Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 13
RANNSÓKN 0 5 10152025 0 5 10152025 I I ' I I I I I I I I I 1 1 1.1--1-U I I 1--L-1 41 35 39 30 33 - 14 - 12 - 10 - 8 - 6 o ^ Z 31 7 24 4 15 32 28 - o O A. rt ■O ö" "o o a 9 3 8 18 36 19 38 —» _ v 13 27 23 22 43 44 45 - ' o o v 1 12 21 10 5 37 29 : 0 O O 26 14 25 6 16 2 11 TTT~1 r~ 1 1 1 1 1 0 5 10152025 0 5 10152025 0 5 10152025 0 5 10152025 Mánuöur Mynd 5. HbAlc niðurstöður hjá þátttakendum rannsóknarinnar á móti tíma í mánuðum. Hver smámynd sýnir niðurstöður fyrir einn einstakling og eru þeir táknaðir með númerum. HbAlc (y-ás) breyttist lítið yfir tímabil dælumeðferðarinnar (x-ás) hjá hverjum og einum. Sjá má að einstaklingur númer 33 lækkaði mest en hann var aukþess hæstur í upphafi meðferðar. 0 5 10152025 0 5 10152025 i i i i i ..............l l l l I I l —l—l—l—l— 32 28 31 7 41 _ 19 24 33 4 38 39 9 22 30 36 8 15 * 3 12 2 16 23 25 —- — 10 27 14 11 13 29 0 O 0 5 10152025 0 5 10152025 0 5 10152025 Mánuöur Mynd 6. Líkamsþyngdarstuðull hjá þátttakendum rannsóknarinnar á móti tíma í mánuðum. Hver smámynd sýnir niðurstöður fyrir einn einstakling og eru þeir táknaðir með númerum. Líkamsþyngdarstuðull hjá 29 einstaklingum (körlum og konum) var að mestu óbreyttur. tíminn sem hver og einn hafði haft dæluna var mjög mislangur, frá sex mánuðum upp í fjögur ár. Meðaltíminn var 23 mánuðir (staðalfrávik 12 mánuðir). Þegar fylgikvillar sykursýkinnar voru skoðaðir hjá hópnum kom í ljós að 22 einstaklingar voru með augnbotnabreytingar, sjö með nýrnakvilla (nephropathy) og þrír með taugakvilla (neuropathy). Alls fengu 17 einstaklingar lyfjameðferð vegna háþrýstings og 11 lyfjameðferð út af háu kólesteróli. Af öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum voru sex með skjaldkirtilsvandamál og tveir með skort á B12. Sex konur í rannsóknarhópnum höfðu farið í gegnum meðgöngu með insúlíndælu. HbAlc lækkaði að meðaltali hjá bæði körlum og konum en ekki var um marktæka lækkun að ræða (sjá mynd 5). Meðalupphafsgildi HbAlc hjá körlunum var 7,2% (95% vikmörk 6,29-8,18). Lækkun var að jafnaði 0,27 á ári (p=0,21). Þeir sem voru með hátt HbAlc í upphafi lækkuðu hraðar (p=0,006). Meðalupphafsgildi hjá konum var 6,9% (95% vikmörk 6,57-7,28). Lækkun var að jafnaði 0,04 á ári (p=0,63). Meðalgildi HbAlc var 6,9% (vikmörk 6,6-7,3) í lok rannsóknar hjá þeim 22 einstaklingum sem höfðu haft dæluna lengst eða í 24 mánuði. Ekki varð marktæk breyting á þyngdarstuðli (mynd 6). Meðallíkamsþyngdarstuðull í byrjun var 25,5 (95% vikmörk 23,6- 27,3) hjá körlunum og 25,9 (95% vikmörk 23,8-27,9) hjá konunum. Aðeins lágu fyrir upplýsingar um þyngd hjá 29 af 40 einstaklingum. Dagleg notkun insúlíns minnkaði marktækt bæði hjá körlum og konum (mynd 7). Minnkunin var að meðaltali 11,3 einingar hjá körlum eða 23,8% (p=0,04). Meðalupphafsgildið var 58,9 einingar (95% vikmörk 52,3-64,8) og eftir tvö ár var meðalgildið 47,3 einingar (95% vikmörk 38,1-56,5). Minnkunin var 12,8 einingar hjá konum (p=0,0009) eða 34%. Meðalupphafsgildið var 50,4 einingar (95% vikmörk 44,5-56,2) og eftir tvö ár var meðalgildið 37,6 einingar (95% vikmörk 32,3-42,8). Ekki var marktækur munur á lækkun insúlínmagns milli karla og kvenna. Karlar voru hærri í byrjun og notuðu 8,2 einingum meira á sólarhring en konur (staðalskekkja 3,6 p=0,02). Insúlín við upphaf notkunar var breytilegt eftir kyni, tíma frá greiningu og aldri við greiningu. Breyting í tíma eftir að notkun dælu hófst var áþekk hjá öllum hópnum eins og mynd 7 sýnir: einstaklingsbundnu aðhvarfslínurnar eru nærri því samsíða. Tilgátunni um samsíða aðhvarfslínur var ekki hafnað (P=0,15). Breytingin var að jafnaði lækkun um 0,48 (0,26-0,71) einingar á mánuði yfir 24 mánaða tímabil. Á þessu fjögurra ára tímabili komu sex tilvik af ketónblóðsýr- ingu upp í rannsóknarhópnum (0,07 tilfelli á sjúklingarári), fjögur tilfelli húðsýkingar (0,05 tilfelli á sjúklingaári) og tvö sykurföll (0,02 tilfelli á sjúklingaári) þar sem læknisaðstoðar var þörf. Meðferðarlengd með dælu áður en fylgikvillar komu upp (meðaltöl í mánuðum) voru 13,8 mánuðir (min 2, max 23) fyrir ketónsýringu, 21,5 mánuður (min 2, max 40) fyrir sýkingu og fimm mánuðir (min 1, max 9) fyrir blóðsykurfall. Umræður Þrátt fyrir að ekki hafi orðið marktæk lækkun á HbAlc líkt og sýnt hefur verið fram á í mörgum öðrum rannsóknum,3-5'12 var í þessari rannsókn sýnt fram á að þeir sem höfðu hæst HbAlc í upphafi náðu bestum árangri með meðferðinni en þetta hefur einnig verið raunin í erlendum rannsóknum.13 Það að ekki var sýnt fram á marktæka lækkun á HbAlc í okkar rannsókn gæti skýrst af sjúklingavali í upphafi meðferðarinnar. Ábendingar og frábendingar fyrir uppsetningu dælunnar (sjá töflu I) eru í grundvallaratriðum þær sömu hér á landi og National Institute for Clinical Excellence (NICE) hefur notað.11 Undantekning er að NICE gerir kröfu um að sjúklingar verði að hafa HbAlc gildi 8,5% eða hærra. Fyrstu þrjú árin var fyrst og fremst valið eftir áhuga sjúklinga á meðferðinni LÆKNAblaðið 2011/97 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.