Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 36
Sameinað öflugt Embætti landlæknis ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð sameinast nú um mánaðamótin undir heitinu Embætti landlæknis. Sameiningin hefur verið í umræðu um nokkurra missera skeið og raddir um nauðsyn hennar urðu sterkari eftir efnahagshrunið í október árið 2008. Unnið er að því að embættið fái aðsetur f Heilsuvemdarstöðinni við Barónsstíg og telur Geir Gunnlaugsson landlæknir slíka staðsetningu geta orðið stofnuninni til framdráttar í þeirri endumýjun á starfseminni sem sameiningin felur í sér. Landlæknisembættið er eitt af elstu opinberu embættum landsins, en það rekur upphaf sitt til þess er Bjarni Pálsson var skipaður landlæknir á íslandi þann 18. mars 1760 en Lýðheilsustöð var sett á laggirnar árið 2003. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að saga landlæknisembættisins sé vissulega samofin lýðheilsu þjóðarinnar, enda sé bætt lýðheilsa eitt af meginviðfangsefnum opinberrar heilbrigðisþjónustu. „Þegar farið er yfir sögu landlæknisembættisins í gegnum þessi ríflega 250 ár kemur glöggt í ljós að landlæknar á hverjum tíma hafa látið sig lýðheilsu miklu varða og verið áhrifamiklir í að bæta hana og haldið á lofti umræðu um heilbrigða lífshætti. Á seinni hluta síðustu aldar þróaðist embættið eðlilega í samræmi við aðra þróun í læknisfræði og heilbrigðisvísindum og sérhæfing þess varð meiri. Lögð var meiri áhersla á eftirlitshlutverk og skráningarhlutverk þar sem safnað var saman og unnið úr upplýsingum um lækningar og heilbrigði þjóðarinnar. í dag er á vegum embættisins haldið utan um 18 stóra gagnagrunna sem kallar á mannafla og öflugan tækjabúnað og samkvæmt nýsamþykktum lögum færist dánarmeinaskrá nú til embættisins frá Hagstofu íslands. Eftirlitshlutverk með gæðum og framkvæmd heilbrigðisþjónustu á landsvísu er einnig mjög umfangsmikið verk og sóttvarnir eru og hafa ávallt verið stór og mjög mikilvægur þáttur í starfi embættisins. Samhliða þessari þróun var komið á fót ráðum og sérstökum nefndum á vegum hins opinbera sem sinntu forvörnum á ýmsum sviðum lýðheilsustarfs. Ég nefni til dæmis áfengis- og vímuvarnaráð, tóbaksvarnarráð, manneldisráð og Árvekni, sem sinntu mikilvægu starfi hvert á sínu sviði. Fyrir tæpum 10 árum var ákveðið að fella þetta starf undir nýja stofnun, Lýðheilsustöð. Ekki voru allir sammála um þessa niðurstöðu enda sumir á þeirri skoðun að fremur en að setja á laggirnar nýja stofnun ætti að efla landlæknisembættið með því að fela því að taka við þessum verkefnum. Nú hefur sem sagt verið tekin sú ákvörðun af hálfu heilbrigðisyfirvalda að þetta verði ein stofnun undir heitinu Embætti landlæknis," segir Geir Gunnlaugsson. Nafngiftin viðkvæm Nafn hinnar nýju stofnunar hefur gengið í gegnum nokkrar breytingar meðan frumvarp þessa efnis var til meðferðar á Alþingi og er ástæðulaust að rekja þær hér. Þó verður að geta þess að rök fyrir nýju nafni byggðust að miklu leyti á þeirri ósk að nafngiftin endurspeglaði sameiningu beggja stofnana en gæfi ekki í skyn að önnur stofnunin rynni saman við hina. „Þetta hefur vissulega verið viðkvæmt mál en þó ekki aðalatriðið, enda eru allir málaflokkar jafnmikilvægir innan embættisins," segir Geir. Hann segir að einnig hafi verið rætt fram og aftur um hvort æðsti yfirmaður stofnunarinnar ætti að bera titilinn landlæknir eða vera titlaður forstjóri og þá yrði ekki gerð krafa um að yfirmaður stofnunarinnar væri með læknismenntun. I athugasemdum Læknafélags íslands við frumvarpið eins og það lá fyrir haustþingi snerist ein meginathugasemdin um þetta. „Það eru sterk rök að mínu mati fyrir því að æðsti yfirmaður embættisins sé læknir að mennt í ljósi þeirra verkefna sem embættið á að sinna," segir Geir. „I lögunum segir að auk sérfræðimenntunar í læknisfræði skuli landlæknir hafa þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjómunar. Því er reynt að tryggja í lögunum að til starfans komi læknir með breiða og góða þekkingu á þeim verkefnum sem embættið á að sinna." Mikill mannauður Ekki fer hjá því þegar tvær stofnanir eru sameinaðar að óvissuástand skapist meðal starfsmanna. Um er að ræða að sameina tvær stofnanir sem hvor um sig hefur sinn brag. Ný stofnun krefst nýs skipulags og einhverjum kann að finnast framhjá sér gengið við val á millistjómendum, eða verkefnum viðkomandi ekki gert nægilega hátt undir höfði í nýju skipulagi. Þar við bætist að núningur milli fagstétta getur valdið erfiðleikum og kemur ef til vill frekar upp á yfirborðið þegar breytingar verða og nýir millistjórnendur eru skipaðir yfir hin ýmsu svið stofnunarinnar. Geir kveðst fyllilega meðvitaður um þetta en 316 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.