Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 42
UMRÆÐUR O G LÆKNADAGAR F R É T T I R Krabbamein og kynlíf Á Læknadögum í janúar verður haldið málþing um krabbamein og kynlíf þar sem hollenski læknirinn og kynfræðingurinn Woet Gianotten hefur framsögu um efnið. Hann mun einnig stýra vinnustofu fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga um hvemig leiðbeina eigi skjólstæðingum sem glíma við krabbamein um þetta efni. „Það er undantekning efekki er hægt að gera eitthvað fyrir sjúklinginn, þráttfyrir mjög alvarleg veikindi," segir Woet Gianotten sérfræðingur í kynheilsu og kynheilbrigði. Woet Gianotten er heimsþekktur á þessu sviði lækninga en hann hefur starfað um árabil við lækningar og ráðgjöf á sviði kynheilsu (sexology) við háskólasjúkrahúsin í Utrecht og Rotterdam. Sérhæfing hans felst í ráðgjöf og meðferð um kynheilsu þar sem sjúkdómar, líkamleg fötlun og læknisfræðileg inngrip eru meginástæða kyn- lífsvanda skjólstæðingsins. „f mínu starfi við endurhæfingu á kynheilbrigði er vandi sjúklinganna afleiðing ýmissa sjúkdóma en vandi krabbameinssjúklinga stafar af meðferðinni. Þetta er mikilvægur rnunur. Á íslensku Læknadögunum mun ég fara nokkuð nákvæmlega ofan í hið síðarnefnda og ræða hvernig krabbameinsmeðferð hefur áhrif á kynlíf og kyngetu og hvernig læknar geta aðstoðað og leiðbeint sjúklingunum. í vinnustofunni mun ég kenna þeim aðferðir til að ræða á eðlilegan og opinskáan hátt um kynlíf með krabbameini og í kjölfar þess. Þrátt fyrir að almenn umræða um kynlíf sé nokkuð opinská nú á tímum þá virðist hún ekki vera auðveld þegar kemur að samskiptum læknis og sjúklings. Þetta er reynsla okkar hér í Hollandi þó við séum talin fremur frjálslynd. Læknar eiga margir erfitt með að opna umræðu við sjúkling um kynlíf og nánd og þeir þurfa því ekki bara þekkinguna á efninu heldur líka fæmina til að ræða þetta. Það er færnin sem ég ætla að reyna kenna og miðla í vinnustofunni. Þetta geri ég með því að lýsa fyrir þeim tilfellum sem ég hef haft til meðferðar og þátttakendur verða síðan að leika hlutverk læknis og sjúklings og æfa sig þannig í að ræða þetta." Minnkandi kynlöngun og kyngeta Gianotten segir að vandi karlmanna sé annar en kvenna og nálgast verði kynin á ólíkan hátt í ráðgjöfinni. „Karlmönnum er umhugað um að halda kyngetunni, geta náð stinningu og fengið fullnægingu. Konur leggja meira upp úr nánu sambandi við makann, þeim er umhugað um að vera aðlaðandi og hafa þörf fyrir kynlíf. Fyrir karlmenn getur meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli haft mjög afgerandi áhrif á möguleikann til að ná stinningu en áhrif aðgerðar og meðferðar á útlitið er mjög mikið atriði í huga kvenna. Ef fjarlægja þarf brjóst vegna krabbameins hefur það eðlilega mikil áhrif á kynímynd konunnar. Krabbameinsmeðferð hefur mikil og bein áhrif á kynfærin, liminn og blöðruhálskirtil í karlmönnum og brjóst, leggöng og leg kvenna. Lyfjameðferð hefur einnig mikil áhrif á löngun og getu til kynlífs og margir upplifa mjög sterkt að löngunin minnkar. Þá valda algeng þunglyndislyf einnig minnkandi kynlöngun og kyngetu og eitt af algengustu þunglyndislyfjunum hefur þá staðfestu aukaverkun að um helmingur sjúklinga nær ekki fullnægingu." 42 LÆKNAblaöií 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.