Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2010, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.06.2010, Qupperneq 31
Sýking af völdum nókardíu í ónæmisbældum einstaklingi Hilmir Ásgeirsson1 læknir1 Bryndís Sigurðardóttir2 smitsjúkdómalæknir Lykilorð: nókardíusýki, nókardía, ónæmisbæling. Ágrip Inngangur: Nókardía er baktería sem getur sýkt ónæmisbælda. Nókardíusýking í lungum er algengust en bakterían getur dreifst til fleiri líffæra. Sjúkratilfelli: 92 ára karl með þvagblöðrukrabba- mein og á sterameðferð hafði tveggja vikna sögu um bólgu á hendi og vitrænar breytingar. Fyrirferð greindist í heila og hnútar í lungum en frá greftri úr hendi óx Nokardia farcinia. Sýkingin var meðhöndluð með sýklalyfjum en síðar veitt líknandi meðferð. Ályktun: Mikilvægt er að vera vakandi fyrir óvenjulegum sýkingum í ónæmisbældum einstak- lingum á íslandi. Sjúkratilfelli 92 ára karlmaður leitaði á bráðamóttöku vegna tveggja vikna vaxandi roða og bólgu á hægra handarbaki án sögu um áverka. Þessu fylgdi slappleiki en hann taldi sig ekki hafa haft hita. Vegna gruns um húðsýkingu hafði hann verið settur á díkloxacillín (Staklox®) sex dögum fyrr en einungis tekið nokkrar töflur þar sem honum hafði gengið illa að gleypa þær. Síðustu viku hafði auk þess borið á vaxandi rugli og óstöðugleika en vitræn geta hafði verið góð fram til þessa. Markvert í heilsufari var þvagblöðrukrabbamein með þekktu meinvarpi í spjaldbeini sem hafði verið geislað. Einnig var grunur um lungnameinvörp en á tölvusneiðmynd tveimur mánuðum fyrr höfðu sést hnútóttar þéttingar í lungum. Hann var ekki á virkri krabbameinslyfjameðferð en tók prednisólon 10 mg á dag auk verkjalyfja. Við skoðun var sjúklingur vel áttaður og ekki bráðveikindalegur. Hiti var 37,9°C (mælt í hol- hönd) og púls 68 slög á mínútu. Yfir stórum hluta hægra handarbaks sást fyrirferð sem var aum viðkomu og dúaði. Roði var á húð og náði upp þriðjung framhandleggs og yfir í lófa (mynd 1). Eymsli voru yfir neðsta hluta lendhryggjar og efri hluta spjaldbeins. í blóði voru hvítkorn 21 xlO9 /1 (4,0-10,5), þar af voru kleyfkjarna frumur 19 xlO9 /1 (4,0-10,5), CRP 155 mg/1 (<3) og sökk 71 mm/klst (<23). Röntgenmynd af hægri hendi sýndi ekki merki um beinbreytingar. Handarskurðlæknir opnaði inn á fyrirferðina og út vall mikill gröftur sem sendur var í ræktun. Skilinn var eftir keri og meðferð hafin með cefazólíni (Kefzol®) í æð. Næstu daga hjaðnaði bólgan nokkuð og sjúk- lingur var hitalaus en talsvert bar á óáttun og ruglástandi. Á tölvusneiðmynd af heila sást fyrir- ferð hægra megin í hnakkablaði og var hún 3x2 cm í þvermál (mynd 2). Röntgenmynd af lungum sýndi hnútóttar breytingar, sú stærsta um einn cm að þvermáli í ofanverðu hægra lunga. Á fjórða degi var tilkynnt að úr greftri yxi nókardía og var í kjölfarið staðfest að um Nocardia farcinia væri að ræða. Hafin var meðferð með trímetóprím/ súlfa 480mg x2 á dag í æð í stað cefazólíns og steraskammtar minnkaðir. Vegna almenns lélegs ástands var ákveðið að bíða með frekari upp- vinnslu á fyrirferð í heila og hnútum í lungum. Skipt var yfir í töflumeðferð með trímetóprími/ Mynd 1. Roði og bólga í húð. Á miðju liandarbaki sjást ummerki eftir ísetningu kera. Mynd tekin á fimmta degi innlagnar. (Mynd: Bryndís Sigurðardóttir.) LÆKNAblaðið 2010/96 41 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.