnbundinna rannsókna á þvagi. Mikil hækkun fannst á delta-amínólevulinic sýru (ALA), 28,6 mmól/mól kreatínín (<3,9), og porfóbilinógeni (PBG), 59,1 mmól/mól kreatínín (<1,6). Einnig reyndist styrkur porfýrína hár, 325 pmól/mól kreatínín (<25), þar af 82% úroporfýrín (<20%). Niðurstöðurnar voru taldar samrýmast bráðu kasti slitróttar bráðaporfýríu (AIP). Því miður reyndist ekki mögulegt að staðfesta greiningu með erfðarannsókn í þessu tilfelli. Tafla II. Einkenni bráðakasts iAiP.' 24' Tíðni meðal AIP sjúklinga Taugakvillar í sjálfvirka taugakerfinu Kviðverkur 85-95% Ógleði, uppköst 43-88% Hægðatregða 48-84% Hraður hjartsláttur 64-85% Háþrýstingur 36-55% Útlægir taugakvillar Verkir í útlimum, baki, brjóstkassa, hálsi og höfði 50-70% Lömun, oftast I nærlægum vöðvum 42-68% Öndunarlömun 9-20% Skyntruflanir Þvagtregða Miðlægir taugakvillar Óróleiki, svefntruflanir, rugl, ofskynjanir, þunglyndi, kvíði 40-58% Flogakast 10-20% Lækkun á natríumstyrk í plasma *AIP - acute intermittent porphyria, Umræða Meingerð Porfýríur eru efnaskiptasjúkdómar orsakaðir af ensímgöllum í myndunarferli hems. Um 80% af hemmyndun í líkamanum verður í tengslum við myndun blóðrauða í forstigum rauðra blóðkorna í beinmerg. Hem er einnig myndað í talsverðum mæli í lifur. Myndun hems úr glýcíni og succinýl CoA er í átta skrefum og koma jafnmörg ensím við sögu (mynd 1). Fyrsta ensímið, 5-amínólevulínat synþasi (ALA synþasi), er hraðatakmarkandi. í lifur hefur frítt hem og glúkósi hemjandi áhrif á ALA synþasa en fjölmargir þættir hafa örvandi áhrif. í forstigum rauðra blóðkorna er tjáð annað gen fyrir ALA synþasa með stýringu tengdri járnflutningi og hemmyndun. Við myndun hems verða til nokkur milliefni. Þar á meðal eru delta-amínólevulinat (ALA) og porfóbilinógen (PBG). Þessi milliefni eru undir eðlilegum kringumstæðum í litlu magni í líkamanum og hafa ekkert þekkt hlutverk umfram hemmyndun. Þegar ensímgalli er til staðar í myndunarferli hems, líkt og hjá sjúklingum með porfýríu, geta þessi milliefni safnast upp og haft eituráhrif.1 Porfýríur eru flokkaðar á tvo vegu, eftir því hvort áðurnefnd milliefni safnast upp í lifur eða í forstigum rauðra blóðkorna og eftir klínískri mynd í bráðar porfýríur og húðporfýríur. Til eru fimm gerðir af porfýríum þar sem milliefni safnast upp í lifur og eru fjórar þeirra bráðar, það er slitrótt bráðaporfýría (e. acute intermittent porphyria, AIP), arfgeng saurporfýría (e. hereditary coproporphyria, HPC), mislit porfýría (e. variegate porphyria, VP) og ALA dehydratasa porfýría (ADP). Þessar gerðir koma allar fram á fullorðinsaldri með bráðum köstum og hækkun á ALA og/eða PBG. Fimmta lifrarporfýrían er húðporfýría (e. porphyria cutanea tarda) og kemur fram sem margvíslegar húðbreytingar vegna ljósnæmis. Porfýríur sem verða vegna uppsöfnunar milliefna í forstigum rauðra blóðkorna eru meðfæddar porfýríur (congenital erythropoietic porphyria, CEP, og erythropoietic protoporfýría, EPP) og einkennast þær af uppsöfnun milliefna í beinmerg og rauðkomum og valda ofurnæmi húðar fyrir ljósi.1 AIP er algengasta porfýrían og stafar af galla í þriðja ensíminu í myndunarferli hems, hýdroxýmetýlbílan synþasa (HMBS, einnig nefnt porfóbilinógen deamínasi). Genið sem tjáir HMBS er staðsett á litningi 11 og fjölmargar stökkbreytingar eru þekktar í því. Þeir sem hafa stökkbreytingu í HMBS geni hafa um það bil helming af eðlilegri ensímvirkni. Mismunandi stökkbreytingar hafa mismunandi sýnd (e. pene- 414 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.