Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Síða 33

Læknablaðið - 15.06.2010, Síða 33
S J FRÆÐIGREINAR ÚKRATILFELLI minnsta kosti 12 mánuðir hjá öllum þeim sem eru ónæmisbældir eða með sýkingu í miðtaugakerfi,2-5 Auk þess er mikilvægt að minnka ónæmisbælingu eins og hægt er, sérstaklega barkstera. Hjá þeim sem ekki eru ónæmisbældir eru lungnasýkingar yfirleitt meðhöndlaðar í að minnsta kosti þrjá til sex mánuði og húðsýkingar í tvo til fjóra mánuði.2' 3 Oft er hægt að skipta í meðferð um munn eftir þrjár til sex vikur en það fer þó eftir meðferðar- svörun.2 Horfur eru háðar útbreiðslu sýkingarinnar. Fyrir tíma sýklalyfja létust nær allir sem fengu nókardíusýki í lungu en nú er líklega hægt að lækna allt að 90% lungnasýkinga og húðsýkingar má nær undantekningarlaust lækna.1'5 í dreifðum sjúkdómi utan miðtaugakerfis er dánartíðnin á bilinu 20 til 60% en sé um að ræða sýkingu í miðtaugakerfi, eins og hugsanlega var raunin í umræddu tilfelli, er hún talin vera frá 40-90% þrátt fyrir meðferð.3,5 Sjúkratilfellið minnir á að óvenjulegir og sjaldgæfir sýklar geta valdið sýkingum hjá ónæmisbældum sjúklingum á íslandi og að einkenni og teikn sýkingartna geta líkst þeim sem eru af völdum hefðbundinna sýkla eða annarra sjúkdóma. Tilfellið minnir okkur einnig á að hár aldur, illkynja sjúkdómar og meðferð með sykursterum geta valdið verulegri ónæmisbæl- ingu. Mikilvægt er fyrir lækna að vera vel vakandi fyrir óvanalegum sýkingum eins og nókardíusýki í ónæmisbældum einstaklingum. Heimildir 1. Brown-Elliott BA, Brown JM, Conville PS, Wallace RJ. Clinical and laboratory features of the Nocardia spp. based on current molecular taxonomy. Clin Microb Rev 2006; 19: 259-82. 2. Lerner PI. Nocardiosis. Clin Infect Dis 1996; 22: 891-905. 3. Lederman ER, Crum NF. A case series and focused review of nocardiosis. Medicine 2004; 83: 300-13. 4. Minero MV, Marín M, Cercenado E, Rabadán PM, Bouza E, Munoz P. Nocardiosis at the turn of the century. Medicine 2009; 88:250-61. 5. Martínez R, Reyes S, Menéndez R. Pulmonary nocardiosis: risk factors, clinical features, diagnosis and prognosis. Curr Opin Pulm Med 2008; 14: 219-27. Nocardiosis in immunocompromised host presenting as cellulitis Background: Nocardia is a rare pathogen of mainly immunocomprised patients. Only two cases of nocardiosis have previously been identified in lceland. Case description: A 92-year-old male on glucocorticoid therapy with metastatic bladder cancer presented with two weeks history of progressive swelling and erythema of the hand and deteriorating cognitive functioning. A brain lesion and pulmonary nodules were identified and Nocardia farcinia was cultured from a hand abscess. The patient was initially treated with trimethoprim/sulfamethoxazole but because of rapid deterioration and old age an end-of- life decision was made. Conclusion: This case of nocardiosis illustrates the importance of uncommon opportunistic infections in immunocompromised lcelandic patients. >- tr < 2 5 D C/> X V) Asgeirsson H, Sigurdardottir B. Nocardiosis in immunocompromised host presenting as cellulitis. Icel Med J 2010; 96:423-5. Key words: Nocardiosis, nocardia, immunosuppression. Correspondence: Bryndís Sigurðardóttir, bryndsig<Blandspitali.is Barst: 21. desember 2009, - samþykkt til birtingar: 25. febrúar 2010 Hagsmunatengsl: Engin LÆKNAblaðið 2010/96 421

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.