Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2010, Page 45

Læknablaðið - 15.06.2010, Page 45
UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR FLÝTIBATAMEÐFERÐ meira eða minna leyti en það er þó ekki skipulagt af stjórnvöldum." Hann segist telja að ísland sé vel fallið til að taka upp flýtibatameðferð þar sem sjúkrahús séu tiltölulega fá og sjúklingahópurinn ekki stór. „Það ætti því að vera einfalt að samræma aðgerðir og hafa góða yfirsýn yfir árangurinn." Að sögn Kehlets eru þrír áratugir síðan hann fékk áhuga á að þróa flýtibatameðferð. Hann leiðir nú rannsóknarhóp sem rannsakar meðal annars minnisglöp aldraðra sjúklinga eftir mjaðma- og hnéskiptiaðgerða. „Við erum einnig að rannsaka sársaukaþröskuld fólks en þar leika erfðir stórt hlutverk og einstaklingsbundinn sársaukaþröskuldur ræður miklu um hversu fljótt fólk er að jafna sig eftir aðgerð," segir hann. Einstaklega góður árangur Kristín Jónsdóttir fæðinga- og kvensjúkdóma- læknir segir að á kvennadeild Landspítala hafi verið byrjað að beita flýtibata við legnám í september 2007 og við valkeisaraskurði í október 2008 og síðan allar aðgerðir frá 1. febrúar í ár. Hún segir að svo virðist ekki vera að fylgikvillum hafi fjölgað en verið sé að taka saman tölfræðina fyrir legnám og keisaraskurði. „Mikilvægast er að konunum líður betur eftir aðgerð og eru mun fljótari að ná sér. Fylgikvillar hafa ekki aukist og legutíminn styttist um helming eða meira. Sem dæmi ná nefna að legutími eftir legnám er nú einn sólarhringur en var áður 4-5. Það er mikilvægt að átta sig á því að flýtibatameðferðin nær yfir allt ferlið; frá því ákvörðun um aðgerð er tekin og þar til sjúklingur hefur ná fullum bata. Fyrir aðgerð er fræðsla mjög mikilvæg þannig að sjúklingurinn viti nákvæmlega hvað stendur til, og hann sé öruggur og líði vel. Flýtimeðferð dregur verulega úr verkjum og ógleðivandamálum sjúkingsins og fasta fyrir og eftir aðgerð er mun styttri en í hefðbundinni meðferð." Aðspurð um hvort þetta sé ekki of gott til að vera satt brosir Kristín og segir það kannski vera vandamálið í hnotskurn. „Fólk er vantrúað á hversu góður árangur er af flýtibatameðferðinni. Ég var svo heppin að kynnast þessu á sjúkrahúsi í Danmörku þar sem ég var í sérnámi og kom með Kristín Jónsdóttirfæðinga- og kvensjúkdómalæknir. kunnáttuna með mér heim. Hér á kvennadeildinni hefur árangurinn verið einstaklega góður og ég varð vör við mikinn áhuga á skurðlæknaþinginu þar sem Kehlet talaði. Þetta ætti að vera sérstakt áhugamál heilbrigðisyfirvalda þar sem sparnaður af þessu er ótvfræður, bæði í styttum legutíma sjúklinga og einnig komast þeir yfirleitt mun fyrr til fullrar heilsu. Þetta er því þjóðhagslega mjög hagkvæmt," segir Kristín Jónsdóttir. Breytt hugarfar „Fyrst og fremst snýst þetta um breytt hugarfar," segir Sveinn Geir Einarsson yfirlæknir svæfinga- deildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði um flýtibata- meðferðina sem Kehlet hefur þróað. „Flýtibatameðferð hefur verið tekin upp víða á sjúkrahúsum hérlendis og hefur Landspítalinn trúlega verið þar hvað duglegastur, sérstaklega kvennadeildin og meltingarskurðdeildin. Þetta er líka orðin viðtekin aðferð á St. Jósefsspítala, Akranesi og á Akureyri þó ekki sé það með eins formlegum hætti. Það sem margir eiga erfitt með að meðtaka við flýtibatameðferð er að LÆKNAblaðið 2010/96 433

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.