Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2011, Side 48

Læknablaðið - 15.05.2011, Side 48
Ljóðarimma frá 1970 Valgarður Egilsson Páll Ásmundsson Þessir tveir hittust á vakt á Lansanum og lentu í ljóðaslag. Þeir gengu þó vinir frá vígvellinum. Skopmyndin Helreiðin Til Valgarðs Egilssonar Á nátthimni stjörnur stara stjarfar á hildarleik. Til skelfingar himnaskara skáld eitt er farið á kreik. Á sköfluðum skáldafáki skeiðar nú lon og don með vesölu vísnakáki Valgarður Egilsson. Sporum var klárinn knúinn, á kostum þó sjaldan fór. Löðursveittur og lúinn leist mér sá armi jór. Rnapinn með látum ljótum, lemjandi fótastokk með alls kyns illum hótum, aldrei komst meir en á brokk. Oft lá í ambögupytti, upp reyndi að brölta á ný, en hnaut þá um horaða titti uns hófarnir þyngdust sem blý. Að lokum fór klárinn fetið því feiknaþungt var hans hlass. Þótti öllum ferlegt fretið er frussaðist um hans rass. Er dagur á ljóra lýsti loksins fékk skepnan ró. Með skerandi skelfingartísti skall hún á bakið - og dó. Páll Ásmundsson Enginn var í vafa um af hverjum myndin var! Prófessor Pétur H.J. Jakobsson 1905-1975 Teikning: Sigurður V. Sigurjónsson. 0ldungadeild Læknafélags íslands Stjóm Öldungadeildar: Öldungaráð Sigurður E. Þorvaldsson formaður, Jón Hilmar Hörður Þorleifsson, Höskuldur Baldursson, Alfreðsson ritari, Tryggvi Ásmundsson gjaldkeri, Kristín Guttormsson, Leifur Jónsson, Páll Guðmundur Oddsson, Ásmundsson, Vigfús Magnússon Óli Björn Hannesson Helspáin Til Páls Ásmundssonar Illmálgar tungur einar aldregi fara með spekt. Þetta hvað maðurinn meinar mér er óskiljanlegt. Lyganna brögðum beitir, bulli og skít út hreytir. - Þetta syndrom er þekkt. Svo fer ef sálu þjakar syndanna helsi fast. Aurdrullu aðra makar, ætlar þeim spé og last. Sannleik ei sálin virðir, síst um hann nokkuð hirðir. Ætlar það öruggast. Þeir, sem að þannig breyta, þungan fá síðar kross. Hegning mun harða veita hann, sem að ræður oss. Að ljúga, pína og pretta, Páll Ásmrmds gerir þetta og kyssir Júdasar koss. Sannleikann mun ég segja. Sál mín þá hólpin mun. En vondur mun Víti eygja, víst býður mér í grun. Vistin mun verða Páli vond, því hann beitir táli, forlögin forklárun. Því sá, er villur varast, víst mun fá hólpna sál. Aðrir í eldi farast iðki þeir lygatál. Andskotans leika logar um líkam og svitinn bogar niður um nakinn Pál. Á hann þar ævi stranga þar alvaldur réði trúr. Pungsveittur Páll má hanga píndur í hitakúr. Syrgður af engum öðrum en illskunni, þræl og nöðrum. Er hann nú sögunni úr. Valgarður Egilsson Umsjón síðu: Páll Ásmundsson 328 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.