Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR Upplýsingakver um lungnakrabbamein Út er komið kverið Lungnakrabbamein eftir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungna- skurðlækni, prófessor í skurðlækningum og yfirlækni á Landspítala. Ritinu er ætlað að veita sjúklingum sem greinst hafa með lungnakrabbamein og aðstandendum þeirra upplýsingar um sjúkdóminn. Að sögn Tómasar Guðbjartssonar var við gerð kversins höfð til hliðsjónar bókin Lungnakrabbamein sem hópur lækna af Landspítalanum gaf út í samvinnu við Roche á vormánuðum 2009. „Efni kversins er þó hannað frá grunni með sjúklinga í huga og því ekki byggt á fyrrnefndri bók um lungnakrabbamein. Bókin var skrifuð með heilbrigðisstarfsfólk í huga en brýn þörf hefur verið á fræðsluefni til sjúklinga sem kverinu er ætlað að bæta úr. Því er þó ekki ætlað að koma í stað bæklinga sem til eru á hinum ýmsu deildum Landspítala, heldur er það hugsað sem viðbótarfræðsluefni og er hugmyndin að sjúklingurinn fái þetta í hendur um það leyti sem hann greinist, þ.e. þegar hann er í greiningarferli." í kverinu er fjallað nokkuð ítarlega um sjúkdóminn og segir Tómas að þetta sé ákveðin tilraun til veita fræðslu um eðli og þróun þessa alvarlega sjúkdóms, lögð er áhersla á nýjungar í greiningu og meðferð og tekið mið af íslenskum aðstæðum. Til ráðgjafar við textagerð voru 16 íslenskir sérfræðingar úr þverfaglegu teymi. Einnig er að finna í kverinu almennan fróðleik um sjúkdóminn, en á síðustu árum hafa miklar framfarir orðið í greiningu og meðferð lungnakrabbameins. „Lungnakrabbamein er mikið heilbrigðisvandamál hér á landi, líkt og annars staðar í heiminum. I dag greinast tveir af hverjum þremur sjúklingum með útbreiddan sjúkdóm, sem á sinn þátt í því að lungnakrabbamein leggur marga einstaklinga að velli. Á síðasta áratug hafa orðið framfarir í greiningu og meðferð lungnakrabbameins sem vekja vonir um bættan árangur, ekki síst hjá sjúklingum sem ekki hafa staðbundinn sjúkdóm. Ekki má gleyma mikilvægi reykingavarna, en síðustu áratugi hefur dregið verulega úr reykingum hér á landi, sem vonandi á eftir að skila sér í enn frekari fækkun tilfella af lungnakrabbameini. Forvamir og hjálp til reykleysis eru því afgerandi varðandi árangur af baráttunni við lungnakrabbamein," segir í lokaorðum fræðslukversins Lungnakrabbamein, upplýsingarfyrir sjúklinga og aðstandendur. > Deildarlæknir við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar staða deildarlæknis við bæklunardeild Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan veitist frá 1. september 2011 eða eftir samkomulagi. Starfið felst í vinnu á bæklunardeild auk vaktaskyldu samkvæmt sérstöku samkomulagi. Læknirinn fær í starfi sínu leiðsögn og kennslu hjá læknum deildarinnar og á auk þess kost á að sækja fræðslufundi og námskeið á starfstímanum. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta og samvinnu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags fslands og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar um starfið og önnur starfskjör veitir Hólmfríður Ásta Pálsdóttir umsjónardeildarlæknir í síma 463 0100 eða tölvupósti hap0310@fsa.is og Ari H. Ólafsson forstöðulæknir í síma 463 0100 eða 860 0454 og tölvupósti ari.olafsson@fsa.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí2011. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt nafni og símanúmeri meðmælanda skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu sjúkrahússins eða www.fsa.is/, til Starfsmannaþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri, eða á netfang starf@fsa.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf við FSA er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. 322 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.