Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.05.2011, Blaðsíða 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR rr—> f* TVIáa.! i > “T; Þeir leggja sig í hættu þegar þeir sinna sumum hópum sjúklinga og þeir geta ekki skorast undan að sinna þeim.Taka verði tillit til þessara sérstöku kringumstæðna þegar slysahugtakið er túlkað í þeirra tilviki. Atvik þegar heilbrigðisstarfsmaður smitast geta ekki alltaf verið jafn skýr og þegar annars konar slys verða." Dögg benti ennfremur á að almanna- tryggingalöggjöfin leggi þá skyldu á herðar ráðherra að setja reglugerð um hvaða atvinnusjúkdómar skuli teljast bótaskyldir. „Þessi reglugerð hefur ekki verið sett/' sagði Dögg og kvað óeðlilegt að tjónþoli beri hallann af því að stjómvöld hafa ekki sinnt skýrum lagafyrirmælum um setningu reglugerða. Jafnframt liggi fyrir að Vinnueftirlitið hafi birt lista yfir atvinnusjúkdóma sem það óskar eftir að séu tilkynntir. Listinn er byggður á Evrópulista yfir atvinnusjúkdóma. Meðal atvinnusjúkdóma sem þar eru tilgreindir er lifrarbólga C. Ekki verði hjá því komist að hafa hliðsjón af listanum úr því að stjómvöld hafa ekki sett þá reglugerð sem almannatryggingalöggjöfin býður. Fjölgun HlV-smitaðra Bryndís Sigurðardóttir rakti helstu nýjungar í meðferð við HIV sem er einn af þeim sjúkdómum sem heilbrigðisstarfsmenn geta átt á hættu að smitast af við stunguslys. Hún rakti sögu lyfjameðferðar við HIV og helstu kosti og galla þeirra lyfja sem komið hafa frá því fyrsti HlV-sjúklingurinn var greindur árið 1983. Nú er svo komið að lyfjameðferð skilar góðum árangri en enginn skyldi þó ætla að fundin sé lækning við sjúkdómnum þar sem lyfjameðferðin er dýr, flókin og skerðir lífsgæði sjúklings ávallt til muna. Hér á landi smitast árlega 8-12 manns og seinni árin hafa þeir komið úr hópi gagnkynhneigðra, en áður var mikill meirihluti þeirra er sýktust úr hópi samkynhneigðra karlmanna. Bryndís sagði að greinileg aukning hefði orðið á HIV- smiti undanfarin þrjú ár og því mikilvægt fyrir heilbrigðisyfirvöld að halda vöku sinni. Stunguóhöpp eru slys Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins fór yfir réttindi og skyldur vinnuveitenda og starfsmanna varðandi forvamir og slysavarnir á vinnustað. Hann kvað vera ljóst að í þessum málum tækjust á vinnuverndarsjónarmið og persónuverndarsjónarmið sjúklinga. „Það er hins vegar rík og óumdeild skylda vinnuveitandans að stuðla að því að starfsmenn séu verndaðir gegn hvers konar heilsuvá eða heilsutjóni sem stafa kann af vinnu þeirra eða vinnuskilyrðum, eins og segir í lögum nr. 46/1980. Þá er einnig rík skylda hans að upplýsa um hættur þær sem starfmaður stendur frammi fyrir. Atvinnurekanda ber að grípa til forvarna og upplýsa. Starfsmanni ber Starfsmaður Landspítala gegnumlýsir óhreinan þvott til að ganga úr skugga um að ekki leynist í honum óhreinar nálar eða hnífar. Ljósmynd/Ásdís Elfarsdóttir Jelle að upplýsa og fylgja forvarnaráætlun. í almannatryggingalögum segir: „Með slysi er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans." Stunguóhöpp eru því ótvíræð slys, tilkynningaskyld ef þau valda alvarlegu heilsutjóni eða veikindaforföllum meir en degi til viðbótar við slysdag." Miklar framfarir í meðferö Óttar M. Bergmann meltingarlæknir rakti helstu nýjungar í meðferð við lifrarbólgu B og C. Þrjár algengustu arfgerðir af lifrarbólgu C eru 1, 2 og 3. Líkur á lækningu við arfgerð 1 eru 55% en 80-85% við arfgerðum 2 og 3. „45% sýkinga á íslandi eru arfgerð 1 en 55% eru arfgerðir 2 og 3. Framfarir í meðferð við lifrarbólgu C hafa verið miklar á undanförnum árum og má reikna með yfir 90% árangri í meðferð við arfgerð 2 og 3 frá og með árinu 2012 og 75% árangri við arfgerð 1. Af öllum þeim sem smitast af lifrarbólgu C má reikna með að 80% læknist í heildina, þar af 20% sjálfkrafa. Vonast er til þess að nálægt 100% læknist af arfgerð 2 og 3 og samtals munu því um allt að 90% sýktra eiga möguleika á lækningu af þeim sem sýkjast árið 2012 á Islandi. Aðalatriðið er því að ná þeim sem sýkjast en sýking er einkennalaus þar til fylgikvillar skorpulifrar koma upp. Það er einfalt að ganga úr skugga um sýkingu með blóðprufu ef stunguslys er lykillinn." Óttar sagði að til að fyrirbyggja sýkingar af völdum lifrarbólgu B væri bólusetning besta vörnin. „Allir eiga að vera bólusettir og svörunin er um 95% hjá skurðlæknum. Það eru 90% líkur á að veiran hreinsist sjálfkrafa úr líkamanum og 10% líkur á krónískri sýkingu hjá körlum en 5% hjá konum. 90% líkur eru á að DNA verði neikvætt við meðferð á krónískri sýkingu en líkurnar á því að skurðlæknir verði að hætta að skera til frambúðar vegna sýkingar eru því aðeins 1%." LÆKNAblaðið 2011/97 321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.