Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 38
þolmörkum. í læknastétt eru fjölmargar blikur á lofti. Læknum er að fækka, ungir læknar tygja sig fyrr til sérnáms erlendis og sérfræðingar snúa ekki heim til starfa eftir framhaldsnám. Þeim læknum fjölgar einnig sem hverfa af landi brott um lengri eða skemmri tíma til starfa. í sumum fámennari sérgreinum blasir við alger læknaskortur ef engin endurnýjun verður á næstunni. Spurningin er hvort ráðgjöf landlæknis ætti ekki að felast í viðvörun til stjórnvalda um að ef lengra er haldið þá muni kerfið hrynja. „Þetta er sannarlega alvarleg og erfið spurning og stöðugt í umræðunni. íslenska heilbrigðiskerfið er mjög öflugt en það er sannarlega verið að ganga nærri því núna. Á sumum póstum var ljóst að möguleikar til hagræðingar voru talsverðir og þrátt fyrir niðurskurð þá hefur kerfið staðið sig vel hingað til. Þrátt fyrir kreppuástand koma ekki upp fleiri tilfelli óhappa eða sýkinga á deildum, dauðsföllum fjölgar ekki, biðlistar aukast lítið nema tímabundið, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ungir sérfræðimenntaðir læknir séu ekki að skila sér heim. Við bestu aðstæður er alltaf erfitt að taka sig upp og flytja heim og nú eru aðstæður alls ekki þannig að þær dragi lækna hingað. Með aukinni sérhæfingu í heilbrigðiskerfinu blasir við skortur í einstökum greinum og búast má við að endurnýjun í sumum fámennari sérgreinum og undirsérgreinum verði ekki eins og vera þyrfti á næstu árum. Til skamms tíma er vandinn viðráðanlegur en ekki þegar til lengri tíma er litið nema gripið verði til aðgerða." íslenska heilbrigðiskerfið er í samkeppni við heilbrigðiskerfi landanna í kringum okkur um íslenska lækna. Samkeppnisstaðan virðist ekki mjög góð, þar sem laun lækna hérlendis eru lægri, vinnuaðstaða að sumu leyti lakari, sérstaklega þegar um er að ræða þrengri og fámennari sérgreinar og möguleikar til frama innan fagsins takmarkaðri. „Það þarf sterk bönd við íslenskt samfélag til að vinna á móti óhagstæðari samkeppnisstöðu. Það er engan veginn jafn stór ákvörðun í dag fyrir ungan lækni að hafa starfstöð sína erlendis og viðhalda tengslum sínum við fjölskyldu og vini á íslandi og það var fyrir okkur sem vorum í sérnámi erlendis fyrir 15-20 árum. Sem landlæknir hef ég vakið athygli stjórnvalda á þessu og ég tel að það ríki skilningur á því að þetta er verulegur vandi sem þarf stöðugt að huga að. Svigrúm til að vinna á móti óhagstæðari samkeppnisstöðu okkar um lækna er hins vegar takmarkað en það er vonandi eingöngu tímabundið. Krafa almennings er að hér sé veitt hágæða heilbrigðisþjónusta á öllum sviðum. Þess vegna er mikilvægt að halda á lofti umræðu um gæði heilbrigðisþjónustunnar og vera með sívakandi eftirlit til að bregðast fljótt við ef eitthvað bregður út af. Þess vegna er afgerandi að styrkja eftirlitsþátt embættisins, ekki síst á tímum sem þessum. Samtímis þarf að vinna að öflugu forvarnastarfi til þess að það sem áunnist hefur tapist ekki í þeirri gjörningahríð sem við erum að ganga í gegnum." FÍFLa-fréttir: Miðfellstindur í maí og ný heimasíða Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson FÍFL eru nú óðum að vakna til lífsins eftir langan vetur. Starfsárið hófst í janúar með málþingi á Læknadögum. Þar hélt Peter Habeler fyrirlestur í boði FÍFL um fyrstu gönguna á Everest án viðbótarsúrefnis. Kvöldið áður hafði FÍFL ásamt 66Norður staðið fyrir háfjallakvöldi fyrir almenning í Háskólabíói og mættu hátt í 900 manns. Nýlega var opnuð sérstök heimasíða FÍFL, www.fifl.is. Þar eru upplýsingar um fyrirhugaðar ferðir og safn mynda úr fyrri ferðum, um háfjallaveiki og annan fróðleik sem tengist útiveru. Helsta verkefni ársins er ganga á Miðfellstind í Vatnajökli, nánar tiltekið 13.-15. maí en helgin á eftir notuð til vara ef veður bregst fyrri helgina. Nánari upplýsingar um gönguna má finna á www. fifl.is en hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda tölvupóst á tomasgud® landspitali.is eða engilb@landspitali.is. FÍFL er einnig með styttri ferðir í bígerð á Eyjafjallajökul, Ljósufjöll og Hlöðufell. Haustferð er fyrirhuguð samkvæmt venju í byrjun september og er stefnan sett á Norð- Austurland og þá helst Dyrfjöll og jafnvel Snæfell. Gcngiö á Miðfellstind í Valnajökli. Öræfajökull með Hrútfellstinda og Hvannadalslmjúk í baksýn. Mynd: Guðmundur Freyr Jðnsson. 318 LÆKNAblaöið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.