Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2010, Page 39

Læknablaðið - 15.06.2010, Page 39
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR HEIMILISLÆKNAR Á SELFOSSI Arnar Guðmundsson og ]órunn Viðar Valgarðsdóttir heimilislæknar á Selfossi. sagt okkur systkinunum sögu af því þegar hann var sex ára gamall á landbúnaðarsýningu á Húsavík og sá þar verðlaunahrútinn Pjakk," segir Jórunn. „Þetta var merkilegur hrútur sem notaður var til undaneldis víða á Norðausturlandi. En þegar við Arnar komum þarna inn í herbergi til gamla bóndans á bænum þá sjáum við þessa mynd á veggnum og segjum meira í gríni en alvöru; „þetta skyldi þó ekki vera Pjakkur." Gamli maðurinn lifnaði allur við og þótti stórmerkilegt að við svona ung skyldum þekkja Pjakk, uppáhaldshrútinn hans, 50 árum eftir að hann var allur. Þetta var auðvitað algjör tilviljun en sá gamli treysti okkur til allra verka eftir þetta," segir Jórunn og má hafa þetta til marks um hversu mikilvægt er að heimilislæknar séu vel heima um hagi sjúklinga sinna. Sérnám í Svíþjóð Ákvörðun þeirra hjónanna um framhaldsnám í heimilislækningum var tekin fyrripart árs 2001. „Við vorum í þessu dæmigerða millibilsástandi íslenskra unglækna, taka afleysingar í sjúkrahúsdeildum og heilsugæslustöðvum meðan verið er að gera upp við sig hvað á að læra og hvert á að fara," segir Amar. „Við vorum búin að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur, okkur bauðst að fara til Bretlands og læra á sama sjúkrahúsi undir sama yfirlækni og mamma hafði gert," segir Jórurrn. „En svo kom heil sendinefnd frá Svíþjóð sem bauð unglæknum gull og græna skóga ef þeir vildu koma í sérnám í heimilislækningum til Svíþjóðar. Okkur bauðst að fara til Skövde í Svíþjóð sem er þekkt „útungunarstöð" fyrir íslenska heimilislækna og eftir nokkra umhugsun ákváðum við að taka því boði," segir Arnar. „Þarna hafa mjög margir íslenskir læknir verið við nám og störf, og við settumst að í eins konar íslendinganýlendu, svo þetta var bara einsog að koma heim. Á tímabili voru þarna tugir íslenskra lækna við nám og störf, flestir í heimilislækningum, enda er námið mjög vel skipulagt og því eftir nokkru að slægjast." Þau fluttust út til Skövde haustið 2001 og þrátt fyrir litla sænskukunnáttu í upphafi að sögn Arnars gekk aðlögunin mjög auðveldlega fyrir sig. „Ég byrjaði reyndar á því að vera í pabbaorlofi en Jórunn fór beint að vinna," segir Arnar. „Ég fékk blað með orðum og orðskýringum en þetta gekk ótrúlega vel og orðaforðinn vindur hratt upp á sig. Svo snýst starfið mikið um að hlusta á sjúklinginn. Maður þarf ekki að tala svo mikið sjálfur. Og segja íbygginn: Ja, just det!" segir Arnar hlæjandi. „Og vera skilningsríkur á svipinn og humma svolítið af og til," bætir Jórunn við. „í alvöru talað þá reyndist ekkert mál að skilja sænskuna, en það tók aðeins lengri tíma að verða sleipur í að tala hana." „Skövde er 50.000 manna bær og í umdæminu LÆKNAblaðið 2010/96 427

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.