Læknablaðið - 15.12.2010, Page 19
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Heilsukvíði - aukin þekking
og meðferðarmöguleikar
Sóley Dröfn
Davíðsdóttir1
klínískur sálfræðingur
Ólafur Árni
Sveinsson2
taugalæknir
Lykilorð: heilsukvíði,
líkömnunarraskanir, hugræn
atferlismeðferð, serótónín-
endurupptökuhemlar.
1Kvíðameðferðarstöðinni,
Reykjavík, 2taugadeild
Karolinska sjúkrahúsins,
Stokkhólmi.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Ólafur Sveinsson,
taugadeild Karolinska
sjúkrahússins,
Stokkhólmi, Svíþjóð
olafur.sveinsson@
karolinska.se
Ágrip
Heilsukvíði einkennist af óhóflegum og hamlandi
kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið
alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður
læknisskoðana og rannsókna bendi til annars.
Heilsukvíðnir hafa margir hverjir ítrekað gengist
undir læknisrannsóknir sem ekki hafa verið til
þess fallnar að veita trúverðugar skýringar á þeim
vanda sem fyrir er. Endurteknar fregnir af því
hvað sé líklegast ekki að hrjá hinn heilsukvíðna
slær aðeins á kvíða hans í skamman tíma og getur
aukið á ráðaleysið og grafið undan trausti hans á
heilbrigðiskerfið þegar til lengri tíma er litið.
Aukinn áhugi hefur vaknað á heilsukvíða á
síðastliðnum árum og áratugum. Ekki síst er það
góður árangur hugrænnar atferlismeðferðar sem
getið hefur af sér þertnan aukna áhuga. Samkvæmt
hugrænu skýringarlíkani á heilsukvíði rætur í
og er viðhaldið af rangtúlkunum á eðlilegum
líkamseinkennum. Auk þess hefur lyfjameðferð
með sértækum serótónín-endurupptökuhemlum
getið af sér ágætis árangur. Hefur vandinn
löngum þótt illviðráðanlegur en með hugrænni
atferlismeðferð og/eða lyfjameðferð hefur náðst
betri árangur í meðferð þessa oft illvíga vanda.
Tilgangur þessarar greinar er að auka þekkingu
íslensks heilbrigðisstarfsfólks á heilsukvíða og
ekki síst að gera grein fyrir auknum meðferðar-
möguleikum.
Inngangur
Hóflegar áhyggjur af heilsunni geta verið gagn-
legar og stuðlað að heilsusamlegu líferni. Hjá
sumum verða þessar áhyggjur hins vegar að
óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast
að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að
niðurstöður læknisskoðana og rannsókna bendi til
annars. Þetta ástand nefnist á ensku hypochondriasis
og var áður þýtt sem ímyndunarveiki. Ekki er sú
þýðing heppileg því vanlíðanin sem vandanum
fylgir er engin ímyndun. Undanfarið hefur
orðið heilsukvíði (health anxiety) verið notað og
mun það einnig gert hér. Greiningarskilmerki
heilsukvíða (DSM-IV) má sjá í töflu I.1
Heilsukvíði er flokkaður með líkömnunar-
röskunum í bæði DSM-IV og ICD-10 greining-
arkerfunum. Einkennast þessar raskanir af líkam-
legum einkennum sem talin eru eiga sér sálrænar
orsakir. Undir þennan flokk heyra geðraskanir,
svo sem hugbrigðaröskun (conversion disorder)
og líkamsgervingarheilkenni (somatisation dis-
order).
Heilsukvíðnir hafa ósjaldan gengið á milli
lækna og eiga margir hverjir flókna sjúkrasögu að
baki. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir eru þeir oft
óánægðir með þjónustuna sem þeir hafa fengið
enda hafa þeir oftar fengið að heyra hvað sé ekki að
þeim en trúverðugar skýringar lækna á því hvað
sé raunverulega að hrjá þá.2 Þeir upplifa að þeim
sé illa sinnt og ekki teknir alvarlega. Því missa
þeir oft traust á læknum og telja þá illfæra um
réttar sjúkdómsgreiningar. Á sama hátt geta þessir
einstaklingar reynst læknum erfiðir. Læknarnir
upplifa að heilsukvíðnir hlusti ekki á þá, treysti
þeim ekki og leiti til annarra lækna og erfiðlega
gengur að sannfæra þá um að vandinn eigi sér
sálrænar rætur.3
Aukinn áhugi hefur vaknað á heilsukvíða á
síðastliðnum árum og áratugum. Ekki síst er það
góður árangur hugrænnar atferlismeðferðar sem
Tafla I. Greiningarskilmerki heilsukviða.1
Viðkomandi er gagntekinn af þeirri hugmynd að hann
sé haldinn alvarlegum sjúkdómi sökum mistúlkunar á
líkamlegum óþægindum eða breytingum.
Þessi hugmynd viðhelst þrátt fyrir viðeigandi læknisfræðilegt
mat og hughreystingar.
Hugmyndin um að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi er ekki
ranghugmynd í ströngum skilningi eins og í hugvilluröskun
(delusional disorder) og takmarkast ekki við áhyggjur af
útlitinu eins og líkamslýtaröskun (body dysmophic disorder).
Röskunin hefur í för með sér markverða þjáningu eða
minnkaða starfshæfni.
Ástandið hefur varað í að minnsta kosti sex mánuði.
Vandinn skýrist ekki betur af almennri kvíðaröskun,
þráhyggju- og árátturöskun, felmtursröskun,
þunglyndisskeiði, aðskilnaðarkvíða eða annarri
líkömnunarröskun.
LÆKNAblaðið 2010/96 755