Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 20
RANNSÓKN sex árum eftir miltistöku. Sá var bólusettur þegar miltistakan var framkvæmd. Ekki fundust nein gögn um að hann hefði fengið endurbólusetningu. Orsök sýklasóttarinnar voru pneumókokkar af hjúpgerð 7F en pneumókokkabóluefnið á að veita vöm gegn þeirri hjúpgerð. Einn sjúklingur fékk alvarlega sýklasótt vegna streptókokka af tegund B, tveimur árum eftir miltistöku sem var framkvæmd vegna sjálfvakinnar blóðflögufæðar. Sjúklingurinn fór í lost, fékk dreifða blóðstorknun (disseminated intravascular coagulation), bráða nýmabilun, andnauðarheilkenni {adult respiratory distress syndrome) og lá þrjár vikur á gjörgæslu. Enginn þessara fimm sjúklinga sem fengu síðkomna fylgikvilla lést af þeirra völdum. Þegar tíðni sýklasóttar í rannsókninni er reiknuð á hver 100 sjúklingaár var tíðnin 1,03 á hver 100 sjúklingaár. Umræður Niðurstöður þessarar rannsóknar em í nokkuð góðu samræmi við erlendar rannsóknir. Stór safngreining (meta-analysis) frá árinu 2004 tók saman niðurstöður úr 47 greinum frá árunum 1966-2004 sem fundust við leit á Medline. Niðurstöður þeirrar greiningar sýna að 66% sjúklinga með sjálfvakta blóðflögufæð fá fullan bata.4 Mögulega er hlutfall þeirra sem fá fullan bata aðeins lægra í þessari rannsókn vegna þess hve ströng skilgreining svörunar var. í sumum rannsóknum er fullur bati skilgreindur sem blóðflögugildi yfir 100 x 109 /L eða yfir 120 x 109 /L án lyfjameðferðar.4'15 Safngreiningin frá 2004 gerði ekki greinarmun á því hvort svörun væri skilgreind yfir 100 x 109 /L eða yfir 150 x 109 /L í greinunum sem hún tók saman og því er hlutfall fulls bata líklega eitthvað hærra en ef einungis hefðu verið teknar saman greinar sem skilgreindu fullan bata líkt og gert var í þessari rannsókn. Ef fullur bati af sjálfvakinni blóðflögufæð hefði verið skilgreindur sem blóðflögur yfir 100 x 109 /L í þessari rannsókn hefði samtals 21 sjúklingur verið talinn hafa hlotið fullan bata, eða 70% (21/30). Fullkominn árangur af miltistöku meðal sjúklinga með hnatt- rauðkornakvilla er vel þekktur.2'3 Hins vegar er árangur slæmur hjá sjúklingum með sjálfnæmisblóðleysi samanborið við aðrar rannsóknir, sem sýna um 66-70% líkur á bata.2'3 Erfitt er að draga of miklar ályktanir af þessu þar sem einungis þrír sjúklingar voru með þessa greiningu. Tíðni síðkominna fylgikvilla er 7,5% og mætti eflaust lækka þá tíðni enn frekar með endurbólusetningum og fræðslu. Algengasti síðkomni fylgikvillinn var sýklasótt og var tíðni sýklasóttar eftir miltistöku 1,03 á hver 100 sjúklingaár. Erlendar rannsóknir sýna mun lægri tíðni, eða 0,18-0,42 á hver 100 sjúklingaár.16'17 Þær rannsóknir skoða ekki sambærilegan sjúklingahóp því í rannsóknarhópum þeirra eru einnig sjúklingar sem fara í miltistöku í kjölfar áverka en vitað er að tíðni sýklasótta, hjá þeim hópi er lægri en hjá sjúklingum með blóðsjúkdóma.6 Einnig fylgja þessar rannsóknir sjúklingunum eftir í mun lengri tíma og reikna sína tíðni út frá hverjum 100 sjúklingaárum. Tíðni sýklasóttar er hæst fyrst eftir miltistöku og er tíðni mæld á hver 100 sjúklingaár því hæst þegar eftirfylgdin er stutt.8 Vegna þessa eru þessar tíðnitölur ekki sambærilegar og því er ekki unnt að álykta að tíðni sýklasóttar meðal miltislausra sé hærri á íslandi en annars staðar. Líklega er fræðsla frá heilbrigðisstarfsmönnum ekki jafnlítil og niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til k)mna. Rannsóknir sýna að sjúklingar muna marktækt betur þær upplýsingar sem þeir fá skriflega.18 Það væri því ekki úr vegi að gefa út bækling fyrir miltislausa um mögulegar hættur og æskilegar forvarnir, líkt og mælt hefur verið með í klínískum leiðbeiningum í Bretlandi.10 Mikilvægi fræðslu endurspeglast enn frekar í því að það hefur verið sýnt fram á að góð fræðsla miltislausra skili sér í marktækt lægri tíðni alvarlegra sýklasótta.19 Ástandið hér á landi er svipað og erlendis þegar horft er á fræðslu miltislausra um mögulegar afleiðingar miltisleysis. Irsk rannsókn frá 2006 sýndi að um þriðjungur sjúklinga fær fræðslu um fylgikvilla miltisleysis.12 Frumbólusetningar virðast vera í góðum farvegi hér á landi. Niðurstöður breskrar rannsóknar frá árinu 2003 og danskrar rannsóknar frá árinu 2000 benda til að hlutfall þeirra sem fá frumbólusetningu við miltistöku sé hátt hérlendis. Samkvæmt dönsku rannsókninni fengu 60% sjúklinga sem fóru í miltistöku bólusetningu gegn pneumókokkum og 72% samkvæmt bresku rannsókninni.13'14 Til að bæta forvamir enn frekar mætti skoða hver ætti að sjá um endurbólusetningar hjá þeim sem fara í valmiltistöku, sérstaklega hjá þeim hópi sem fær fullan bata eftir miltistöku og hættir þar af leiðandi snemma í reglubundnu eftirliti hjá sérfræðingum í blóðsjúkdómum. Einn af kostum þessarar rannsóknar er að á Landspítala eru nánast allar valmiltistökur landsins framkvæmdar. Nýlega var gerð úttekt á miltistökum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á árunum 1985-2006. Engin miltistaka í þeirri rannsókn hefði uppfyllt skilmerki þessarar rannsóknar á því rannsóknartímabili sem við lögðum upp með.20 Það má því segja að þótt þessi rannsókn sé ekki viðamikil gefi hún samt skýra mynd af valmiltistökum á Islandi. Gallar rannsóknarinnar eru nokkrir. Það er erfitt að gera afturskyggna rannsókn sem nær svo langt aftur í tímann. Eins og má sjá á niðurstöðunum lágu ekki fyrir upplýsingar um alla sjúklinga hvað varðar alla þætti. Ákjósanlegast hefði verið að eftirfylgd með blóðprufuniðurstöðum hefði náðst hjá öllum sjúklingum. Rannsóknarhópurinn var hins vegar lítill og því ekki hægt að minnka hann enn frekar með því að taka einungis með í rannsóknina þá sjúklinga sem allar upplýsinga lágu fyrir um. Sú leið var því farin að nota þær upplýsingar sem lágu fyrir hverju sinni. Smæð hópsins takmarkar einnig tölfræðilega úrvinnslu. En þrátt fyrir gallana má draga þær ályktanir að margt sé hægt að gera betur í fræðslu og sýkingarforvörnum miltislausra. Einnig má draga þær ályktanir að miltistaka skili góðum langtímaárangri hjá sjúklingum með sjálfvakna blóðflögufæð og hnattrauðkomakvilla. Þakkir Þakkir fá læknarnir Guðmundur I. Eyjólfsson, Shree Datye og Jóhannes Björnsson. Einnig fá Sigríður Þ. Skúladóttir læknaritari, Ólöf Garðarsdóttir deildarstjóri hjá Hagstofunni, starfsfólk bóka- safns Landspítala og læknaritarar skurðdeildar Landspítala Hring- braut bestu þakkir. 300 LÆKNAblaðiö 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.