Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Síða 27

Læknablaðið - 15.06.2010, Síða 27
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI trance), til dæmis er stökkbreytingin W198X til staðar hjá helmingi porfýríusjúklinga í Svíþjóð en þessi stökkbreyting leiðir oftar til sjúkdómseinkenna en margar aðrar.2 AIP er alla jafna einkennalaus. Við aðstæður þar sem hemmyndun eykst í lifur vegna aukinnar myndunar cýtókróm P450 ensíma er hraðatakmarkandi ensímið ALA synþasi örvað. Takmörkuð starfsgeta HMBS verður þá ófullnægjandi og milliefni safnast upp. Ekki er vitað með hvaða hætti milliefnin valda einkennum porfýríu en þau eru talin hafa eiturvirkni, þá sérstaklega ALA. Þættir sem vitað er til að geti örvað ALA synþasa eru til dæmis sterar, ýmis lyf, áfengi, reykingar, streita, tíðablæðingar, fasta, sýkingar og kolvetnasnautt fæði (mynd l).2 I umræddu tilfelli virðast lág kolvetnainntaka og álag vegna stólpípa hafa stuðlað að bráðu kasti. Faraldsfræði Ensímgallarnir sem valda porfýríum erfast flestir A litnings ríkjandi (e. autosomal dominant) en porfýríur eru þó sjaldgæfur sjúkdómur. Aðeins 10-15% arfbera eru talin fá einkenni. Genagallinn er þó það algengur að í sjaldgæfum tilvikum fæðast arfhreinir einstaklingar sem fá einkenni á barnsaldri og hafa jafnan alvarlegri einkenni en arfblendnir einstaklingar svo sem alvarlegar taugaraskanir og vöðva- og beinagrindargalla.3 Hæstu tíðni AIP er að finna í Svíþjóð þar sem nær einn af hverjum 1000 einstaklingum ber stökkbreytt HMBS gen og nærri helmingur þeirra hefur fengið porfýríukast.2 Höfundum er ekki kunnugt um rannsókn á algengi AIP á Islandi en ljóst er að mjög fáir hafa greinst hérlendis. Meðalaldur kvenna við greiningu í Svíþjóð er 28 ára en 35 ára hjá körlum. AIP er fimm sinnum algengari hjá konum en körlum og konur fá jafnframt fleiri, lengri og alvarlegri köst en karlar.2 Vegna þessa er talið að hormónabúskapur líkamans og þar á meðal magn estrógens og/eða prógesteróns í líkamanum skipti máli. Einkenni og teikn Einkenni AIP geta komið frá mörgum líffæra- kerfum og eru misalvarleg en einkenni frá meltingarvegi eru mest áberandi (tafla II). Kviðverkir eru algengir og orsakast af ristil- krömpum eða jafnvel garnalömun með þenslu á kvið og minnkuðum garnahljóðum. Ógleði, uppköst, niðurgangur og hægðatregða eru einnig algeng einkenni. Þessi einkenni frá meltingarvegi stuðla oft að minni fæðuinntöku sem aftur getur gert kastið alvarlegra. Algeng einkenni frá öðrum líffærakerfum eru meðal annars þvagtregða, hraður hjartsláttur, hækkaður blóðþrýstingur, verkir, skyntap, vöðvaslappleiki og vöðvalamanir sem geta verið hratt versnandi. í sumum tilfellum ná áhrifin til heilatauga og geta einnig valdið öndunarbilun vegna mænukylfulömunar. Þá eru þekkt geðræn einkenni og flogaköst. Skyndileg lækkun á natríumstyrk í plasma getur sést og er þá oft sambland heilkennis óviðeigandi seytingar ADH og mikils skorts á utanfrumuvökva (okkar tilfelli).1 Til eru lýsingar á nokkrum tilfellum bráðrar brisbólgu í tengslum við porfýríukast en slíkt er sjaldgæft.4 Algengt er að sjúklingar hafi fleiri en eitt einkenni og í sænskri rannsókn voru þreyta og geðræn einkenni algengust á eftir kviðverkjum.2 Þegar einkenni og teikn eru ósértæk líkt og í okkar tilfelli og sjúklingur er af erlendu bergi brotinn þarf að huga að ólíkum mis- munagreiningum. Sem dæmi má nefna blýeitrun sem getur valdið kviðverkjum ásamt þreytu, höfuðverk og lystarleysi. Sjúklingur frá Austur- Evrópu gæti verið í aukinni hættu vegna mengunar frá iðnaði eða eldri tegunda málningar. Blý hindrar ýmis ensím, þar á meðal ALA dehýdratasa og ferrókelatasa. Rannsóknir geta sýnt hækkun á ALA og kópróporfýríni í þvagi, Mynd 1. Myndunarferli hems. LÆKNAblaðið 2010/96 41 5

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.