Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Síða 31

Læknablaðið - 15.01.2011, Síða 31
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Margrét Jóna Einarsdóttir kandídat'-2 Sigrún Edda Reykdal blóölæknir3,1 Brynjar Viðarsson blóðlæknir3-4 Lykilorð: arfgengt járnkímfrumublóðleysi, smáfrumublóðleysi, járnofhleðsla. ’Læknadeild Háskóla íslands, 2Landspítala, 3blóðlækningadeild, 4rannsóknarstofu í blóðmeinafræði Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Brynjar Viðarsson, rannsóknastofu í blóðmeinafræði 2. hæð, K-byggingu, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. brynvida@landspitali. is Járnmaðurinn - sjúkratilfelli Ágrip Algengasta orsök smáfrumublóðleysis er járn- skortur. Sagt er frá 29 ára manni sem hafði verið með mæði, slappleika og svæsið smáfrumu- blóðleysi í þrjár vikur þrátt fyrir þriggja ára jámtöku. Blóðgjafir hækkuðu blóðrauða tíma- bundið en jámgjafir í æð höfðu engin áhrif. Beinmergsrannsókn greindi arfgengt járnkím- frumublóðleysi. Pýridoxín leiðrétti blóðleysið en maðurinn þurfti á endurteknum aftöppunum að halda vegna mikillar járnofhleðslu. Nú tekur hann pýridoxín, er einkennalaus og með eðlilegan blóðhag. Sjúkratilfelli Tuttugu og níu ára gamall maður sem hafði verið með sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) kom til læknis eftir að hafa verið slappur, með höfuðverk og vaxandi mæði um þriggja vikna skeið. Hann hafði svartar hægðir sem hann tengdi inntöku járntaflna en var ekki með ferskt blóð í hægðum. Hann hafði greinst með sáraristilbólgu fyrir níu árum og verið einkennalítill á mesalazini. Þremur árum fyrir komu, hafði fundist smáfrumublóðleysi (microcytic anemia), blóðrauði (hemóglóbín, Hb) 115 g/L og MCV (mean corymscular volume, meðal- frumurými) 70 fl. Stuttu síðar var maðurinn settur á jámtöflur og talinn vera með járnskortsblóðleysi þrátt fyrir að mælingar á járnhag væru innan eðlilegra marka. Síðan þá, eða í þrjú ár, hafði hann tekið járntöflur tvisvar á dag og fann fyrir höfuðverk ef þær gleymdust. Hann tók engin önnur lyf utan Naproxen 500 mg eftir þörfum. Hann var af íslensku bergi brotinn. Móðurafi hans lést fyrir 50 ámm úr hvítblæði og föðurafi var með ristilbólgur. Maðurinn var fölur við skoðun með eðlileg lífsmörk. Við hjartahlustun heyrðist slagbils óhljóð yfir hjartastað. Próf fyrir blóði í saur (Hemoccult®) reyndist jákvætt. Blóðrannsóknir sýndu verulegt smáfrumu- blóðleysi (Hb 57 g/L, MCV 66,9 fl), járn mældist 38,9 pmol/L og ferritín 663 pg/L (tafla 1). Sökk var vægt hækkað 27 mm/klst. Magaspeglun leiddi í ljós væga vélindabólgu með fleiðrum (crosive esophagitis). Ristilspeglun staðfesti enda- þarmsbólgu (distal proctitis). Tölvusneiðmynd af kvið var ómarkverð. Holsjárhylkisrannsókn (capsular endoscopy) reyndist eðlileg. Meðferð fólst í blóðgjöf og fékk hann sex einingar af blóði á sjö dögum sem hækkaði Hb upp í 106 g/L. A næstu þremur mánuðum fékk hann saman- lagt 13 einingar af blóði auk þess að fá járn í æð (Venofer®) en var samt áfram blóðlítill og ferritín var mikið hækkandi (1950 pg/L). Honum var því vísað til blóðlæknis til frekari uppvinnslu. A þeim tíma var maðurinn hættur að geta stundað vinnu vegna slappleika. Hb var 80 g/L og rauðu blóðkornin ennþá smá, MCV 76 fl. A blóðstroki sást mjög mikill breytileiki í stærð og lögun rauðra blóðkorna. Járn var áfram hátt, 41 pmol/L, járnbindigeta lág, 41 pmol/L, og jámmettun (járn/ jámbindigeta x 100) því gríðarlega aukin eða 100% (eðlilegt 20-45%). Ferritín var áfram mjög hátt, 1863 pg/L. Erythrópoietín var eðlilegt og engin merki voru um blóðlýsu (laktat dehýdrógenasi og haptóglóbín eðlilegt). Þær þrjár stökkbreytingar í HFE-geni sem tengjast arfgengri járnofhleðslu (hereditary hemochromatosis) reyndust ekki vera til staðar. Beinmergsstrok sýndi frumuríkan merg án merkja um mergmisþroska (myelodysplasia). Járnbirgðir voru auknar og hringjárnkímfrumur (ring-sideroblasts) voru áberandi (sjá mynd 1). Við skoðun á 10 ára gömlum blóðprufum kom í ljós eðlilegt Hb 138 g/L, en mikið lækkað MCV 74 fL. Beinmergsrannsóknin og löng saga um smá rauð blóðkorn án járnskorts sýndi að þetta Tafla 1. Niðurstööur blóðrannsókna við innlögn. Gildi utan viðmiðunarmarka eru merkt með stjörnu (*). Niðurstaða Viðmiðunarmörk Hvít blóðkorn 7,3 x109/L 4-10 x107L Hemóglóbín *57 g/L 135-175 g/L Hematókrít *0,175 0,395-0,515 MCV *66,9 fl 80-96 fl MCH *21,8 pg 26,5-33,5 pg Blóðflögur *458 107L 150-400 107L Sökk *27 mm/klst. <15 mm/klst. Netfrumur 4,3% 0,610-2,24% S-Járn *38,9 pmol/L 10-30 pmol/L Ferritín *663 pg/L 15-400 pg/L Albúmín 41 g/L 38-50 g/L B-12 281,3 pmól/L 200-800 pmól/L Fólat 20,1 nmól/L 7-39 nmól/L MCV - mean eorpuscular volume = meðalfrumurými MCH - mean corpuscular hemoglobin = meðalfrumurauði LÆKNAblaðið 2011/97 31

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.