Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Síða 11

Læknablaðið - 15.01.2011, Síða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Harpa Kristinsdóttir1 læknanemi Michael Clausen2 barna- og ofnæmislæknir HildurS. Ragnarsdóttir3 hjúkrunarfræðingur Ingibjörg H. Halldórsdóttir3 líffræðingur Doreen McBride4 sérfræðingur Kirsten Beyer5 barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1’3 barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir Lykilorð: börn, fæðuofnæmi, algengi, astmi. ’Læknadeild Háskóla íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3ónæmisfræðideild Landspítala, “Institute for Social Medicine, Epidemiology, and Health Economics 5Department of Pediatrics, Division of Pneumonology and Immunology, Charite, Universitatsmedizin Berlin. Fyrirspurnir og bréfskipti: Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, ónæmisfræðideild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. veiga@landspitali. is Algengi fæðuofnæmis hjá íslenskum börnum á fyrsta ári Ágrip Inngangur: Rannsóknin er hluti af alþjóðlegri fæðuofnæmisrannsókn, EuroPrevall. Markmiðið var að rannsaka algengi fæðuofnæmis hjá íslenskum börnum á fyrsta ári. Efniviður og aðferðir: Börnum (n=1341) var fylgt eftir frá fæðingu til eins árs aldurs. Spurningalistar voru lagðir fyrir við fæðingu og 12 mánaða aldur. Bam með einkenni fæðuofnæmis var skoðað af rannsóknarlækni, ofnæmishúðpróf gerð og sértækt IgE mælt. Fæðuofnæmi var staðfest eða afsannað með tvíblindu þolprófi. Niðurstöður: Alls kom 231 barn í læknisheim- sókn. Fjörutíu og fjögur börn (3,27%) voru með jákvæð ofnæmispróf, þar af 21 (1,57%) með jákvætt húðpróf og 40 (2,98%) með sértækt IgE í sermi. Fæðuofnæmi var staðfest hjá 25 börnum (1,86%). Algengi ofnæmis fyrir eggjum var 1,42%; mjólk 0,52%; fiski 0,22%; hveiti 0,15%; jarðhnetum 0,15% og soja 0,07%. Exem var greint hjá 7,90% (n=106) og samkvæmt spurningalista voru 8,80% með astma (n=118). Jákvæð fjölskyldusaga var sterkasti áhættuþátturinn fyrir astma (OR=2,12; p<0,001) og exemi (OR=1,90; p=0,004). Fylgni var á milli áhættuþátta og ofnæmissjúkdóma innan fjölskyldna. Alyktun: Niðurstöðurnar sýna heldur lægri tíðni en fyrri rannsókn á fæðuofnæmi hjá íslenskum bömum á öðru ári. Þær sýna einnig lægri tíðni fæðuofnæmis en í sumum öðrum Evrópulöndum sem hugsanlega má rekja til erfða og umhverfis- þátta. Inngangur Fáar framskyggnar rannsóknir hafa verið gerðar í Evrópu á fæðuofnæmi barna frá fæðingu. Euro- Prevall-hóprannsóknin er samevrópskt verkefni sem varpar á ljósi á eðli og algengi fæðuofnæmis hjá börnum í Evrópu frá fæðingu til 30 mánaða aldurs. Margar rannsóknir hafa áætlað algengi fæðu- ofnæmis. Ekki er ljóst hvort mismunandi grein- ingaraðferðir, landfræðilegur eða erfðafræðileg- ur munur eða allt þetta veldur mismunandi niðurstöðum. Rannsóknir þar sem IgE-miðlað fæðuofnæmi var sannað með þolprófum sýna 1-4,2% algengi hjá börnum (1-11 ára) en 0,8-3,2% hjá fullorðnum! Um 4-38% einstaklinga telja sig hafa fæðuofnæmi! Mismunandi niðurstöður og greiningaraðferðir gera samanburð erfiðan og kalla á nýja fjölþjóðarannsókn byggða á stöðluðum aðferðum. Myndun fæðuofnæmis er talin ráðast af samspili erfða og umhverfis. Fjölbreytileiki sem tengist fæðuofnæmi hefur fundist í níu genum.2 Ekki er vitað hvaða umhverfisþættir skipta máli.3- 4 Það hefur verið talið verndandi að gefa börnum eingöngu brjóstamjólk og ekki fastan mat fyrr en eftir sex mánaða aldur! Þetta hefur líka verið dregið í efa.4-6 Eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) ráðlagði brjóstamjólk til 4-6 mánaða ald- urs hefur fæðuofnæmi aukist í hinum vestræna heimi.6 Markmið þessa hluta EuroPrevall-rannsókn- arinnar var að rannsaka algengi fæðuofnæmis hjá íslenskum bömum á fyrsta ári og jafnframt að skoða algengi barnaexems og astma. Einnig voru skoðuð tengsl umhverfis og ofnæmissjúkdóma foreldra við ofnæmissjúkdóma barna. Efni og aðferðir Lýsing á aðferðum EuroPrevall-rannsóknarinnar hefur verið birt og þar má lesa nánar um þær.7 Þessi rannsókn var framskyggn ferilrannsókn. Þátttakendur voru 1341 barn og foreldrar þeirra sem uppfylltu eftirfarandi þátttökuskilyrði: skrif- legt upplýst samþykki foreldra, meðganga 34 vikur eða lengur og lífsmarkaskor (APGAR) sjö stig eða hærra eftir fimm mínútur frá fæðingu. Auk þess þurfti móðir að hafa málskilning til að skilja inntak rannsóknarinnar. Persónuvemd og Vísindasiðanefnd samþykktu rannsóknina í september 2005. Þátttakenda var aflað frá október 2005 til júní 2008. Barnshafandi konur fengu upp- lýsingar um rannsóknina í mæðraeftirlitinu eða á fósturgreiningardeild Landspítala. Eftir fæðingu barns var hringt í móður þess og lagður fyrir hana staðlaður spurningalisti. Börnunum var fylgt eftir í 12 mánuði frá fæð- ingu. Þremur, sex og níu mánuðum eftir fæðingu var haft samband við móður og minnt á einkenni fæðuofnæmis og mikilvægi þess að hafa samband ef þau kæmu fram. Dæmi um einkenni voru LÆKNAblaðið 2011/97 11

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.