Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2010, Page 43

Læknablaðið - 15.12.2010, Page 43
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR FRUMKVÖÐLASETUR Það kemur eflaust einhverjum á óvart að frumkvöðlasetur hafa verið rekin hérlendis í ellefu ár og á þeim tíma hefur ekki eitt einasta fyrirtæki innan þeirra farið á hausinn. „Þetta undirstrikar að þrátt fyrir áhættuna af því að hrinda í framkvæmd nýrri hugmynd, þá verður hin faglega aðstoð og faglega umgjörð setursins til þess að draga umtalsvert úr áhættunni." Samanlagt eru á milli 90 og 100 viðskipta- hugmyndir vistaðar hjá Nýsköpunarmiðstöð og er mjög mismunandi hversu langt þær hafa verið þróaðar. „Sumar eru nánast á frumstigi, aðrar eru komnar vel áleiðis í framleiðslu og sölu. Hér á heilsutæknisetrinu KÍM eru þetta flest lengra komin verkefni sem eiga sér nokkurra ára sögu. Menntunarstig fólksins sem hér starfar er mjög hátt og sérfræðikunnáttan er mikil. Við vonumst til að tengjast betur Háskólunum og að hingað sæki doktorsnemar til að vinna að rannsóknarverkefnum sínum í framtíðinni." Mikil bjartsýni Sigríður segir að þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í íslensku efnahagslífi þá sé ástæðulaust að glata bjartsýninni. „Hér er menntunarstig hátt og þekking almenn, það er auðvelt að stofna fyrirtæki á íslandi, auðvelt að afla sér tengsla og upplýsinga. Þessu verður að halda á lofti og þrátt fyrir að fjárfestar séu í biðstöðu núna er engin ástæða til að leggja árar í bát. Síður en svo. Alþingismenn sem komu hingað nýlega höfðu sérstaklega orð á því hversu gaman væri að finna „Fyrirtækin njóta tiálægðarinnar við hvert annað," segir Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri. hve fólkið hér hefði sterka trú á framtíðinni. Hér hafa komið erlendir gestir sem hafa kolfallið fyrir hugmyndinni og talað fjálglega um að setja á stofn svona setur heima fyrir. Hér er mikil bjartsýni ríkjandi og gestir okkar finna sannarlega fyrir því." Það felst í hugmyndinni um frumkvöðlasetur að á einhverjum tímapunkti hleypi fyrirtækin heimdraganum og standi á eigin fótum. „Það tekur hins vegar mun lengri tíma en margir gera sér grein fyrir að þróa nýja hugmynd alveg frá grunni. A setrum Nýsköpunarmiðstöðvar íslands eru fyrirtæki sem búin eru að vera í nokkur ár og er það mjög eðlilegt, þar sem þróunartími tæknilegra nýsköpunarhugmynda er langur og auðvelt að benda á að fyrirtæki á borð við Marel, Össur og Actavis tóku ekki flugið fyrr en eftir 12-14 ár. Við vonumst til þess að þegar fyrirtækin eru orðin það stór að þau rúmist ekki hér lengur á setrum Nýsköpunarmiðstöðvar, þá flytji þau frá okkur. Margir frumkvöðlar hafa lýst þeirri reynslu sinni að þeir hefðu aldrei náð sér á strik nema af því að þeir nutu skjóls hjá okkur meðan þeir voru að koma undir sig fótunum. " Sigríður segir að ekki hefði verið mögulegt að stofna KÍM-Medical Park án öflugs stuðnings iðnaðarráðuneytisins og Summit eignarhalds- félags, en hvert setur á sér sína stuðningsaðila í gegnum sveitarfélög, fyrirtæki og eignarhalds- félög. „Það er samvinna margra aðila sem hefur skilað þessu góða starfi frumkvöðlasetranna og erum við afar þakklát fyrir hve vel hefur tekist til." LÆKNAblaðið 2010/96 779

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.