Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 19
RANNSÓKN svörum spurningalista þar sem blóðprufuniðurstöður lágu ekki fyrir. Enginn þeirra þriggja með sjálfnæmisblóðleysi hlaut bata. Eftirfylgd með blóðprufum náðist hjá öllum þremur sjúklingunum. Vert er að geta þess að einn þessara þriggja sjúklinga fékk fullan bata fjórum árum eftir miltistökuna. Hann var samt sem áður flokkaður með þeim sem fengu engan bata vegna þess hve batinn kom seint og ekki hægt að tryggja að hann væri tengdur miltistökunni. Hjá sjúklingum með illkynja sjúkdóma var erfiðara að meta árangur þar sem ábendingar miltistöku voru oft vegna einkenna fremur en til meðferðar á illkynja sjúkdóminum. Algengast var að milta væri fjarlægt vegna miltisstækkunar sem olli kviðverkjum (sjö sjúklingar), en einnig var algengt að milta væri tekið vegna meinvarps (fimm sjúklingar) eða til að bæta hag blóðfrumna (fjórir sjúklingar). 1 tveimur tilvikum þar sem átti að bæta fjölda blóðfrumna náðist tilætlaður árangur. Hvað varðar þau tilfelli þegar milta var tekið vegna kviðverkja hjá sjúklingum með illkynja sjúkdóma, var illa skráð í sjúkraskrár hvort verkir löguðust. Fjórir svöruðu spurningalista og svaraði einn af þeim að honum liði betur eftir aðgerð. Þess ber að geta að þegar rannsóknin var gerð voru 68% (13/19) sjúklinganna með illkynja sjúkdóm látnir. Niðurstöður spurningalista Spurningalistar voru sendir til 44 einstaklinga og af þeim svöruðu 35. Það vantaði svör við einstökum spurningum í 11 tilvikum. Sá sem sleppti flestum spurningum svaraði ekki þremur spurningum. Af þeim sem svöruðu spumingalista töldu 41% sig hafa fengið góða fræðslu. í einu tilviki var misræmi milli veittrar fræðslu og upplifunar sjúklings, því sjúklingurinn hafði samkvæmt sjúkraskrá fengið sérstaka fræðslu frá smitsjúkdómalækni en svaraði spurn- ingalista hins vegar á þá leið að hann hefði ekki fengið neina fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki. Um það bil helmingur svarenda (47%) kom fyrr til læknis vegna hita og slappleika eftir miltistöku, miðað við áður en miltað var fjarlægt. Sýklalyfjanotkun hafði aukist hjá 18% eftir miltistöku. Spurningu um hvort farið væri í árlega inflúensubólusetningu svöruðu 49% játandi. Fyrirkomulag bólusetninga Fimm sjúklingar voru ekki bólusettir gegn pneumókokkum stuttu fyrir eða eftir miltistöku, hvorki samkvæmt sjúkraskrám né spurningalistum. Fyrir utan þessa fimm fannst ekki sjúkraskrá fyrir einn sjúkling sem fór í miltistöku árið 1993 og lést sama ár. Sjúklingar voru því bólusettir gegn pneumókokkum í 92% (61/66) tilvika. Bólusetningum fjölgaði eftir því sem leið á rannsóknartímabilið. Þeir fimm sjúklingar sem voru ekki bólusettir gegn pneumókokkum fóru í aðgerð á árunum 1993-1994. Þessar niðurstöður sýna að allir sjúklingar sem gengist hafa undir miltistöku 1995 eða síðar hafa verið bólusettir, að minnsta kosti gegn pneumókokkum. I rannsóknarhópnum áttu 32 sjúklingar að hafa fengið endur- bólusetningu gegn pneumókokkum þegar rannsókn var gerð, því meira en fimm ár voru liðin frá miltistöku. Endurbólusetning hafði verið gerð hjá 44% (14/32) samkvæmt svörum við spurningalista og sjúkraskrám. Fyrsti sjúklingurinn í rannsóknarhópnum sem var bólusettur gegn Haemophilus influenzae fór í miltistöku 1995. Árið 1997 var síðan fyrsti sjúklingurinn bólusettur gegn meningókokkum. Frá og með Tafla II. Sjúkdómsgreiningar sem sjúklingarnir fengu eftir miltistöku. Sjúklingum var skipt í fimm flokka eftir sjúkdómsgreiningum. Sjúkdómsgreiningar Fjöldi sjúklinga Flokkaskipting Sjálfvakin blóðflögufæð 30 Sjálfvakin Evans-heilkenni* 1 blóðflögufæð Hnattrauðkornakvilli (spherocytosis) 5 Hnattrauð- kornakvilli Sjálfnæmisblóðleysi (autoimmune hemolytic anemia) 3 Sjálfnæmis- blóðleysi (AIHA) Eitilfrumuæxli (lymphoma) 9 Hvítblæði (leukemia) 3 Meinvörp í milta 5 lllkynja sjúkdómar Mergmisþroskun (myelodysplastic syndrome) 1 Mergfrumnafjölgun (myeloproliferative syndrome) 1 Miltisstækkun 3 Blóðæðaæxli (hemangioma) 2 Miltisblaðra 1 Feltys-heilkenni 1 Aðrir sjúkdómar Blóðflögufæð í tengslum við rauða úlfa (Systemic Lupus Erythematosus) 1 Sjálfsofnæmissjúkdómur í milta 1 'Sjúklingurinn með Evans-heilkenni sýndi meiri einkenni sjálfvakinnar blóðflögufæðar en sjálfnæmisblóðleysis og er því flokkaður með sjúklingum með sjálfvakna blóðflögufæð. árinu 1998 hafa 54% verið bólusettir annaðhvort gegn Haemophilus influenzae týpu B eða meningókokkum, ásamt pneumókokka- bólusetningu. Frá og með árinu 1998 hafa 43% sjúklinga fengið allar þrjár bólusetningarnar. Aðgerðartækni og bráðirfylgikvillar Af þeim 67 miltistökum sem voru framkvæmdar voru 27 kvið- sjáraðgerðir. Þremur af þessum 27 var breytt í opna aðgerð, í tveimur tilvikum vegna blæðingar en í einu tilviki var ástæðan ekki skráð. Alvarlegir bráðir fylgikvillar komu fram hjá 16% (10/64) sjúklinga. Upplýsingar um bráða fylgikvilla vantaði í þremur tilvikum. Einn sjúklingur með útbreitt lungnakrabbamein og blóðflögufæð lést vegna blæðingar í kvið innan sólarhrings frá aðgerð. Fjórir sjúklingar fengu neðanþindarígerð, tveir alvarlegar blæðingar eftir aðgerð, tveir heilablóðfall, einn þindarrof og tveir lungnarek. f tveimur tilvikum fengu sjúklingar tvo bráða fylgikvilla. Langtímafylgikvillar Langtímafylgikvillar miltistöku komu fram hjá fimm sjúklingum. Þrír sjúklingar fengu sýklasótt (sepsis), einn fékk skurðarhaul (incisional hernia) og einn þurfti að gangast undir samvaxtalosun 10 árum eftir miltistöku. Tvær sýklasóttir voru af völdum pneumókokka. í hvorugu tilfellinu þurfti sjúklingur að liggja á gjörgæslu. Annað tilfellið varð ári eftir miltistöku og hafði sá sjúklingur ekki fengið pneumókokkabólusetningu. Sú sýklasótt var af völdum hjúpgerðar 23 en hjúpgerðin var ekki undirflokkuð frekar þannig að ekki er hægt að segja til um hvort að pneumókokkabóluefni hefði veitt vörn. Hitt tilfellið af pneumókokkasýklasótt var hjá einstaklingi LÆKNAblaðið 2011/97 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.