Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 45
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LÆKNADAGAR eigin lífi. Boðskapur þeirra er að hver einasti einstaklingur ráði því sjálfur hvort hann lifir eða deyr. Þessu eru geðlæknar ekki sammála og telja sjálfsmorð vera sjúkdómsástand sem heilbrigður einstaklingur hugleiði ekki. Ungu piltarnir sem fyrirfara sér skyndilega og falla ekki í þennan hóp eru kannski með óljóst þunglyndi eða óyndi en eru þekktir að hvatvísi og stjórnleysi þar sem þeir hafa lent í útistöðum við umhverfið. Útistöðum sem oft eru í rauninni lítilvægar en þegar áfengi bætist við getur hvatvísin orðið örlagarík. Meðal áfengissjúklinga eru sjálfmorðshugsanir hluti af sjúkdómnum og stundum gera virkir alkóhólistar alvöru úr þeim pælingum." Félagslegur arfur Óttar segir að mjög líklega sé þunglyndi arfgengt en sjálfsmorð séu þó frekar félagslegur arfur sem gengur á milli kynslóða. „Það er einsog mótist ákveðin afstaða þar sem hugsunin er: við í þessari fjölskyldu leysum málin svona. Við látum ekki bjóða okkur uppá svona rugl, heldur stjórnum því sjálf hvenær við förum. Á málþinginu verður einmitt talað um Hemingway-fjölskylduna þar sem margir í þeirri fjölskyldu fyrirfóru sér." Oft er sagt að sjálfsmorð sé mjög sjálfselsk athöfn en Óttar segir svo alls ekki vera. „Þegar maður skoðar þetta ofan í kjölinn og les bréf sem fólk hefur skilið eftir sig þá er hugsunin alls ekki sjálfselsk. Langflestir þeirra sem drepa sig og skilja eftir skilaboð telja sig vera að gera umhverfinu greiða. Þeim sé ofaukið, þeir séu byrði og þetta sé öllum fyrir bestu. Þetta var eitt af því sem kom mér hvað mest á óvart þegar ég fór að kynna mér hugarheim sjálfsmorðingja; sú hugsun að best sé að hverfa af vettvangi svo hinir geti lifað góðu lífi. Margir alkóhólistar hugsa á þann veg að lífið sé ein eyðimörk, ekkert framrmdan og eins gott að flýta endalokunum fremur en bíða þeirra í tómri eymd og volæði. Þetta viðhorf þekki ég mjög vel af vinnu minni með alkóhólistum og af eigin persónulegu reynslu." Óttar bendir á að það sé mjög sjaldgæft að fólk með banvæna sjúkdóma fyrirfari sér. „Lífskrafturinn er mjög sterkur og nær undan- tekningarlaust kýs fólk að berjast fyrir lífi sínu þar til yfir lýkur." Aðspurður um hvort ástæður þess að konur fyrirfari sér séu aðrar en karla segir Óttar svo ekki vera en hins vegar megi nánast skilgreina sjálfsmorð sem karlasjúkdóm. „Konur eru ekki nema fjórðungur þess hóps sem fyrirfer sér en hins vegar snúast tölurnar við þegar skoðað er kynjahlutfall þeirra sem gera misheppnaða tilraun til sjálfsmorðs. Þar eru konur í meirihluta. Ástæðurnar eru einkum tvær. Annars vegar beita konur yfirleitt mildari aðferðum sem gefa aukna möguleika á inngripi og hins vegar eru tilraunirnar oft ákall á athygli og hjálp fremur en tilgangurinn sé beinlínis að taka eigið líf. Karlar beita meira afgerandi aðferðum, þeir hengja sig eða skjóta og þá er niðurstaðan yfirleitt bara á einn veg. En maður verður alltaf að taka slíkar tilraunir alvarlega og þær eru oft hluti af flóknari sjúkdómsmynd. Sjálfsmorðshótun er mjög sterkt stjómtæki og þess eru mýmörg dæmi að fólk stjórni umhverfi sínu, fjölskyldu og jafnvel heilum spítala með slíkri hótun. Enginn vill sitja uppi með að hafa ekki tekið fullt mark á sjálfsmorðshótun ef gerð er alvara úr henni." Óttar segir að í allri umfjöllun um sjálfsmorð sé ástæða til að vanda sig og fara varlega. „Það má ekki sveipa sjálfsmorð hetjuljóma eða gera píslarvotta úr fómarlömbum sjálfsmorða. Það er miklu líklegra til árangurs að gera meira úr því hvílíkur harmleikur þetta yfirleitt er og hversu brotnir þeir eru sem eftir lifa. Það er mjög algengt að eftirlifandi fjölskyldur festist í leit sinni að ástæðu fyrir sjálfsmorðinu. Það getur síðan valdið mikilli reiði þegar búið er að finna einhvern sökudólg og oft er eina leiðin til að sættast við þennan atburð að virða ákvörðunina, sem verður aldrei breytt, þó ekki sé þar með sagt að hún hafi verið rétt eða eftirlifendur geti sætt sig við hana. Sjálfsvíg er alltaf harmleikur og vinnan með eftirlifendum er mjög erfið og flókin." „Svo virðist sem í þrengingum verði til ákveðin samkennd í samfélaginu sem verfólk gegn einmanaleikanum sem oft leiðir til sjálfsmorðs," segir Óttar Guðmundsson geðlæknir. LÆKNAblaðið 2011/97 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.