Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREIN Meðhöndlun sykursýki af tegund 1 hjá fullorðnum - er búið að leysa málið? Rafn Benediktsson rafn@hi.is Höfundur er prófessor við læknadeild Háskóla íslands og sérfræðilæknir á innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma- deild Landspítala. MIKIÐ VATN hefur runnið til sjávar á þeim tæpu 100 árum frá því insúlín var fyrst notað til meðhöndlunar á sykursýki af tegund 1. Það var bylting sem gjörbreytti horfum sjúklinganna og sjúkdómurinn varð ekki lengur öruggur vísir að bráðum bana. Nákvæmar aðferðir þarf til gjafar á insúlíni og ekki síður til mælinga á blóðsykurgildum ef takast á að líkja eftir eðlilegri starfsemi líkamans. Þetta er erfitt og því hafa langvinnir (síðkomnir) fylgikvillar verið algengt og erfitt vandamál. Og þó fljótlega hafi orðið framfarir á sviði efnafræði og erfðatækni sem að lokum skilaði manna-insúlín-hliðstæðum (human insulin analogues), er það fyrst á síðustu árum sem verulegar framfarir hafa orðið á því hvernig insúlíni er komið í líkamann og blóðsykur mældur. Venjuleg nútímameðferð snýst um að nota tvær tegundir insúlín-hliðstæðu í einnota penna, oft 5-10 aðskildar inn- dælingar insúlíns með að minnsta kosti jafnmörgum mælingum á blóðsykri. Fyrsta insúlíndælan kom fram árið 1963 en það var ekki fyrr en uppúr 1980 að framfarir í verkfræði og tölvutækni gátu af sér smækkun íhluta og fullkomnari reiknilíkön þannig að hálfsjálfvirkar dælur eru nú raunverulegur valkostur. Þessar dælur nota eingöngu hraðvirkt insúlín sem dreypt er undir húð í breytilegu magni eftir stillingu notandans. Tæknilegar framfarir hafa auðvitað einnig orðið á sviði blóðsykurmælinga og nú er mögulegt að mæla sykurgildið með sjálfvirkum hætti í millifrumuvökva á fimm mínútna fresti og safna sjálfkrafa í dæluna. Dælan getur þá stutt notandann við ákvörðun á skömmtum eða varað við hröðum og miklum breytingum á blóðsykurgildum. Þetta er stórkostleg tækni og sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvort þetta sé besta mögulega meðferðin og hin endanlega lausn. Erlendar kannanir benda til þess að flestir sem reyna dælu kjósi að nota þær áfram og lífsgæði þeirra virðast almennt aukast. Nýleg slembiröðuð meðferðartilraun bar saman nútímapennameðferð og dælu sem var tengd sjálfvirkum mæli.1 Þessi rannsókn sýndi marktækt betri blóðsykurstjóm tilraunahópsins með lækkun á HbAlc uppá 0,6% umfram viðmið. Þetta er samhljóða samantekt2 á eldri stýrðum meðferðarrannsóknum en ekki samhljóða nýrri úttekt3 á slembuðum stýrðum með- ferðarrannsóknum sem benti til þess að sykurstjórn batnaði ekki nema hún væri nokkuð slök fyrir (HbAlc >8,5%).2 Munurinn kann að stafa af því að í nýrri samantektinni var samanburðurinn við sjúklinga sem notuðu insúlín-hliðstæður fremur en eldri tegundir insúlíns. Það kemur ekki á óvart að mjög sterkt jákvætt samband virðist á milli raunverulegrar notkrmar einstaklings á tækninni og árangri viðkomandi' en reynsla lækna bendir reyndar til þess að þessari kröfu um aukna sjálfsumönnun sé ekki ætíð svarað og gildir það einnig um hefðbundna meðferð. Ætla mætti að sykurföllum fækkaði með notkun þessarar fullkomnu tækni en svo virðist ekki vera13 né virðast til góð gögn sem styðja notkun þessarar tækni fyrir bamshafandi konur.3 í þessu tölublaði Læknablaösins er greint frá árangri fullorðinna dælunotenda á göngudeild Landspítala.4 I heild varð ekki marktækur bati á HbAlc og sé litið á gögn einstakra þátttakenda er hugsanlegt að nokkrir hafi versnað á tímabilinu. Þetta er áhyggjuefni en fram kemur að markmiðið hafi í upphafi fyrst og fremst verið að afla reynslu. Upphafsgildi HbAlc voru einnig talsvert lægri en í flestum erlendum rannsóknum sem hafa sýnt ávinning við sykurstjórn sjúklinga. Þessi rannsókn mat ekki lífsgæði með formlegum hætti en eins og erlendis kaus fólk ekki að skipta aftur yfir í hefðbundna meðferð eftir að hafa reynt dælu. Ekki var metið hvort tíðni sykurfalla eða ketónblóðsýringar var önnur en búast mætti við hjá þessum íslenska hópi. Þessi tækni er dýr og það sem íslensk heilbrigðisyfirvöld og við læknar verðum að spyrja okkur að á þessari stundu er það hvort tæknin sé kostnaðarins virði. Nær allir sjúklingarnir munu segja já og allmargir erlendir fagaðilar virðast telja að svo sé. Það er hins vegar ekki öruggt að hægt sé að yfirfæra niðurstöður erlends kostnaðarmats yfir á kerfið hér heima. Það hlýtur því að vera krafa að hér á landi fari fram formlegt lífsgæða- og kostnaðarmat. Það er mikilvægt að tekin sé afstaða til þess hvað lífsgæði megi kosta hér eins og gert hefur verið erlendis. Sömuleiðis þarf að leita allra leiða til að minnka kostnað, svo sem með því að búa til samkeppnismarkað og viðhafa útboð. Við læknar þurfum einnig að gæta þess að fylgja ströngum ábendingum um val til þessarar meðferðar og gera reglulega mat á árangri - það þarf formlegar klínískar leiðbeiningar. Fjöldi og aðbúnaður heilbrigðisstarfsfólks þarf að vera með þeim hætti að hægt sé að veita þá gagneyndu þjónustu sem þarf til að ná settum markmiðum í meðferð sykursjúkra. Heimildir 1. Bergenstal RM, Tamborlane WV, Ahmann A, et al. Effectiveness of sensor-augmented insulin-pump therapy in type 1 diabetes. N Engl J Med 2010; 363:311-20. 2. Pickup J, Mattock M, Kerry S.Glycaemic control with continuous subcutaneous insulin infusion compared with intensive insulin injections in patients with type 1 diabetes: meta-analysis of randomised controlled trials. BMJ 2002; 324:705. 3. NICE technology appraisal guidance 151, continous subcutaneous insulin infusion for the treatment og diabetes mellitus. quidance.nice.org.uk/TA151 apríl 2011. 4. Böðvarsdóttir KÓ, Aspelund T, Guðmundsdóttir A. Meðferð sykursýki af tegund 1 með insúlíndælu hjá fullorðnum á íslandi. Læknablaðið 2011; 97:291-5. Treatment of type 1 diabetes in adults - problem solved? Professor of Medicine, University of lceland and Consultant Physician, Department of Endocrinology and Metabolism, Landspitali University Hospital. LÆKNAblaðiö 2011/97 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.