Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 54
dags millibili. Hrafnkell hafði bókað seint og kom degi á eftir okkur hjónum, og var gert ráð fyrir að fyrri hópurinn færi heim um Lúxemburg en hinn um Frankfurt. Við heimför krafðist Hrafnkell að verða samferða okkur, en fararstjórinn gat ekki orðið við þeirrri ósk. Hann brást hinn versti við en fararstjórinn spurði af hverju þetta skipti hann svona miklu máli. „Ég skal segja þér það frú mín góð, að það mun kosta mig 1000 dollara að fara heim um Frankfurt." „Hvaða vitleysa er þetta, það kostar þig nákvæmlega ekki neitt," svaraði Sigrún. „Eins og ég viti það nú ekki! Ég var í Frankfurt nýlega og þar var kíkir sem kostaði 1000 dollara og ég gat stillt mig um að kaupa hann, en nú veit ég að ég get það ekki." Við heimkomuna skrifaði hann harðort kvörtunarbréf til Samvinnuferða út af fararstjóranum, sendi henni að vísu afrit og bauð henni út að borða! Hinn 18. október 1997 voru gefin saman í Hvalsneskirkju Sigrún Aspelund og Hrafnkell Helgason. Sr. Önundur Bjömsson gaf brúðhjónin saman. Viðstödd athöfnina vorum við hjón, sem vorum svaramenn, og synir þeirra Helgi Hrafnkelsson og Ríkarður Már Ríkarðsson. Brúðkaupsveislan var haldin í betri stofunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og sátum við hana fjögur sem vorum á leið á læknaþing í Mexíkó. Einu erfiðleikarnir voru að fá Helga Hrafnkelsson, sem ekkert vissi hvað til stóð, til að keyra út á Hvalsnes í staðinn fyrir að fara beint í flugstöðina! Eftir að Hrafnkell fór á eftirlaun hóf hann lestur helstu og fegurstu rita heimsbókmenntanna af miklu kappi og skrifaði mjög skemmtilega grein um þá tómstundaiðju í Læknablaðið.1 Það er ekki auðvelt að lýsa Hrafnkatli þannig að fullnægjandi sé. Hann var engum martni líkur sem ég hef þekkt. í útliti var hann glæsimenni, hár og þrekinn, laglegur, þó ekki smáfríður, og svipmikill. Það sópaði að honum, og hann skar sig úr hópnum hvar sem hann kom. Hann var vel máli farinn, orðheppinn svo af bar, allra manna skemmtilegastur. Einstakur sagnamaður sem lesa má í bókinni: Fimm læknar segja frá? Hann var frábær íslenskumaður og pennafær með afbrigðum. Hann var gleðimaður, kunni vel að meta skoskt viský, en ekkert sérstaklega vandlátur á tegundir. Ég mirmist þess eitt sinn er við vorum á ferð í útlöndum að ég vildi fara inn á kaffihús og fá mér kaffi og rjómatertu, sem voru trakteringar sem hann kunni lítt að meta. Ég gleymi seint undrunarsvipnum á þjónustustúlkunni þegar hann spurði hvort hún ætti ekki skoskt viský. Eftir drykklanga stund kom hún þó með glas og Hrafnkell taldi innihaldið áfengt og minna eitthvað á viský. Bað hann um að fá að sjá flöskuna og neðst á miðanum með örsmáu letri var ritað: Made in Japan. Hrafnkell hló við og tæmdi í botn! Þótt hann neytti áfengis var það allt í hófi. Hann fylgdi fast þeirri reglu að smakka ekki áfengi fyrr en eftir kl. 17. Samþykkti þó að sú regla gilti ekki á flugstöðvum, og fyrir kom þegar ég gat þess að nú væri kl. 17 í ákveðinni borg, að hann féllst á það! Lengst af ævinnar reykti hann vindla og var ekki sérlega skemmt þegar ég taldi það skrítinn lungnalækni sem svo gerði. Honum tókst þó að hætta tæplega áttræður, en skömmu fyrir andlátið taldi hann ástæðulaust að neita sér um þetta lengur. Sendi hann Sigrúnu eftir vindlum og kveikti sér í. f því bar þar að Eirík Jónsson lækni, sem umsvifalaust bað um vindil honum til samlætis. Hef ég fyrir satt að það hafi verið í fyrsta sinn sem Eiríkur reykti vindil! Eins og áður var getið kunni Hrafnkell Sturlungu nánast utanað. Þegar Kristján Eldjárn lést minntist Gunnar Thoroddsen hans í sjónvarpi og vitnaði í Sturlungu. Hrafnkell kannaðist ekki við þessa tilvitnun en taldi þó útilokað að Gunnar færi rangt með. Hann fann orðin í formálanum. Það var eini kafli Sturlungu sem hann kunni ekki til hlítar! Þau verða kveðjuorð mín til hans: „Láti Guð honum nú raun lofi betri." Tryggvi Ásmundsson 1. Helgason H. Föðurlandsvinur á Sturlungaöld. Til vamar Þórði Kakala. Tíminn 11.5.1988: 9. 2. Helgason H. Blindur er bóklaus maður. Læknablaðið 2005; 91: 468-9. 3. Bjömsson Ö. Fimm læknar segja frá. Setberg, Reykjavík 1995: 9-57. 54 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.