Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 23
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T vefnum. Hins vegar hefur þel háræða eðlilegt útlit og ekki sjást ferskar blæðingar í utanæðabili.1'I0- 4°, 41 Varanlegu breytingarnar hafa takmarkaðri útbreiðslu en þær bráðu og eru oftast bundnar við vörtukjama og bak- og miðlæga kjarna stúku.42 Hjá einstaklingum með meinavefjabreytingar Wernicke í heila er jafnframt algengt að finna hrörnun í fremri- og efri hluta hnykilorms (vermis cerebelli). Slík hrömun sést hjá rúmlega þriðjungi tilfella með berum augum og nær helmingi við smásjárskoðun (mynd 2).1-10 Sjúkdómseinkenni Klínísk einkenni Wemicke (tafla I) koma fram með bráðum hætti eða á örfáum dögum. Megineinkennin era: 1) breytingar á hugarástandi (mental status) eða ruglástand, 2) truflun á augnhreyfingum, 3) óstöðugt göngulag eða stöðu- og göngulagstruflun (stance and gait ataxia). Vanalega sjást eitt eða tvö af megineinkennum við skoðun og öll þrjú sjást aðeins hjá þriðjungi sjúklinga.1 Breyting á hugarástandi: Algengast er almennt ruglástand með þreytu og sinnuleysi, oft án áberandi óróleika. Athygli, einbeiting og minni eru skert. I alvarlegri tilfellum getur sést tituróráð, meðvitundarskerðing eða meðvitundarleysi.1 Truflun á augnhreyfingum: Lárétt augnatin (horizontal nystagmus) er algengast og margir eru líka með lóðrétt augnatin (vertical nystagmus). Oft sést veiklun á hliðlæga réttivöðva augnhnattar (m. rectus lateralis bulbi oculi) eða ósamhæfð augnstaða (dysconjugate gaze). Önnur sjaldgæfari augneinkenni geta sést: Misvíð sjáöldur, minnkuð ljóssvörun, blæðingar í sjónhimnu, sig á efra augnloki (ptosis), sjónsviðsskerðing eða bjúgur í sjóntaug (optic disc).' í alvarlegum veikindum getur sést algjör lömun augnhreyfinga og ekki er hægt að framkalla augnhreyfingar með því að snúa höfðinu (doll's eyes) eða með því að dæla ísvatni í eyra. Þá getur sést lækkaður líkamshiti og lágþrýstingur.43 Ostöðugt göngulag sést hjá langflestum í mismiklum mæli. Slíkt getur verið allt frá vægu óöryggi við gang með erfiðleikum við að ganga eftir beinni línu (tandem, heel-to-toe walking) til göngulags sem er breiðspora og mjög óöruggt. I alvarlegustu tilfellum getur sjúklingur hvorki setið uppi, staðið né gengið þrátt fyrir mikla hjálp.1 I bráðum veikindum getur sést stjórnleysi eða óregluhreyfingar (ataxia) á útlimum, oftast við hæl- hné próf. Sjaldnast er sjúklingur þvoglumæltur (ataxic speech).1 Jafnvægisleysi við að sitja, standa og ganga í bráðum Wemicke er talið vera vegna alvarlegrar vanstarfsemi í andarkjörnum. Tvær Mynd 2. Eðlitegur hnykilormur (2a). Veruleg rýrnun hnykilonns (2b). Eðlilegur hnykilbörkur (Ijóssmásjá, HE, 2c). Rýrnun og þynning hnykilbarkar. Purkinje-frumur eru að mestu horfnar, mikilfækkun kornfrumna (granular cells) en fjölgun taugatróðsfrumna í baunalagi (stratum moleculare) (2d). Tafla I. Klínisk einkenni Wernicke-sjúkdóms. Sjúkdómseinkenni eöa teikn Nánari lýsing Breyting á hugarástandi Almennt ruglástand. Skerðing á meðvitund, stundum meðvitundarleysi. Tituróráð (delerium tremens). Truflun á augnhreyfingum Lárétt eða lóðrétt augnatin (horizontal/vertical nystagmus). Veiklun eða lömun á hliðlæga réttivöðva augnhnattar (lateral rectus palsy, n. abducens). Ósamstæð augnstaða (dysconjugate gaze). Sjaldgæfari teikn: Misvíð sjáöldur, minnkuð Ijóssvörun, blæðingar í sjónhimnu, sig á efra augnloki (ptosis), sjónsviðsskerðing eða bjúgur í sjóntaugardiski. Stöðu- og göngulagstruflun Væg: Óeðlilega erfitt að ganga eftir beinni línu (tandem walk). Meðalslæm: Gengur breiðspora og óöruggt án hjálpar. Slæm: Getur aðeins gengið og staðið með hjálp. Sjaldgæfari teikn: Stjórnleysi í fótum eða höndum og þvoglumælgi (ataxic speech). Fjöitaugamein Brátt úttaugamein getur verið fyrirboði Wernicke. Minnkuð eða horfin sinaviðbrögð. Minnkaður vöðvakraftur. Verkir eða minnkað skyn, byrjar í tám, skríður upp fætur og síðan fingur og hendur. Önnur eða sjaldgæfari teikn Andlitslömun beggja vegna. Mænukylfulömun (bulbar paralysis): Kyngingarerfiðleikar, þvoglumælgi. Raddbreyting (hás eða veik rödd). Lágur líkamshiti. Stöðubundinn lágþrýstingur. Þvagtregða. rannsóknir hafa sýnt að slík vanstarfsemi í þeim er nær undantekningarlaust til staðar í Wernicke. Slíkt má staðfesta með því að sprauta ísvatni í hlustir eða með svipuðum prófum á „vestibul- oocular" svörun. í Wernicke sést skert eða engin LÆKNAblaðið 2011/97 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.