Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2010, Side 43

Læknablaðið - 15.06.2010, Side 43
U M R Æ Ð A 0 G FRÉTTIR HEIMILISLÆKNAR Á SELFOSSI Jr X -A Gróðurhúsið hefurfengið nýtt gler og vínviðurinn dafnar. stærstu sumarhúsabyggða landsins í Grímsnesi, uppsveitum Árnessýslu og víðar. „Heilsugæslan á Selfossi er virk í kennslustarfi og hingað koma læknanemar og kandídatar og einnig höfum við haft námslækna í heimilislækningum. Það gefur starfinu enn meira gildi að hafa hér læknanema eða lækna í starfsnámi. Niðurskurður vegna efnahagsástandsins hefur þó því miður einnig bitnað á þessum þætti starfseminnar hér sem annars staðar á landinu. Fjármagn verður að fást til að launa stöður námslækna, annars er hætt við að þeir fari beint út í sérnám og komi ekki aftur," segir Arnar. Þau segja að allir á svæðinu séu sammála um að vilja sem mesta og besta þjónustu í heimahéraði. „Hér hefur verið byggð upp mikil og góð þekking og teljum við að þjónustan sé mjög góð/' segir Arnar. „Skilaboð ráðamanna hafa verið mjög misvísandi, einn heilbrigðisráðherra vill efla þjónustu í heimabyggð og síðan \'ill sá næsti draga úr henni," segir Jórunn og hristir höfuðið. „Spurningin snýst um á hvaða stigi þjónustan hér á að vera. Vissulega er ekki mikil vegalengd til Reykjavíkur en þó geta skapast aðstæður þar sem ekki er alveg einboðið að komast á milli. Okkur þykir slæmt að hafa misst vakt skurðlæknis og svæfingalæknis sem lögð var niður um síðustu áramót vegna niðurskurðar. Þetta þýðir meðal annars að bruna þarf með fæðandi konur til Reykjavíkur ef fæðing kallar á slíka sérfræðinga," segir Jórunn. Arnar bætir því við að þeim hafi ekki þótt útreikningar sérfræðinga heilbrigðisráðuneytisins um samanburð á hag- kvæmni Landspítala og kragasjúkrahúsanna vera alveg sanngjarnir. „Það má reikna þetta á ýmsa vegu og fá ýmsar niðurstöður. Hvers vegna ekki að snúa dæminu við og sjá hvernig það kæmi út að senda sjúklinga af höfuðborgarsvæðinu á kragasj úkrahúsin?" Jarðskjálftinn gerði usla Ekki verður skilist svo við læknishjónin Arnar og Jórunni að líta ekki til þeirra á óðalsjörðina á bökkum Ölfusár. Húsið er sérstakt útlits, teiknað af Jóni Haraldssyni arkitekt sem teiknaði á sínum tíma ekki ófáar heilsugæslustöðvar og skóla á landsbyggðinni. Byggingarstíll hússins minnir á slíkt og á það vel við í þessu tilfelli. „Þetta er í grunninn vel byggt hús enda var það steypustöðvarstjórinn, Ólafur Jónsson á Selfossi, sem byggði það á 8. áratug síðustu aldar. Hann og eiginkona hans, Hugborg, voru miklir skógræktarfrumkvöðlar og er lóðin sem er einn hektari mikið til vaxin trjám og njótum við afraksturs þeirrar vinnu í dag. Hér höfum við einnig gróðurhús en það fór heldur illa í jarðskjálftanum fyrir tveimur árum. Mest allt glerið í því brotnaði og við erum eiginlega fyrst nú að klára að koma því í lag aftur." Ibúðarhúsið fór heldur ekki varhluta af skjálftanum, veggir sprungu, leki og aðrar skemmdir komu fram og fleiri skemmdir eiga vafalaust eftir að koma í ljós. „Það hefði sjálfsagt farið enn verr ef það hefði ekki verið svo sterklega byggt. Það tók síðan langan tíma að fá skemmdirnar metnar sem hefur tafið lagfæringar og endurbætur. Það er talsvert sem þarf að laga og mikil vinna í kringum það. Framhaldið lofar hins vegar góðu," segja þau og hlakka til sumarsins í skjóli trjánna á Ölfusárbökkum. LÆKNAblaðiö 2010/96 431

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.