Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 3
Margfaldur launamunur Læknafélag Islands og Læknafélag Reykjavíkur stóðu fyrir kjaramálaráðstefnu föstudaginn 7. aprfl. Aðal framsögumaður var Gylfi Zoéga hagfræðingur og rakti hann aðdraganda efnahagshrunsins og helstu afleiðingar þess. Hann taldi svigrúm stjórnvalda til launahækkana almennt mjög lítið og kvaðst ekki sjá neina möguleika á hækkunum til lækna sérstaklega nema til kæmi aukin kostnaðarþátttaka sjúklinga. Sveinn Kjartansson og Stefán Matthíasson höfðu framsögu fyrir hönd lækna og kom fram í máli þeirra að framundan væri erfið barátta ef sækja ætti launahækkanir til hins opinbera. Sagði Sveinn að laun sérfræðilækna á íslandi væru svo langt á eftir launum í nágrannalöndunum og að 100-300% hækkun þyrfti að koma til ef íslenskir sérfræðingar starfandi erlendis ættu að láta sér detta í hug að flytjast heim. Hann sagðist ekki draga dul á þá skoðun sína að áherslu þyrfti að leggja á hækkun lægstu launa sérfræðilækna en munur á launum þeirra og almennra lækna væri of lítill að sínu mati. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS (slenskt samfélag hefur sannarlega siglt í gegnum ólgusjó á undanförnum árum. Þær hræringar má greina í innviðum flestra stofnana og víða í einkalífi fólks. Ef litið er í kringum sig gegnir ef til vill öðru máli, umhverfi okkar hefur ekki tekið svo miklum breytingum, eða hvað? Ingvari Högna Ragnarssyni (f. 1981), sem yfirleitt hefur Ijósmyndavél sér til halds og trausts við listsköpun sína, hefur verið hugleikið hið sjónræna á þeim róstusömu tímum sem á undan eru gengnir. Hann leitar uppi ummerki sem endurspegla ýmist hvers konar framvindu eða algjöra kyrrstöðu og kallar þannig fram spurningar um hvernig það sem er sýnilegt á yfirborðinu endurspeglar innviðina sem er erfiðara að skrásetja. Hverjar eru hinar raunverulegu breytingar, ef einhverjar eru, og hversu djúpt rista þær? Eru þær ef til vill einungis á yfirborðinu, einhvers konar skemmri skirn? Margir muna eftir húsinu við Hverfisgötu sem Ingvar Högni hefur fylgst með í nokkurn tíma og sjá má á forsíðu Læknablaðsins. Það er eitt fjölmargra yfirgefinna húsa í miðborg Reykjavíkur sem hefur drabbast niður smám saman vegna markvissrar vanrækslu, ef svo má segja. Það hefur fengið andlitslyftingu við og við, með misjöfnum árangri þó, enda rikir um það sama óvissan eftir sem áður. Eins og kunnugt er hafa einstaklingar tekið sig saman og virkjað tóm hús í Reykjavik, bæði til að finna húsaskjól en ekki síst í þeim tilgangi að vekja máls á spurningum er varða samfélagsgerðina og umhverfið. Við aðgerðir þeirra kvikna vangaveltur um ólíkt skynbragð einstaklinga, yfirvalda og einkageirans á það hvernig við köllum fram breytingar og í hvers þágu. Örlög þessara yfirgefnu húsa eru með slíkum ólíkindum og fjöldi þeirra þvílíkur að þau eru óhjákvæmilegur minnisvarði þeirra tíma sem við lifum. Það er spurning hversu lengi við höfum þann minnisvarða fyrir augum í raun og veru en nú hefur hann allavega verið skrásettur á mynd. Ljósmyndaseríuna sem sýnir eitt þessara húsa og minnir á þær hræringar sem eru í gangi allt í kring um okkur kallar Ingvar Högni einfaldlega Hverfisgata (2006-11). Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Gunnar Guðmundsson Gylfi Óskarsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Soffía Dröfn Halldórsdóttir soffia@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt tíl að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2011/97 283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.