Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 32
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR teingt þarvið kapítula, innihaldi af lækningabók þeirri, sem hann hafði skrásett, frá því hann kom hingað til lands 1772 ... Bók þessa ... endurbætti hann eptir hendinni, eins og lækningatilraunir hans gáfu honum efni til, uns hann deyði ... 1801. ... Sökum þess, að einginn gaf sig fram, er hvetti til prentunar nefndrar bókar, lá hún í dái, uns Bókþrykkjari G[uðmundur] Schagfjord og Apothekarasveinn Haldór Arnason oðludust, sá fyrri afskrift bókarinnar, en hinn aðalritið, sem afritaði það 5 eða 6 sinnum fyrir vini sína. Árið 1828 kom þessum saman um að útgefa þessa á prent, og til til að gjora hana sem fullkomnasta, feingu þeir Landlæknir Thorsteinsen til að lesa hana ígegnum, og lagfæra hvað áfátt vera kynni, en embættis annir hans leyfðu honum ekki tóm til, að gjöra það svo vel, sem hann vildi. Þessa vegna fengu þeir Schagfjord og Haldór Amason, þeim æfða og lærða Handlækni S[veini] Pálssyni, til allrar umbótar þeirrar, er honum væri moguleg, hvað hann trúliga gert hefir, er sést af skíringargreinum hans í bók þessari... Boðslistar voru útsendir til allra presta í landinu, en komu fátækir tilbaka, og nokkrir aldrei. Auk þessa kom þá bilting í Prentverks stjómina hér: Conferenceráð Stephensen frásagði sér hana framvegis, uppsagði Schagfjord þjónusu við það verk og veik honum á burt, en Haldór missti sjón sína og yfirgaf Apóthekið. Ímillitíð sendu þeir bónarbréf sitt til Heilbrigðisráðsins í Kaupmannahöfn, leiðbeindu með vitnisburði Landlæknis um bókarinnar nytsemi fyrir almenning, um leyfi til að láta hana á prent út ganga ...12 Det Kongelige Sundheds-Collegium skrifaði landlækni 5. maí 1829 á þá leið að þar sem stofnunin þekki ekki til bókarinnar verði ekki dæmt um gildi hennar. Talið sé að ekkert mæli gegn því að bókin verði látin á þrykk út ganga, þar sem landlæknir hafi yfirfarið hana og komizt að raun um að hún sé við hæfi og nytsamleg og að auki sé ekkert við innsend recept að athuga.12 Næst á eftir ávarpi Thorsteinsens landlæknis er örstutt kveðja: Þar eg hefi þess nú var orðið, að síðan áðumefnd boðsbréf útkomu, enn þótt svo fáir teiknuðu sig, sem kaupendur, á því tímabili, hafa þó margir frétt eftir, hvort þessi ecki mundi útkoma; margir hafa einnig í ljósi látið laungun sína til að eignast hana; svo hefi eg, ecki í ábata von, því útgáfa bókarinnar kostar mig æma peninga, heldur framar rækt og elsku til landa minna, keypt af Schagfjord og H[aldóri] Amasyni, forlagsrétt þeirra til að útgefa bókina á minn eiginn kostnað, og þarvið hleypt mér í verulegar skuldir. En - vonin, heiðmðu landar! gleður mig, að þér bæði hafið þau not af bók þessari, sem tilætluð em, og ég fái líka kostnað minn endurgoldinn. Bessastöðum þann 20. júní 1833. Þorsteinn Jónsson.12 Á forsíðu Lækningabókar fyrir almúga er útgefandinn kynntur sem Þorsteinn Jónsson stud. theol. og um hann segir í íslenzkum æviskrám: Þorsteinn Jónsson Kúld (25. nóvember 1807-20. nóvember 1859). Kaupmaður og bóksali í Reykjavík. Foreldrar: Síra Jón Jónsson að Auðkúlu (biskups Teitssonar) og kona hans Jómnn Þorsteinsdóttir, Jónssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1826, varð stúdent 1831, með heldur góðum vitnisburði. Stundaði kennslu, var sýsluskrifari í Mýrasýslu 1837-8. Settist að í Reykjavík og kostaði bækur til prentunar ... Varð kaupmaður þar 1844. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þágu bæjarins ...20 Jón Steffensen hefir fjallað nánar um þau handrit lækninga- bókarinnar, sem enn eru varðveitt og um prentsöguna alla4 og vísast til þess. Um hvað fjallar Jón Pétursson í lækningabókinni? Lækningabókin er á 222 síðum og er efninu skipt í tíu kafla: I. Um algengustu barnasjúkdóma á íslandi (§1-69) II. Um kvenlega sjúkdóma (§70-107) III. Um almennustu sjúkdóma á körlum og konum (§108-216) IV. Um nokkra tilfallandi útvortis sjúkdóma (§217-272) V. Um blóðtökur (§273-287) VI Um uppsölu- og búkhreinsandi meðöl (§288-) VII. Um klýster og stólpípur (§298-305) VIII. Um spansflugur, sáley, hánka og baun (§306-312) IX. Um hvemig sjúkdómi skal lýsa fyrir fráverandi lækni (§313-317) X. Um læknisdóma, mæla og vigt (§318-320) , , - 3loitö Uetiiföfottsr •í'fliiH.tfni* KcrMíiibinoa frá 1776 til 1801 ft)iú' alimiðrt. — ?)jirle|Iii, aiifiii D<i enbiirbatt flf Ha.tfWiiM 3íni sporfícinsfrmi Cft .<;mibl(tfnl SVCÍUÍ 1)álöfl)lli, Ulft/ftn lepfi eué Xeminðliftft .tJeilbriflbitf:! »r tyorffeini Sdnðfpni Slud. Throl. ítaupinannaljöfH. •*nfh» bja Ocfí'mffjarfl G. l'. SScllrr, * fcflnab 111 g r f a r a n I. 18 3 4. Titilsíða rits Jóns Péturssonar læknis, Lækningabók fyrir almúga, sem lit kom í Kaupmannaliöfn árið i834. Ljósmynd: Helgi Bragason/ ■ Landsbóksafn íslands - Háskólabókasafn. Á síðu 223 hefst aðalregistur og er vísað til þeirra greina þar sem heitin koma fyrir. Síðan fylgir registur innlendra urta sem í bókinni eru nefndar, með þeirra bótanísku nöfnum, en Jón Pétursson taldi að þessar jurtir gætu komið í stað innfluttra jurta og vildi hann með því forða sjúklingum sínum frá óþörfum útgjöldum. Aftast er svo listi yfir þau 30 recept sem til er vísað í bókinni og eru þau hin sömu og vitnað var til í bréfi heilbrigðisráðsins í Kaupmannahöfn til landlæknis sem getið var hér að framan. Hér ber að vekja athygli á því að bókin fær aukið vægi vegna fjölmargra athugasemda Sveins Pálssonar neðanmáls. Lætur hann Jón Pétursson jafnan njóta sannmælis og sé Sveinn annarrar skoðunar en Jón, færir hann fram gild rök. Jón Pétursson fjallar ekki um fæðingar eða sængurlegu, enda hafði Halldór Brynjólfsson (1692-1752) biskup á Hólum stuðlað að því að ritið Sá nýi yfirsetu kvenna skóli eður stutt undirvísun um yfirsetu kvenna konstina2' var prentað á Hólum árið 1749 og var fyrsta kennslubókin í ljósmóðurfræði sem út kom á íslenzku. Bragi Þorgrímur Ólafsson gekk frá textanum til prentunar á ný árið 2006 og í inngangi að verkinu eru greinargóðar upplýsingar um verkið, tilurð þess og viðtökur.22 í hvaða lækningarit vísuðu Jón Pétursson og Sveinn Pálsson? Jón Pétursson vísar í receptalistanum (No. 8) í „Herra Rósensteens Bamapillur". Þar er augljóslega vitnað til sænska læknisins Nils Rosén von Rosenstein (1706-1773). Hann var kjörinn í Konunglegu sænsku vísindaakademíuna við stofnun hennar árið 1739 og þar var einnig með frá byrjun læknirinn Carl von Linné (1707-1778). Arið 1740 sóttu þeir báðir um prófessorsstöðu í grasafræði við Uppsalaháskóla. Heiðurinn féll Rosén í skaut, en árið eftir var Linné útnefndur prófessor í læknisfræði í Uppsölum. Árið 1742 sóttu þeir um konunglegt leyfi til þess að skiptast á embættum. Var það veitt og var samstarf þeirra gott úr því. Sænska akademían tók sér snemma fyrir hendur að miðla vísindaþekkingu til almennings í því skyni að bæta heilsufar þjóðarinnar. Af hálfu ríkisins voru uppi áform um að draga úr ungbarnadauðanum, því að um fjórðungur bama dó á fyrsta aldursári og um þriðjungur innan fimm ára aldurs. Rosén var falið að rita greinar um bamasjúkdóma og meðferð ungbarna fyrir Sænska almanakið sem kom út í 150.000 eintökum. Kom fyrsta greinin árið 1753 og sú síðasta árið 1771. Árið 1764 kom út bók með því efni sem þá lá fyrir um barnasjúk- dóma og varð Rosén þar með fyrstur manna til þess að gefa út sér- 312 LÆKNAblaöið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.