Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2010, Page 34

Læknablaðið - 15.06.2010, Page 34
15. Ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum f Háskóla íslands 5. og 6. jjanúar 2011 Ráðstefnan er haldin á vegum læknadeildar, tannlæknadeildar, lyfjafræðideildar, hjúkrunarfræðideildar, matvæla- og næringarfræðideildar og sálfræðideildar, námsbrautar í sjúkraþjálfun, námsbrautar í geisla- og lífeindafræði, Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Tilraunastöðvar Háskóla íslands að Keldum. Umsjón með ráðstefnunni hefur Vísindanefnd læknadeildar og fulltrúar annarra deilda, námsbrauta og stofnana innan heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands. Staðsetning og tími: Háskólatorgi dagana 5. og 6. janúar 2011. Þátttakendur: Kennarar og starfsmenn ofangreindra deilda og stofnana. Þau sem vinna að rannsóknum í samvinnu við starfsfólk deilda og námsbrauta eru jafnframt velkomin, sama gildir um kennara og starfsmenn annarra deilda Háskóla íslands. Þátttökugjald: Almennt gjald 13.000 kr., en 4000 kr. fyrir háskólastúdenta. Tekið við greiðslu með VISA/Eurocard/MasterCard. Beiðni um greiðslu fyrir þátttakendur af hálfu stofnunar, deildar eða fyrirtækis þarf að berast skriflega til framkvæmdastjóra ráðstefnunnar. Erindi og veggspjöld: Gert er ráð fyrir stuttum erindum (10 mínútur hvert, sjö mínútur í kynningu og þrjár í umræðu) og spjaldakynningu (stærð spjalda 90 (breidd) x 120 (hæð) cm). Höfundar taki fram hvort þeir óska eftir að halda erindi eða sýna veggspjald en Vísindanefnd áskilur sér rétt til að ákveða hvort ágrip verði kynnt sem erindi eða veggspjald til þess að hægt verði að finna öllu stað. Ágrip: Ágrip erinda og veggspjalda verða gefin út í Fylgiriti Læknablaðsins. Ágripi skal skilað sem Word skjali á rafrænu formi til framkvæmdastjóra ráðstefnunnar. Leiðbeiningar fyrir ágrip: Hámarkslengd ágripa miðast við 1800 letureiningar (characters with spaces), talið án nafna höfunda og stofnana. Ágrip skulu vera skrifuð á íslensku, flutningur erinda eða kynning veggspjalda má vera á ensku. Eftirtalin atriði komi fram í ágripi: 1) Titill, nöfn höfunda, nafn flytjanda/kynnis feitletrað, vinnustaðir með tilvísun til höfunda, í þessari röð. 2) Ágripið skiptist í kaflana: Inngangur, Efniviður og aðferðir, Niðurstöður, Ályktanir. 3) Ekki er tekið við töfium eða myndum. 4) í titli eiga ekki að vera skammstafanir. í texta skulu skammstafanir skýrðar með fullum texta og síðan skammstöfun I sviga á eftir. 5) Efnisflokkar eru allar greinar læknisfræði, tannlæknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfunar, lyfjafræði, sálfræði, sem og lífefnafræði, lífeðlisfræði, faraldsfræði, frumulíffræði, erfðafræði, ónæmisfræði, örverufræði, matvæla og næringarfræði og heilsufélagsvísinda, og skulu höfundar tilgreina efnisflokk. Efnið er miðað við reynslu undanfarinna ára, en möguleiki er að bæta við flokkum. 6) Tilgreina skal hvort flytjandi/kynnir ágrips er doktors- eða meistaranemi. Athugið: Vísindanefnd áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum sem ekki fjalla um rannsókn, ekki er vandað til, uppfylla ekki ofangreind skilyrði eða kröfur um vísindalegt innihald. Skilafrestur fyrir ágrip erinda og veggspjalda er 31. október 2010. Skráning og framkvæmdastjórn: Menningarfylgd Birnu ehf., Birna Þórðardóttir birna@birna.is Sími: 862 8031 Vísindanefnd læknadeildar og fulltrúar deilda, námsbrauta og stofnana Alfons Ramel Bergljót Magnadóttir Hekla Sigmundsdóttir Erla Kolbrún Svavarsdóttir Jörgen Pind Kristín Ólafsdóttir Sighvatur Sævar Árnason Svend Richter Unnur Anna Valdimarsdóttir Vilhjálmur Rafnsson, formaður Magnús Gottfreðsson María Þorsteinsdóttir Már Másson Sigurbergur Kárason 422 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.