Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Síða 47

Læknablaðið - 15.01.2011, Síða 47
U M R Æ Ð A O G F R É T T I R D O K T O R Nýr doktor Ofþyngd meðal norskra barna Pétur Benedikt Júlíusson varði doktorsritgerð sína 22. október síðastliðinn við háskólann í Bergen. Doktorsritgerðin ber heitið „Overweight and obesity in Norwegian children". Ofþyngd og offita meðal bama er alþjóðlegt heilsufarsvandmál. Tölur hafa sýnt jafna aukningu á algengi þessa vandamáls í hinum vestræna heimi síðastliðin 20-30 ár. í vaxtarrannsókninni í Bergen (Vekststudien i Bergen, www.vekststudien.no) voru mælingar gerðar á 8299 bömum á aldrinum 0-19 ára á tímabilinu 2003-2006. Tekið var tilviljanakennt úrtak barna á heilsugæslustöðvum, leikskólum og skólum. Upplýsingar um heilsu bamanna og lífshætti voru fengnar skriflega frá foreldrum. Rannsóknin hefur gefið mikilvægar upplýsing- ar um breytingar í vexti og þyngd, ásamt algengi ofþyngdar og offitu hjá börnum og unglingum. Þegar tölur voru bomar saman við mælingar gerðar í sömu borg á ámnum 1971-1974 kom í ljós aukning í hlutfalli líkamsþyngdar og hæðar. Mestu breytingamar höfðu orðið í efstu hundraðshlutunum, það er þyngstu börnin voru orðin þyngri. Þyngdarbreytingamar voru mestar meðal leikskólabama. Mælingar á húðfellingum sem endurspegla xmdirhúðarfitu sýndu breytingar sem voru enn meiri. Algengi ofþyngdar var 13,8% og offitu 2,3% hjá 2-19 ára gömlum börnum, skilgreind með alþjóðlegum staðli (International Obesity Task Force, IOTF) sem er grundvallaður á líkamsþyngdarstuðli (body mass index (kg/m2)). Enginn kynjamunur fannst þegar allir aldurshópar vom teknir saman, en meðal barna á leikskólaaldri var ofþyngd algengari hjá stúlkum en drengjum. Offita var hins vegar algengari hjá ung- lingsdrengjum en unglingsstúlkum. Saman- burður við alþjóðleg vaxtarlínurit frá Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni (WHO growth standard) sýndi að norsk börn vom þyngri, en þau voru einnig hærri og með stærra ummál höfuðs. Þetta var einnig sjáanlegt meðal barna sem höfðu fengið brjóstanæringu samkvæmt ráðleggingum WHO. Hætta á ofþyngd og offitu var meiri hjá bömum sem áttu fá systkini og hjá börnum foreldra með stutta skólagöngu að baki. Atvinna foreldra eða þjóðemi hafði ekki áhrif. Ekki fundust tengsl á Pétur Benedikt Júlíusson milli ofþyngdar og hvort barn ólst upp með einu foreldri eða báðum foreldrum. Foreldrar höfðu mikla tilhneigingu til að vanmeta ofþyngd hjá börnum sínum. Sjötíu prósent barna með ofþyngd (IOTF-skilgreining) á aldrinum 2-19 ára og yfir 90% af börnum með ofþyngd á barnaskólaaldri, voru metin í kjörþyngd af foreldrum sínum. Þetta endurspeglar mikilvægi reglulegra mælinga á hæð og þyngd barna í heilsugæslunni. Pétur Benedikt Júlíusson fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá læknadeild Háskóla íslands 1991 og stundaði framhaldsnám í barnalækningum í Noregi. Hann er yfirlæknir innkirtla- og efnaskiptasviðs bamadeildar Hauke- land-háskólasjúkrahússins í Bergen í Noregi. Hann hefur leitt vaxtarrannsóknina í Bergen frá upphafi árið 2003. Rannsóknarhópurinn birti ný vaxtarlínurit fyrir norsk börn árið 2009 í norska læknatímaritinu Tidsskrift for Det norske legeforening (hægt er að nálgast línuritin á www. vekststudien.no) - Júlíusson PB, Roelants M, Eide GE. Vekstkurver for norske bam. Tidsskr Nor Legeforen 2009; 129: 281-6. LÆKNAblaðið 2011/97 47

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.