Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 14
33 30 35 19 - 100 - 80 - 60 - 40 - ?n I5 » O — 31 38 7 28 32 24 18 : o o 0 O ° ' ^ ' ° 16 4 39 41 15 8 36 A __ ^'o " • ö O^ _ 3 23 2 11 5 45 22 - - " O AO O o"^ " O - 21 13 44 6 37 43 1 : : Vö-^2 I 27 12 29 9 10 25 14 o 100 80 60 40 20 0 510 20 0 510 20 0 5 10 20 Mánuður Mynd 7. lnsúlínciningar á móti tínia í mánuðumfrá því að notkun dælu hefst.fyrir hvem einstakling rannsóknarinnar sem átti insúlínskammla skráða í að minnsta kosti tvö skipti. Einstaklingsbundnar aðhvarfslínur sýna leitnina ígildunum. og reynt að forðast þá sem áttu í verulegum erfiðleikum með blóðsykurstjórn eða voru með lélega meðferðarheldni. Þessi leið var meðal annars valin meðan starfsfólk var að öðlast reynslu og þekkingu á þessu nýja meðferðarformi. Sýnt hefur verið fram á að með því að rýmka ábendingar fyrir uppsetningu dælu má ná enn betri meðferðarárangri, það er að þeir sem eru í vandræðum með háan blóðsykur og tíð blóðsykurföll ná mun betri árangri með dælumeðferð en fjölsprautumeðferð.14 Ef niðurstöður okkar eru skoðaðar má segja að þetta eigi einnig við hér á landi. Við sjáum að þeir sem voru með slæma sykurstjóm fyrir dæluuppsetningu með HbAlc >9% ná bestum árangri. Þetta er mikill kostur þar sem lægra HbAlc leiðir af sér færri fylgikvilla og ekki eins alvarlega og verður þar af leiðandi kostnaðarlega hagkvæmara. Ekki er útilokað að bætt sykurstjórnun og lækkun á insúlínskammti sem oft sést í upphafi meðferðar með insúlíndælu geti að einhverju leyti skýrst af þéttara eftirliti fyrst um sinn og aukinni fræðslu um sykursýki og mataræði sem dælusjúklingar fá við uppsetningu tækisins. Ekki varð marktæk breyting á þyngdarstuðli rannsóknarhópsins. Þetta er í raun jákvæð niðurstaða þar sem íslenska þjóðin í heild hefur þyngst á undanförnum árum og samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn var sýnt fram á að meðaltalsþyngdarstuðull fyrir íslenska karlmenn á aldrinum 25-34 ára er 26,2 og 27,6 fyrir karlmenn á aldrinum 35-44 ára.15 Meðaltalsþyngdarstuðull fyrir karlmenn í okkar rannsókn var 25,5. Niðurstöður varðandi líkamsþyngd eru misvísandi í erlendum rannsóknum. Sumar þeirra hafa sýnt þyngdaraukningu meðal dælunotenda sem notað hafa minna insúlínmagn en þá hefur jafnframt sést marktæk lækkun á HbAlc.3-4 Marktæk lækkun varð á insúlínnotkun á sólarhring hjá hópnum eftir uppsetningu dælunnar. Insúlínnotkunin lækkaði um 23,8% hjá körlunum og 34,0% hjá konunum. Margar aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að insúlínnotkun er töluvert minni í dælumeðferð en fjölsprautumeðferð.3-4'1214 Þetta lækkar einnig kostnað. íslenskir dælunotendur eru almennt ánægðir með meðferðina og enginn hefur kosið að skipta yfir í pennameðferð að nýju eftir að hafa notað dælu í nokkra daga. Erlendum rannsóknum ber saman um að lífsgæði sykursjúkra aukast með dælumeðferð í samanburði við sprautumeðferð og var þetta því ekki kannað sérstaklega í okkar rannsókn.4'6 Ekki var sýnt fram á að tíðni bráðra fylgikvilla insúlíndælu- meðferðar (blóðsykurfalls/ketónsýringar/húðsýkingar) sé hærri hér á landi en annars staðar. í okkar rannsókn fengu 12,5% hópsins ketónsýringu eða 0,07 tilfelli á sjúklingaári. Aðrar rannsóknir hafa sýnt tíðni upp á 0,01-0,06 tilfelli á sjúklingaári4-5 eftir uppsetningu dælunnar. í rannsóknarhópnum voru fjórir einstaklingar sem fengu húðsýkingu er krafðist sýklalyfjameðferðar og eru það um það bil 10% hópsins eða 0,05 tilfelli á sjúklingaári. Þetta er svipað því sem sést hefur annars staðar.5 Hvað varðar blóðsykurfall voru aðeins tveir úr hópnum sem fengu alvarlegt blóðsykurfall eða 0,02 tilfelli/ sjúklingaár. Eru þetta um 5% hópsins. Þetta eru svipaðar tíðnitölur og aðrar rannsóknir hafa sýnt.4-5 Eftir því sem menn leitast við að lækka HbAlc gildi eykst samhliða hættan á alvarlegum blóðsykurföllum.8 Rannsóknir hafa sýnt að dælumeðferð lækkar HbAlc án þess að auka tíðni blóðsykurfalla.4-5-16 Þetta skapar aukið öryggi fyrir hinn sykursjúka, hann nær betri meðferðarárangri en minni líkur eru á hættulegri aukaverkunum meðferðarinnar eins og blóðsykurfalli. I einni rannsókn var sýnt fram á að þeir sem áttu í mestum vandræðum með blóðsykurföll fyrir uppsetningu dælu náðu bestum árangri í að minnka tíðni þeirra eftir uppsetningu.16 Hvað varðar fylgikvilla dælunnar sjálfrar er mjög mikilvægt að sá sem er meðhöndlaður með dælumeðferð sé vel upplýstur um mögulega fylgikvilla og hvemig best sé að bregðast við þeim. Það er besta forvörnin gegn fylgikvillunum. Þó að beinn kostnaður við uppsetningu insúlíndælu sé sannar- lega mun meiri en við upphaf fjölsprautumeðferðar hefur verið sýnt fram á að til lengri tíma litið er dælumeðferð hagkvæmari en fjölsprautumeðferð.11-12 Styrkleiki rannsóknarinnar er að sýna fram á að ekki hafi orðið aukning á alvarlegum vandamálum í upphafi meðferðar með insúlíndælum. Þegar notkun á insúlíndælum jókst erlendis, fyrir 10-15 árum, var helsta áhyggjuefni meðferðaraðila að eingöngu var stuðst við skammvirk insúlín og því ljóst að ef tækjabúnaður bilaði gæti líkaminn orðið súr á skömmum tíma og stefnt viðkomandi í hættu. Tilfellum ketónsýrings hefur hins vegar fækkað, sem kann að skýrast af því að dælurnar eru orðnar fullkomnari og með betri viðvörunarbúnaði ef insúlínflæði rofnar.5 Veikleiki rannsóknarinnar er að hafa ekki fleiri mælingar á HbAlc og líkamsþyngdarstuðli fyrir breytingu á meðferð. Einnig hefði verið áhugavert að leggja fyrir spurningalista varðandi lífsgæði en til þess hefði rannsóknin þurft að vera framskyggn. Árangur meðferðar með insúlíndælum hjá fullorðnum á íslandi er góður. Þessar niðurstöður staðfesta að meðferðin er örugg og stenst fyllilega samanburð við önnur meðferðarform. 294 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.