Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2011, Page 23

Læknablaðið - 15.01.2011, Page 23
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T vefnum. Hins vegar hefur þel háræða eðlilegt útlit og ekki sjást ferskar blæðingar í utanæðabili.1'I0- 4°, 41 Varanlegu breytingarnar hafa takmarkaðri útbreiðslu en þær bráðu og eru oftast bundnar við vörtukjama og bak- og miðlæga kjarna stúku.42 Hjá einstaklingum með meinavefjabreytingar Wernicke í heila er jafnframt algengt að finna hrörnun í fremri- og efri hluta hnykilorms (vermis cerebelli). Slík hrömun sést hjá rúmlega þriðjungi tilfella með berum augum og nær helmingi við smásjárskoðun (mynd 2).1-10 Sjúkdómseinkenni Klínísk einkenni Wemicke (tafla I) koma fram með bráðum hætti eða á örfáum dögum. Megineinkennin era: 1) breytingar á hugarástandi (mental status) eða ruglástand, 2) truflun á augnhreyfingum, 3) óstöðugt göngulag eða stöðu- og göngulagstruflun (stance and gait ataxia). Vanalega sjást eitt eða tvö af megineinkennum við skoðun og öll þrjú sjást aðeins hjá þriðjungi sjúklinga.1 Breyting á hugarástandi: Algengast er almennt ruglástand með þreytu og sinnuleysi, oft án áberandi óróleika. Athygli, einbeiting og minni eru skert. I alvarlegri tilfellum getur sést tituróráð, meðvitundarskerðing eða meðvitundarleysi.1 Truflun á augnhreyfingum: Lárétt augnatin (horizontal nystagmus) er algengast og margir eru líka með lóðrétt augnatin (vertical nystagmus). Oft sést veiklun á hliðlæga réttivöðva augnhnattar (m. rectus lateralis bulbi oculi) eða ósamhæfð augnstaða (dysconjugate gaze). Önnur sjaldgæfari augneinkenni geta sést: Misvíð sjáöldur, minnkuð ljóssvörun, blæðingar í sjónhimnu, sig á efra augnloki (ptosis), sjónsviðsskerðing eða bjúgur í sjóntaug (optic disc).' í alvarlegum veikindum getur sést algjör lömun augnhreyfinga og ekki er hægt að framkalla augnhreyfingar með því að snúa höfðinu (doll's eyes) eða með því að dæla ísvatni í eyra. Þá getur sést lækkaður líkamshiti og lágþrýstingur.43 Ostöðugt göngulag sést hjá langflestum í mismiklum mæli. Slíkt getur verið allt frá vægu óöryggi við gang með erfiðleikum við að ganga eftir beinni línu (tandem, heel-to-toe walking) til göngulags sem er breiðspora og mjög óöruggt. I alvarlegustu tilfellum getur sjúklingur hvorki setið uppi, staðið né gengið þrátt fyrir mikla hjálp.1 I bráðum veikindum getur sést stjórnleysi eða óregluhreyfingar (ataxia) á útlimum, oftast við hæl- hné próf. Sjaldnast er sjúklingur þvoglumæltur (ataxic speech).1 Jafnvægisleysi við að sitja, standa og ganga í bráðum Wemicke er talið vera vegna alvarlegrar vanstarfsemi í andarkjörnum. Tvær Mynd 2. Eðlitegur hnykilormur (2a). Veruleg rýrnun hnykilonns (2b). Eðlilegur hnykilbörkur (Ijóssmásjá, HE, 2c). Rýrnun og þynning hnykilbarkar. Purkinje-frumur eru að mestu horfnar, mikilfækkun kornfrumna (granular cells) en fjölgun taugatróðsfrumna í baunalagi (stratum moleculare) (2d). Tafla I. Klínisk einkenni Wernicke-sjúkdóms. Sjúkdómseinkenni eöa teikn Nánari lýsing Breyting á hugarástandi Almennt ruglástand. Skerðing á meðvitund, stundum meðvitundarleysi. Tituróráð (delerium tremens). Truflun á augnhreyfingum Lárétt eða lóðrétt augnatin (horizontal/vertical nystagmus). Veiklun eða lömun á hliðlæga réttivöðva augnhnattar (lateral rectus palsy, n. abducens). Ósamstæð augnstaða (dysconjugate gaze). Sjaldgæfari teikn: Misvíð sjáöldur, minnkuð Ijóssvörun, blæðingar í sjónhimnu, sig á efra augnloki (ptosis), sjónsviðsskerðing eða bjúgur í sjóntaugardiski. Stöðu- og göngulagstruflun Væg: Óeðlilega erfitt að ganga eftir beinni línu (tandem walk). Meðalslæm: Gengur breiðspora og óöruggt án hjálpar. Slæm: Getur aðeins gengið og staðið með hjálp. Sjaldgæfari teikn: Stjórnleysi í fótum eða höndum og þvoglumælgi (ataxic speech). Fjöitaugamein Brátt úttaugamein getur verið fyrirboði Wernicke. Minnkuð eða horfin sinaviðbrögð. Minnkaður vöðvakraftur. Verkir eða minnkað skyn, byrjar í tám, skríður upp fætur og síðan fingur og hendur. Önnur eða sjaldgæfari teikn Andlitslömun beggja vegna. Mænukylfulömun (bulbar paralysis): Kyngingarerfiðleikar, þvoglumælgi. Raddbreyting (hás eða veik rödd). Lágur líkamshiti. Stöðubundinn lágþrýstingur. Þvagtregða. rannsóknir hafa sýnt að slík vanstarfsemi í þeim er nær undantekningarlaust til staðar í Wernicke. Slíkt má staðfesta með því að sprauta ísvatni í hlustir eða með svipuðum prófum á „vestibul- oocular" svörun. í Wernicke sést skert eða engin LÆKNAblaðið 2011/97 23

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.